Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 2
Þetta er afar leiðin- legt en við höfum í raun engar aðrar upplýs- ingar um hvað hafi gerst ytra. Héðinn Gunnarsson, forstöðumaður hjá Íslandspósti VERÐ FRÁ 103.900 KR. Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA & TVÖ BÖRN 12. - 19. FEBRÚAR NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS GARA SUITES 4* SAMFÉLAG Fjölmargir viðskipta- vinir Íslandspósts eru í sárum vegna þess að jólagafir til ástvina í Banda- ríkjunum skiluðu sér ekki í tæka tíð. Flesta grunaði að sendingunni hefði seinkað en núna, mánuði eftir jól, bólar ekkert á pökkunum. Í hópi þessara viðskiptavina eru hjónin Davíð Bjarnason og Unnur Karlsdóttir en þau sendu tvo pakka til dóttur sinnar og barnabarna ytra. Pakkarnir fóru í póst þann 6. desember en síðan hefur hvorki sést tangur né tetur af þeim. Davíð vakti athygli á málinu á Facebook-síðu fyrir Íslendinga í Bandaríkjunum og þá kom í ljós að fjölmargir voru í sömu sporum. Hjónin eru verulega ósátt við þjónustu Íslandspósts. „Við höfum hringt margoft út af pökkunum í Íslandspóst en fáum aldrei nein skýr svör. Einu upplýs- ingarnar sem við höfum fengið eru þær að beðið sé eftir staðfestingu frá bandaríska póstinum,“ segir Davíð. Þau hafi reynt að rekja afdrif pakkans með þar til gerðu númeri á heimasíðu Íslandspósts en síðustu upplýsingarnar voru þær að verið væri að undirbúa pakkann fyrir f lug þann 9. desember. „Dóttir okkar ytra hefur síðan fengið þær upplýsingar að pakkinn virðist aldrei hafa yfirgefið Ísland,“ segir Davíð. Heildarverðmæti pakk- anna var um 60 þúsund krónur og segist Davíð ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá Íslandspósti um hvort að sú upphæð fáist bætt. Þá hafi verið talsverð vandræði með pakka sem  dóttir þeirra  sendi til þeirra frá Bandaríkjunum. „Sá pakki fór í hraðsendingu frá Bandaríkjunum talsvert fyrir jól en barst ekki fyrr en löngu eftir jól,“ segir hann. Héðinn Gunnarsson, forstöðu- maður vörustýringar hjá Íslands- pósti, staðfestir að sendingin með gjöfunum hafi týnst á JFK-f lug- velli. Hann segist ekki muna eftir því að slíkt tilvik hafi áður komið upp hjá fyrirtækinu. „Þetta er afar leiðinlegt en við höfum í raun engar aðrar upplýsingar um hvað hafi gerst ytra. Það hefur komið fyrir að sendingar finnist ekki í nokkra daga en að sending týnist alfarið, eins og margt bendir núna til, er mjög sjald- gæft,“ segir Héðinn. Að hans sögn gefur Íslandspóstur sér 90 daga þar til að sendingin er afskrifuð og hafist er handa við að greiða út bætur. Héðinn hvetur við- skiptavini sem glötuðu gjöfunum til að senda þegar í stað endurkröfu- skýrslur á Íslandspóst en bíða ekki þar til að 90 dagar séu liðnir. bjornth@frettabladid.is Bretti með jólagjöfum týndist á JFK-flugvelli Vörubretti Íslandspósts með 200 jólagjöfum frá Íslandi týndist í New York rétt fyrir jól. Tjónið hleypur á milljónum króna en afar sjaldgæft er að slíkt gerist. Viðskiptavinir eru ósáttir við skort á upplýsingum frá fyrirtækinu. Íslandspóstur gefur sér 90 daga þar til pakkar eru afskrifaðir og tjón bætt. Flottir taktar á svellinu 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Veður S- eða breytileg átt 5-10 m/s og stöku él, bjartara austast á landinu. Vaxandi A- og N-átt með snjókomu í kvöld, 15-25 m/s í nótt og víða snjókoma eða él. SJÁ SÍÐU 40 STJÓRNSÝSLA Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, lýstu yfir stuðningi við Birki Jón Jónsson, stjórnarformann Sorpu, og stjórnina í máli er tengist gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Á bæjarráðsfundi á fimmtudag var stjórnin harðlega gagnrýnd af fulltrúum BF, Viðreisnar, Samfylk- ingar og Pírata. Sagði bæjarfulltrú- inn Theodóra S. Þorsteinsdóttir að ábyrgð stjórnarformannsins væri mest, hann ætti að tryggja upplýs- ingagjöf til stjórnar. Lýsti hún yfir vantrausti á Birki og óskaði eftir að bærinn tilnefndi annan fulltrúa. Ármann og Margrét vísuðu hins vegar til þess að misbrestur hefði verið í upplýsingagjöf fram- kvæmdastjóra til stjórnar. „Undirrituð lýsa yfir stuðningi við stjórn og stjórnarformann í þessari vegferð,“ var bókað. – khg Styðja Birki Jón og stjórnina í Sorpumálinu HEILBRIGÐISMÁL Minnst 26 eru látnir af völdum kórónaveirunnar og hátt í þúsund hafa smitast. Veir- an kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í kringum áramótin. Hefur umferð til og frá 16 borgum í land- inu verið lokað. Alls nær lokunin til 46 milljóna manna. Í gærkvöldi staðfesti heilbrigðisráðherra Frakk- lands að búið væri að staðfesta eitt tilfelli í landinu. Tvö tilfelli hafa verið staðfest í Bandaríkjunum, er nú verið að kanna ástand á sjöunda tug sjúklinga þar í landi. Grunur er um að veiran hafi borist til f leiri landa, þar á meðal Finnlands. Um er að ræða áður óþekkt af brigði kórónaveiru sem kallast 2019-nCoV. Veiran er sennilega upprunnin í dýrum en hefur nú öðlast hæfileika til að sýkja menn. Staðfest er að veiran getur smitast manna á milli en óljóst er hversu smitandi hún er. Einkenni geta líkst kvefi en einnig valdið alvarlegum veikindum. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læk nir hef u r, í samráði v ið almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, hafið vinnu í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlunum um alvarlega smitsjúkdóma. Allar heilbrigðisstofnanir á landinu hafa verið upplýstar um hina nýju veiru og þær hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir og huga að ein- angrunaraðstöðu. – ab Hátt í þúsund manns smitaðir Ferðalangur frá Wuhan fær ekki að snúa til síns heima frá Rússlandi. Þrettándu Reykjavíkurleikunum lýkur núna um helgina. Keppt er í 23 íþróttagreinum, allt frá akstursíþróttum til pílukasts. Leikarnir hófust um síðustu helgi með keppni í badminton. Allt að þúsund erlendir keppendur eru nú staddir hér á landi til að taka þátt í leikunum. Í gær fór fram keppni á listskautum í Skautahöllinni. Mátti þar meðal annars sjá þessa hæfileikaríku stúlku sýna það sem fagfólk kallar túlkun á tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.