Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 10
Fjórðungur ungmenna 13 til 18 ára finna fyrir kvíða og 6 prósent barna glíma við alvarlegan kvíða. Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2020, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og 3. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2020 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Eftir yfirferð Ríkisskattstjóra á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega, framkvæmir Fjármála- og áhættu stýringarsvið breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorku- lífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2018. Þegar álagning vegna tekna ársins 2019 liggur fyrir í júní 2020, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega seinnipartinn í október. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxta- bótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2020 verði eftirfarandi: 100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.240.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.920.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.240.000 til 4.860.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.920.000 til 6.570.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.860.000 til 5.650.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.570.000 til 7.850.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2020 Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. janúar 2020. www.reykjavik.is SAMFÉLAG Bensínstöð Costco fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2019. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær en þetta er í 21. skipti sem ánægja með íslensk fyrirtæki er mæld með þessum hætti. Þau fyrirtæki sem mælast með tölfræðilega marktækt hæstu eink­ unn í sínum f lokki hljóta viður­ kenningu og voru þau sex talsins að þessu sinni. Á eldsneytismarkaði var ánægja viðskiptavina mest með Costco, sem fékk 85,9 stig af 100 möguleg­ um. Verslun Costco fékk hins vegar 65,8 stig og lenti í þriðja neðsta sæti á smávörumarkaði. Á farsímamarkaði var Nova efst með 75,1 stig og Krónan bæði á smásölu­ og matvörumarkaði með 74,7 stig. BYKO var efst á bygginga­ vörumarkaði með 71,3 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði með 67 stig og Apótekarinn á lyfsölumarkaði með 74 stig. Alls voru nú birtar niðurstöður fyrir 31 fyrirtæki í tíu atvinnu­ greinum. Niðurstöður byggjast á svörum 200 til rúmlega þúsund viðskiptavina hvers fyrirtækis en Zenter rannsóknir sáu um fram­ kvæmdina. – sar Mæla mestu ánægju með stöð Costco Niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Viðskiptavinir á elds- neytismarkaði eru ánægð- astir með Costco. Fékk Costco 85,9 stig af 100 mögulegum. Verslun Costco fékk hins vegar 65,8 stig af 100 og er í þriðja neðsta sæti á smávörumarkaði. SAMFÉLAG „Ég hef sjálf hugleitt í sex­ tán ár og kennt hugleiðslunámskeið fyrir fullorðna en hef tekið eftir því að eftirspurn eftir hugleiðslu fyrir börn hefur aukist,“ segir Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og stofnandi Heillastjörnu.  Í dag fer hún af stað með hugleiðslunám­ skeið fyrir börn á aldrinum 11–14 ára í Jógasetrinu. Námskeiðið kallar hún Frelsi frá kvíða og segir hún það henta vel börnum sem glíma við kvíða auk þess að geta haft fyrirbyggjandi áhrif. „Hugleiðsla getur hjálpað börnum að skilja hugann og hugs­ anir sínar betur og að hafa meiri stjórn á huganum,“ segir Stefanía. Á námskeiðinu er unnið með hug­ leiðslu og sjálfsstyrkingaræfingar sem miða að því að efla sjálfstraust og innra jafnvægi barnanna og draga úr kvíða og spennu. „Ég nota bæði hugleiðslu sem er leidd með orðum og svo ýmsar æfingar sem hjálpa krökkunum að opna á upp­ lifun og tilfinningar,“ segir Stefanía. Hún segir hugleiðslu geta hjálpað bæði börnum og fullorðnum sem glíma við kvíða og að auðvelt sé að tileinka sér hugleiðslu í daglegu lífi. „Orkan innra með manni getur gjörbreyst bara við það að hlúa að sér, tengja inn á við og færa athygl­ ina frá því ytra. Þetta gildir bæði um börn og fullorðna,“ segir hún. „Á námskeiðinu læra börnin að vera meðvituð um eigin tilfinning­ ar,“ segir Stefanía. „Þeim eru kennd­ ar einfaldar æfingar til að leiða sinn eigin huga og stýra honum. Þau læra að leiða hugann inn í upplifun á friði, öryggi og öðrum jákvæðum tilfinningum,“ útskýrir hún. „Svo í framhaldinu getur fjöl­ skyldan hugleitt saman og hug­ leiðsla orðið hluti af heimilislífinu því þetta þarf ekki að taka meira en fimm til tíu mínútur á dag sem er ekki langur tími en getur hjálpað mikið þegar glímt er við kvíða,“ segir Stefanía en hún heldur einnig úti vefsíðunni heillastjarna.is þar sem má nálgast hugleiðsluefni fyrir börn og foreldra. Mikil aukning hefur orðið á kvíða hjá börnum á Íslandi síðastliðin ár og samkvæmt upplýsingum á vef Heilsuveru má ætla að allt að fjórð­ ungur ungmenna á aldrinum 13 til 18 ára finni fyrir kvíða og að um 6 prósent barna séu með alvarlegan kvíða. Stefanía segist hafa orðið vör við aukna eftirspurn vegna úrræða þegar kemur að kvíða hjá börnum. „Foreldrar tala mikið um að úrræði vanti fyrir börnin þeirra og þannig kviknaði hugmyndin að þessu öllu,“ segir hún. „Svo heyrir maður líka börnin tala um þetta sjálf,“ segir Stefanía. Hún kennir hugleiðslu einu sinni í viku í Dalskóla og segir nemendur skólans sækja mikið í að komast í hugleiðslutímana. „Það er svo mikill hraði og áreiti í samfélaginu og hug­ leiðslan kemur þar inn með ákveðið mótvægi. Það hjálpar fólki að hvíla sig frá ytra áreiti og tengja við sjálft sig,“ bætir hún við. „Börnin eru opin fyrir því að iðka hugleiðslu og sækja í það að taka þátt í þessu verkefni í skólanum,“ segir hún. „Auk þess er ég líka með hugleiðslu fyrir kennarana í lok vinnudags. Helst myndi ég vilja að boðið yrði markvisst upp á hug­ leiðslustundir fyrir nemendur og kennara í sem flestum grunnskól­ um landsins, það væri mikil gjöf inn í skólakerfið og í raun eitt það mikilvægasta sem við getum kennt börnunum okkar.“ birnadrofn@frettabladid.is Hugleiðsla hjálpar börnum með kvíða Stefanía Ólafsdóttir segir að hugleiðsla sé góð leið til að hjálpa börnum með kvíða. Hún leiðir hugleiðslunámskeið fyrir börn þar sem þeim er kennt að hafa stjórn á huga sínum og segir óskandi að boðið væri upp á hugleiðslu í öllum grunnskólum landsins. Stefanía kennir börnum æfingar til að stýra huganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.