Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 70
Opinn dagur í Hörpu vegna kínversku áramótanna verður haldinn 2. febrúar 2020. Fram kemur fjöllistahópur frá menningarstofnun Innri-Mong- ólíu í Kína, sem sýnir hefðbundna dansa og flytur þjóðlagatónlist, sem veitir innsýn í hinn einstaka og ríkulega menningararf svæðisins. Meðal þess er boðið verður upp á er hinn sérstaki mongólski barkasöngur og leikið verður á hina sérstöku „hestshöfuðs“ fiðlu. Einnig verður kynning á hefð- bundinni kínverskri skrautskrift, klippimyndagerð, skartgripagerð og kennt að gera fígúrur úr deigi. Einnig verður kynnt hefðbundið mongólskt mjólkurte og sælgæti gert úr mjólk og er öllum gestum boðið að smakka. Fjöllistahópur menningarstofn- unar Innri-Mongólíu á sér langa sögu og varðveitir og viðheldur ríkulegum menningararfi. Á ferli sínum hafa þeim hlotnast yfir 200 alþjóðleg og kínversk verðlaun og hefur hópurinn staðið fyrir meira en tíu þúsund viðburðum, bæði innan Kína og einnig á 70 stöðum víðs vegar um heiminn. Hin fjölmörgu sýningaratriði eru ekki einungis birtingarmyndir lífsins á gresjunni og lífshátta minnihlutahópa í Kína, heldur hafa þau einnig öðlast viðurkenn- ingu heimsins sem sameiginlegur menningararfur. Hinn mongólski barkasöngur og þá sérstaklega afbrigðið sem tilheyrir ætt- bálknum í Innri-Mongólíu í Kína (Khoomei), var settur á sameigin- legan menningarlista Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 2009. Morin Khur, eða „hesthöfuðs“ fiðla er hefðbundið mongólskt strengja- hljóðfæri, sem er einnig á lista Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO. Fagnaður kínverska nýársins í Hörpu Hátíðin verður 2. febrúar, klukkan 13.30 -16, og er aðgangur ókeypis. Á nýársfagnaðinum kemur fram fjöllistahópur frá menningarstofnun Innri-Mongólíu í Kína, sem sýnir hefðbundna dansa og flytur þjóðlagatónlist. Einstakir listamenn þarna á ferð. Leikið verður á hina sérstöku „hestshöfuðs“ fiðlu. Þá verður sýnd hin hefðbundna kínverska klippi- myndagerð sem gaman er að fylgjast með. Fígúrur gerðar úr deigi er aldagömul hefð í Kína. Fígúr- urnar eru litríkar og margvíslegar að gerð og lögun. Fjöllistahópur menningarstofnunar Innri-Mongólíu á sér langa sögu og viðheldur gömlum menningararfi. Þar sem efnahagur Kína er sífellt að vænkast, er íbúafjöldi í borgum sífellt að aukast, og fólk er í sífellt meiri mæli farið að yfirgefa heimabæi sína og setjast að á nýjum stöðum í leit að betri atvinnutækifærum. Þar sem það er mjög ríkt í þjóðarsál Kínverja að eyða vorhátíðinni í faðmi fjölskyld- unnar í fæðingarbæ sínum, leggur gríðarlegur fjöldi manns land undir fót til að ferðast heim með öllum tiltækum ráðum og er áætlað að um einn milljarður manna sé á faraldsfæti á þessum tímamótum. Árið 2019 voru á 40 daga tímabili í kringum vorhátíðina skráðar 2,98 milljarðar ferða á þjóðvegum, með lestum og með flugi. Fjölskyldukvöldverður á gamlárskvöld – út að borða og einfaldari máltíðir Fjölskyldumáltíðin að kvöldi síðasta dags ársins er mjög mikil- væg. Til forna samanstóð hátíða- kvöldverðurinn af 8-10 réttum sem fjölskyldan hafði undirbúið dögum saman. Í nútímanum er fólk betur statt fjárhagslega og er farið að leita eftir þægilegri lausnum. Það er því orðið mjög vinsælt að stórfjölskyldan fari út að borða saman á þessu kvöldi og er stærstur hluti veitingastaða uppbókaður þetta kvöld. Einnig er það orðið mjög vinsælt að panta sér heim- sendan mat eða matarpakka af netverslunum sem þarf þá bara að elda eða hita upp. Sala á þessum matarpökkum jókst gríðarlega milli áranna 2018 og 2019. Nýársverslun með nýju sniði Verslun í kringum vorhátíðina hefur einnig aukist gríðarlega, sem endurspeglar meiri kaupgetu almennings, en það þykir við hæfi að færa ættingjum og vinum gjafir á þessum tímamótum. Samkvæmt gögnum frá netverslunum er matur og drykkur það algengasta sem fólk kaupir á þessum tíma. Heilsuvörur eru einnig mjög eftirsóttar, og vörur með lágu fitu- og sykurinnihaldi verða sífellt vinsælli. Aukning hefur einnig orðið í verslun með leiki og ferða- og úti- vistarvörur. Aukningin er ekki bara á innanlandsmarkaði, heldur hefur innflutningur varnings aukist um 65% milli áranna 2018 og 2019. Fólk er ekki einungis að versla fyrir sig og ættingja og vini heldur hefur mikil aukning orðið í sölu varnings fyrir gæludýr, og þá aðallega fyrir hunda og ketti. Það hefur lengi verið hefð að þeir sem ferðast heim fyrir vorhátíðina komi með alls kyns varning og matvæli heim með sér, og leggi með sér á hátíðarborðið og eru til margar sögur af yfirhlöðnum ferðalöngum á leið heim. Með aukningu netverslana er fólk farið í síauknum mæli að auðvelda sér lífið og senda þetta á undan sér í póstbox sem eru á hverju götuhorni í Kína, og sækir síðan pöntunina bara þegar það kemur heim og ferðast létt. Heillaóskir með snjallsímum Þar sem snjallsímanotkun Kínverja er með því mesta sem gerist er orðið sífellt algengara að fólk skiptist á nýárskveðjum og hamingjuóskum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem í gangi eru, svo sem WeChat og QQ og er úr gríðarlegu úrvali af vel upp settum kveðjum með hreyfi- myndum að velja. Það er einnig að verða vinsælt að senda nokkurs konar rafræn „hong bao“ eða rauð umslög með smá lukkupeningum og spennan felst þá í því hvort nokkur aur sé í umslaginu eða ekki. Ferðalög erlendis Með aukinni velsæld Kínverja hefur það einnig færst í vöxt að ferðast til útlanda yfir kínversku áramótin, enda er þetta lengsta fríið þeirra. Árið 2019 voru skráðar um sjö millj- ónir ferða til 97 landa meðal Kín- verja, og sáu menn mesta aukningu í ferðum til Norður-Evrópu. Nýjar fjölskylduhefðir Nýjar hefðir eru að skapast meðal fjölskyldna, með því að gera eitt- hvað saman sem fjölskylda og má þar nefna bíóferðir og ferðir á alls kyns söfn, og jókst miðasala í kvik- myndahús um 900 milljón dollara milli ára. Það er einnig orðið vinsælt að fjölskyldan fari í heimsókn á bóndabæi eða til lítilla þorpa á landsbyggðinni til að kenna yngri meðlimum fjölskyldunnar að meta framlag bænda til samfélagsins og auka umhverfisvitund þeirra. Umhverfisvernd Þó að hvellhettur og flugeldar hafi verið órjúfanlegur hluti af kín- versku áramótunum í þúsundir ára, þá hafa sífellt fleiri áhyggjur af loftmengun vegna þeirra. Til að hvetja til umhverfisvænni hátíðar- halda hafa fjölmargar borgir og bæjarfélög bannað notkun þeirra, sérstaklega í stærri borgum. Allir flugeldar og hvellhettur eru bannaðar í miðborg Peking vegna loftmengunar og slysahættu og sambærilegar reglur eru í gangi í fleiri borgum og bæjum. Sífellt fleiri borgir og bæjarfélög eru farin að banna alfarið notkun flugelda og hvellhetta, en annars staðar eru útbúin sérstök svæði þar sem fólk getur sprengt á ákveðnum dögum. Vorhátíðin víða um heim Með auknum áhuga alþjóðasam- félagsins hefur það færst í vöxt að kínversku áramótunum sé einnig fagnað um víða veröld. Árið 2019 var í fyrsta skipti boðið upp á nýársfögnuð með hátíðarsýningu í Gamla bíói, auk þess sem að í Hörpu var boðið upp á almenna nýárs- hátíð. Þessir atburðir vöktu mikla athygli og stuðluðu að aukinni þekkingu Íslendinga á Kína. Kínverska vorhátíðin og nútímahefðir Vorhátíðin, eða kínverska nýárshátíðin er langmikilvægasta hefðbundna hátíðin í Kína, og getur rakið sögu sína aftur um þúsundir ára. Í breyttum nútímaheimi hafa skapast nýjar hefðir. Kínverjar flykkjast heim til að verja vorhátíðinni í faðmi fjölskyldunnar í fæðingarbæ sínum og mikill fjöldi er á ferðalagi á þessum tíma. 4 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKÍNVERSKA NÝÁRIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.