Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 22
Brynja segist finna fyrir auk- inni löngun til að sækja kirkju og að trúin hafi styrkst eftir að hún fór að vinna náið með prestum sem hún segir upp til hópa vera gott fólk. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Brynja Gunnarsdóttir tekur á móti blaða-manni á vinnustaðn-um, Útfararstofunni Hörpu í Garðabæ. Um er að ræða bjart og fallegt húsnæði í Kirkjulundi þar sem Brynja og meðeigandi hennar, Harpa Heimisdóttir, bjóða mér til sætis í hlýlegri setustofu og við fáum okkur kaffi. „Við erum þessa stundina einmitt að mála og gera fínt en það skiptir okkur máli að húsnæðið taki vel á móti okkar fólki,“ segir Brynja. Fyrir utan stendur líkbíll stofunnar og Brynja bendir á að hann sé „hybrid“ og þannig umhverfisvænn, og á bak við vegg í móttökunni eru til sýnis þær líkkistur sem boðið er upp á, smíðaðar hér á landi. Brynja hafði starfað í 13 ár fyrir Landsbankann þegar hún fann að hún þyrfti breytingu. „Ég viður- kenni að hafa verið orðin svolítið þreytt á að vera sífellt að slökkva elda,“ segir Brynja sem var yfir kvartanadeild þjónustuversins sem sett var á laggirnar eftir hrun. „Yf irleitt var maður þó ein- faldlega að leysa einhvern minni ágreining eða leiðrétta misskilning en ekki að taka á móti brjáluðu fólki, en allt hefur sinn tíma og mig var farið að þyrsta í breytingar.“ Brynja fór að hitta markþjálfa til að skoða næstu skref og íhugaði bæði tilfærslu innan bankans og styttri vinnutíma. „En þar sem ég gat tekið sénsinn fjárhagslega afréð ég á end- anum að taka einfaldlega stökkið eftir hvatningu frá markþjálfanum.“ Ekki æskudraumurinn Ég sá ekkert fyrir mér sem lítil stúlka að ég yrði útfararstjóri og í raun ætlaði ég alltaf að verða lögga. Ég held reyndar að ég hefði orðið mjög góð lögga en svo fór að ég lærði til þjóns og líkaði það starf vel.“ Brynja starfaði í veitingageiranum um árabil eða þar til móðurhlut- verkið tók við. „Ég var svo heppin þegar ég eignaðist börnin mín þrjú að fá að vera heima með þau en að mínu mati eru það mikil forrétt- indi. Ég var heima með tvö elstu í sex eða sjö ár og fór svo að vinna hálfan daginn.“ Þá réð Brynja sig til Eddu útgáfu en eftir rúman áratug í starfi þar fylgdi hún þáverandi eiganda útgáfunnar, Björgólfi Guð- mundssyni, yfir í Landsbankann. Upphaf lega starfaði Brynja sem aðstoðarkona Björgólfs en færði sig svo yfir í þjónustuverið. „Þetta var skemmtilegur tími en ég held að það sé hollt að breyta til. Þegar Brynja sagði starfi sínu lausu segir hún fólk hafa verið spennt fyrir því hvað hún ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Það var aftur á móti alveg opið og ég rann í raun blint í sjóinn.“ Stuttu eftir að Brynja sagði upp hjá bankanum rakst hún á Hörpu Heimisdóttur, eiganda útfararstofunnar Hörpu í Garðabæ. „Hún hafði séð um útför móður minnar þremur árum áður og farist það virkilega vel úr hendi. Hún tók af mér völdin, sá um alla skipulagn- ingu og gerði það virkilega vel. Það er svolítið magnað í hvernig ástandi maður er á slíkum tímum. Ég hélt að ég hefði verið í lagi en þegar ég horfi til baka þá man ég þennan tíma ekki vel. Mamma hafði verið veik í langan tíma og ég hafði grátið mikið í jarðarförunum sem ég fór í á því tímabili. Ég held því að ég hafi tekið hluta sorgarinnar út mikið fyrr, í jarðarförum fólks sem var kannski ekkert sérlega náið mér.“ Það má ekkert klikka Brynja og Harpa, sem þekktust frá því í gamla daga þegar leiðir þeirra lágu saman í þjónsstarfinu, hittust í veislu síðastliðið vor. „Harpa sagði mér frá því að hún væri á leiðinni í frí en hún hafði þá rekið útfarar- stofuna ein í sex ár. Ég fór að segja við hana að það væri nú ómögulegt að vera einn í þessu starfi og ein- hvern veginn leiddi eitt af öðru þar Trúin hefur styrkst Brynja Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu í bankageiranum án þess að vita næstu skref. Hana grunaði ekki að þau yrðu í útfarar- þjónustu en kúvendingin kom hennar nánustu ekkert á óvart. til hún bauð mér að prófa að starfa með henni sem ég gerði í eins konar starfsþjálfun í tvo mánuði.“ Þjálf- unin gekk það vel að Brynja keypti sig inn í reksturinn og hóf þar störf í nóvember síðastliðnum. Stofan er eina útfararstofa lands- ins sem rekin er alfarið af konum. „Áður var þetta karlageiri en það er mikið breytt með nýjum áherslum í þjóðfélaginu – rétt eins og í presta- stéttinni. Þegar við byrjuðum í þjóninum var hún algjör karla- stétt. Ég lít auðvitað á okkur sem jafningja en ég held að fólki finnist oft betra að setja þessa framkvæmd í hendur á konum, enda snýst þetta um mikinn undirbúning. Harpa er enn hálf andvaka fyrir hverja einustu útför af ótta við að gleyma einhverju. Ég er ekki alveg komin þangað því enn hef ég hana alltaf mér til halds og trausts. En það má ekkert klikka.“ Erfiðast ef um börn er að ræða Brynja segir starf útfararstjórans ekki svo ósvipað þjónsstarfinu sem hún lærði. „Þetta er virðulegt og fal- legt starf, það er jafnframt vanda- samt og margt sem ber að verast. Harpa er enn að kenna mér og ég er langt í frá fullnuma. Það þarf að sýna nærgætni á svo mörgum svið- um og það til að mynda skiptir oft miklu hvernig hlutirnir eru orðaðir, en þegar að því kemur hefur Harpa oft gefið mér góð ráð. Þótt við séum ekki að taka að okkur sáluhjálp komum við inn í erfiðar aðstæður þar sem við erum í raun hluti af fjöl- skyldu syrgjenda meðan á ferlinu stendur.“ Brynja bendir á að í raun sé þetta tveggja manna starf þótt Harpa hafi sinnt því ein um árabil. Það þurfi að bera kisturnar, klæða hinn látna og svo framvegis, sem geti reynst erfitt einn síns liðs. „Útfararstofur vinna þó töluvert saman og við leitum oft hvert til annars varðandi ráð og spjall þegar á reynir.“ Einn hluti starfsins er að undirbúa hinn látna fyrir kistu- lagningu og jarðarför en útfarar- stjóri þvær hár, snyrtir, klæðir og býr um hinn látna. „Ég viðurkenni alveg að fyrstu tvö skiptin reyndust mér svolítið erfið enda líkið mjög kalt. En þetta er eitthvað sem venst þó að tilfellin séu misjöfn og aðstæður miserfiðar. Það erfiðasta er þegar um er að ræða börn,“ segir Brynja og Harpa, sem ÉG UPPLIFI ÞETTA SEM VIRÐULEGT STARF. ÞETTA ER SÍÐASTA KVEÐJU- STUNDIN OG HÚN Á AÐ VERA FALLEG OG HÁTÍÐLEG. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.