Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 79

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 79
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og afa, Arnar Friðriks Clausen Sérstakar þakkir færa aðstandendur starfsfólki Mánateigs, hjúkrunarheimilis Hrafnistu, fyrir góða umönnun. Helga Theodórsdóttir Þóra Björg Clausen Bjarnólfur Lárusson Ragnar Örn Clausen Þórhildur Ásmundsdóttir Þóra Hallgrímsson Björgólfur Guðmundsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, Þórunn Erna Þórðardóttir lést á hjúkrunarheimilinu Grund 19. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þórhildur Andrésdóttir Sigurlaug Andrésdóttir Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Hafdís Halldórsdóttir fv. skrifstofustjóri, Smárarima 98, Reykjavík, lést 20. janúar í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 13.00. Páll Pálsson Lóa Dögg Pálsdóttir Hallvarður Hans Gylfason Inga Hlín Pálsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, Helga Kristín Ágústsdóttir Boðaþingi 24, Kópavogi, lést 2. janúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Alfreðsson, Sigríður Ágústsdóttir Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, Viktoría Hrönn Axelsdóttir lést sunnudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju, miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.00. Axel Jóhann Ágústsson Steinunn Karólína Arnórsdóttir Lesley Patricia Dixon Stella Rut Axelsdóttir Ívar Sæmundsson Sandra Björg Axelsdóttir Björn Halldórsson Ágúst Ingi Axelsson Halla Hrund Skúladóttir Paul Lewis Trosh Hayley Dixon Linzi Margaret Trosh Bjarki Þór Sigvarðsson Axel Kristinn Axelsson Sólbjörg Guðrún Vilhelmsdóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu. Sigríðar Jóhannesdóttur. Jóhanna Björnsdóttir Óskar Bergsson María Björnsdóttir Þór Bjarkar Lopez Björn Leví Óskarsson Sigurður Darri Óskarsson Þóra Björk Þórsdóttir Jóhann Bjarkar Þórsson Elskulegur bróðir minn og vinur okkar, Kristjón Guðmannsson Kríulandi 7, Garði, lést á heimili sínu föstudaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 15.00. Þórður Guðmannsson Guðmundur Jens Knútsson og Anna Marý Pétursdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Árný Freyja Alfreðsdóttir frá Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, lést á Ási mánudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 14.00. Hildur Arnardóttir Gilbert Khoo Jón Alfreð Hreiðarsson Andrea Hilmarsdóttir Hólmfríður Garðarsdóttir Magnús Garðarsson Beata Kilinska barnabörn og barnabarnabörn. Markmiðið er að setja fram kennsluefni út frá forsendum sem henta nemendum í nútímasamfélagi best, það er að segja með stafrænum hætti og með myndefni sem rímar við lesefnið, segir Sverrir Árnason um nýjan vef sem hann hefur gert um Brennu-Njálssögu. Slóðin á síðuna er brennunjalssaga.is. Sverrir segir það trú sína að þessi nálgun við fornsögurnar sé framtíðin. „Þegar kennari stendur frammi fyrir því að nemendur eru að glíma við efni sem þeir eiga erfitt með að meðtaka, þá grípur hann til örþrifaráða,“ útskýrir hann. „Þetta byrjaði þannig að ég tók hluta af Njálu fyrir í jólafríinu 2014 og teikn- aði við hana um 70 myndir í teikni- forriti. Það var eftirspurn eftir f leiri myndum og ég bætti smátt og smátt við, komst upp í 160. Samdi líka við Þór- hildi Jónsdóttur, grafískan hönnuð, því ég vildi að persónurnar hefðu karakter. Hún teiknaði 150 myndir – nemendur geta því valið hvort þeir lesa söguna með myndum Þórhildar eða mínum.“ Sverrir kveðst líka byrjaður að fikta aðeins við textann, ekki aðeins staf- setninguna. „Það er næsta skref að fara yfir textann og laga hann betur að okkar máli. Þar sem stendur ek breyti ég því í ég og þar sem stendur hvortki, breyti ég því í hvorugt. En ég tek ekki alla fyrninguna út.“ Hann kveðst hafa fengið góðar við- tökur við vefnum, sem er að komast í gagnið, en segir það taka tíma að kynna hann. „Ég notaði drög að vefnum í Fram- haldsskólanum í Mosfellsbæ síðasta vor. Nú færði ég mig yfir í Kvennó í haust, þar hefur þetta efni verið í notkun og ég veit að Fjölbraut í Breiðholti er að kenna það. Ég hef fengið góð orð frá kennurum víðar sem hyggjast taka það upp næsta haust.“ Spurður hvort Njála sé skyldulesn- ing í framhaldsskólum svarar Sverrir: „Ekki endilega Njála. Það er ekki þann- ig í framhaldsskólum að ákveðnir efnis- þættir séu skylda en ég held að allir séu með Íslendingasögu og Njála er vin- sælust.“ Ég giska á að hann hafi þurft að liggja talsvert yfir þessu verkefni og hann viðurkennir það, auk þess sem það hafi kostað hann talsverðar fjárhæðir. „Ég fékk Þórdísi til að teikna, ég fékk tölvunarfræðing til að hjálpa mér og hönnuð til að hanna síðuna. Tók mér svo 50% frí frá kennslunni á síðustu vorönn til að ljúka verkinu við vefinn svo það er gríðarlega mikil vinna í baklandinu. En ég hef ekki fengið neina styrki enn þá, þótt ég hafi sótt um, og er búinn að setja mig í talsverðar skuldir fyrir þetta. Þetta er hugsjónaverk.“ gun@frettabladid.is Þetta er hugsjónaverk Sverrir Árnason framhaldsskólakennari hefur staðið fyrir því framtaki á eigin spýtur að útbúa myndskreyttan fræðsluvef um Brennu-Njálssögu, ásamt orðskýringum. 1 Njála – í átta frásagnarhlutum. 2 Tvær gerðir mynda. 3 Nemendur geta keypt aðgang að hljóðbók með sögunni á viðráðan- legu verði. 4 Orðskýringar. 5 Nöfn helstu persóna í stærra letri og í lit. Sumt í textanum í lit og/eða feitletrað. 6 Ættartré á viðeigandi stöðum. 7 Verkefni og krossaspurningar. Hlekkir á forsíðu 1 Kynning á skiptingu sögunnar auk stuttra fræðigreina. 2 Hlekkir á staðarkort af Íslandi, Norðurlöndunum og Bretlands- eyjum. 3 Hópverkefni, bætt verður við jafnt og þétt. 4 Gullkistan/ítarefni sem tengist sögunni og þjóðveldistímanum. Sverrir er íslenskukennari í Kvennaskólanum og hefur sett fram nýja nálgun á Njálu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mörður Gígja og Unnur dóttir hans sem var „væn kona og kurteis“. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.