Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 12
Áætlað er að allt að
milljarður manna horfi á
vorhátíðarveislu kínverska
ríkissjónvarpsins, CCTV,
sem sýnd verður á laugar-
dagskvöld.
Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í
17. skipti þann 6. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar
verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga
til dómnefndar er laugadagurinn 1. febrúar.
Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum
en þeir eru þessir:
• Besta umfjöllun ársins 2019
• Viðtal ársins 2019
• Rannsóknarblaðamennska ársins 2019
• Blaðamannaverðlaun ársins 2019
Hægt er að senda inn tilnefningar til
verðlaunanna á skrifstofu
Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma
ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni.
Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu
BÍ, www.press.is
Blaðamannaverðlaun
2019
KÍNA Líkt og Íslendingar horfa
saman á Skaupið á hverju ári horfa
kínverskar fjölskyldur saman á
vorhátíðarveislu kínverska ríkis-
sjónvarpsins, CCTV, sem sýnd
verður þessa helgi. Tilefnið er
mikilvægasta hátíð Kínverja, ára-
mót þeirra samkvæmt hinu forna
mána-almanaki.
Á þessum síðasta degi ársins sam-
einast fjölskyldur og snæða ýmsa
táknræna rétti. Líkt og á íslensku
aðfangsdagskvöldi fá börnin gjafir
eftir matinn. Fjölskyldur horfa
síðan á Vorhátíðarveisluna í ríkis-
sjónvarpinu.
Vorhátíðarveislan er árlegur
fimm tíma sjónvarpsþáttur sem
stendur yfir á gamlársdag frá klukk-
an sjö að kvöldi fram að miðnætti.
Þátturinn er talinn með mesta
fjölda áhorfenda allra þátta í heim-
inum. Þannig er fjöldi áhorfenda
áætlaður að minnsta kosti 700
milljónir. Talið er að meira en einn
milljarður áhorfenda hafi horft á
Vorhátíðarveisluna árið 2018.
Vorhátíðarveislan sýnd um helgina
Dagskráin inniheldur blöndu af
gamanþáttum, söngvum og dansi,
fimleikum og töfrum sem fremstu
listamenn f lytja. Dagskránni er
ætlað að endurspegla hina tugi
þjóðarbrota Kína og að vera fyrir
alla aldurshópa.
Með breyttri sjónvarpstækni
hefur sviðið stækkað. Undanfarin
ár hefur hluti þáttarins verið sendur
út frá sérstökum vinnustofum í
öðrum landshlutum Kína, svo sem
Guangzhou, Xi'an og Xichang.
Dagblaðið China Daily segir að
í fyrra hafi meira en 20.000 lista-
menn komið fram í dagskránni eftir
áralangan undirbúning. – ds
Byltingin lifir í Venesúela
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, á baráttufundi gegn heimsvaldastefnu við Miraf lores-forsetahöllina í höfuðborginni Karakas. Sósíalistaf lokk-
ur Venesúela, sem stýrt hefur landinu í tvo áratugi, skipulagði fundinn. Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en 4 milljónir manna hafi f lúið landið
vegna stjórnmála- og efnahagsástandsins. Ísland, líkt og f lest vestræn ríki, viðurkennir ekki Maduro sem forseta landsins. NORDICPHOTOS/GETTY
Aðalbygging kínverska ríkissjón-
varpsins, CCTV, í höfuðborginni
Beijing. NORDICPHOTOS/GETTY
MANNRÉTTINDI Skýrsla nefndar
Evrópuráðsins um varnir gegn
pyndingum og ómannlegri eða
vanvirðandi meðferð eða refsingu
(CPT-nefndin) var birt opinber-
lega í gær. Byggir skýrslan á úttekt
nefndarinnar sem heimsótti Ísland
í maí síðastliðnum en íslensk stjórn-
völd fengu skýrsluna afhenta í nóv-
ember.
Unnið er að greinargerð stjórn-
valda vegna málsins en hún þarf
að liggja fyrir innan sex mánaða
frá afhendingu skýrslunnar. Í júní
fengu stjórnvöld senda yfirlýsingu
nefndarinnar þar sem fram komu
bráðabirgðaniðurstöður. Þar voru
meðal annars gerðar alvarlegar
athugasemdir við aðgang fanga að
geðheilbrigðisþjónustu.
„Það eru auðvitað einhver atriði
sem við munum benda á í okkar
umsögn sem við skilum núna eftir
helgi. Almennt líst okkur ágætlega
á þá vinnu sem hefur verið í gangi í
dómsmálaráðuneytinu,“ segir Guð-
mundur Ingi Þóroddsson, formaður
Afstöðu – félags fanga og annarra
áhugamanna um bætt fangelsismál
og betrun.
Sú vinna sem Guðmundur vísar
til snýr meðal annars að aðgerða-
áætlun um heilbrigðisþjónustu
fanga sem fór í gang eftir að athuga-
semdir CPT-nefndarinnar bárust
í sumar. Samkvæmt áætluninni
verður komið á fót sérhæfðu og
þverfaglegu geðheilbrigðisteymi
fyrir fanga.
„Það er stórt skref og það er margt
af þessu sem búið er að bæta nú
þegar,“ segir Guðmundur Ingi.
Í skýrslu CPT-nefndarinnar
kemur fram að almennt sé aðbún-
aður fanga og þeirra sem sæta
gæsluvarðhaldi á Íslandi ásættan-
legur. Á það jafnt við um aðstæður
á lögreglustöðvum og fangelsum.
Engar vísbendingar hafi fundist
um slæma meðferð fanga af hendi
starfsmanna fangelsa.
Þó er bent á að of beldi milli
fanga sé vandamál á Litla-Hrauni
sem sé greinilega tengt fíkniefnum.
Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórn-
valda verður gerð þarfagreining og
aðgerðaáætlun til að sporna gegn
dreifingu og neyslu vímugjafa á
Litla-Hrauni.
CPT-nefndin bendir einnig á
að með breytingum á lögum um
fullnustu refsinga hafi verið fellt
út ákvæði sem tryggi að gerð verði
einstaklingsbundin áætlun um
meðferð og vistun fyrir alla fanga.
Hvetur nefndin stjórnvöld til að
breyta þessu.
„Þetta er kannski það helsta sem
við höfum út á að setja. Að okkar
mati þarf að gera einstaklings-
bundna meðferðar- og vistunar-
áætlun fyrir hvern einstakling sem
fer í fangelsi. Það segir sig sjálft að
þegar einhver er kominn í fangelsi
er eitthvað að,“ segir Guðmundur
Ingi.
Það þurfi að grafast fyrir um hvað
sé að og hvernig eigi að vinna í því.
Nú fari fólk í gegnum kerfið án þess
að nokkuð sé unnið í þessu.
„Það eru ekki gerðar svona áætl-
anir nema fyrir lítinn hluta. Ég sá nú
í einhverju svari frá ráðherranum
um daginn að það séu gerðar með-
ferðaráætlanir fyrir 70 prósent. Það
er náttúrlega bara af og frá að það sé
gert,“ segir Guðmundur Ingi.
sighvatur@frettabladid.is
Ánægður með viðbrögð stjórnvalda
Formaður Afstöðu segist ánægður með þá vinnu sem stjórnvöld hafi farið í eftir athugasemdir nefndar um varnir gegn pyntingum.
Skýrsla nefndarinnar var opinberuð í gær en stjórnvöld fengu hana afhenta í nóvember. Er nú unnið að greinargerð um stöðuna.
Engar vísbendingar hafa
fundist um slæma meðferð
fanga af hendi starfsmanna
fangelsa hér á landi.
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti skráði sig í sögubæk-
urnar í gær þegar hann tók þátt í
mótmælafundi gegn þungunar-
rofi. „Við erum hér samankomin
af einni einfaldri ástæðu, til að
verja rétt hvers einasta barns til að
fæðast og fá tækifæri til að uppfylla
það hlutverk sem guð ætlaði þeim,“
sagði Trump í ávarpi sínu fyrir utan
þinghúsið í Washington-borg.
Á sama tíma inni í þinghúsinu
fóru fram réttarhöld yfir Trump þar
sem Demókratar sækja hart fram.
Trump er ákærður fyrir að hafa sett
eigin hag ofar hagsmunum þjóðar-
innar og að hafa misbeitt valdi sínu.
Mótmælendur í Washington voru
hæstánægðir með að sjá Trump og
samkvæmt CNN heyrðust margir
kalla til hans hvatningarorðum.
Mótmælin hafa verið haldin árlega
síðan þungunarrof var lögleitt í
Bandaríkjunum árið 1973. Trump
er fyrsti forsetinn sem mætir en
forverar hans í embætti, George
W. Bush og Ronald Reagan, sendu
kveðjur til mótmælendanna. – ab
Fyrsti forsetinn
sem mótmælir
Þungunarrofi mótmælt í gær.
Það segir sig sjálft
að þegar einhver er
kominn í fangelsi er eitthvað
að.
Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formaður Afstöðu
2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð