Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 44
VILTU VINNA VIÐ SKEMMTILEG
OG KREFJANDI SKIPULAGSVERKEFNI?
Landmótun leitar að sérfræðingi með reynslu af skipulagsmálum og
landupplýsingakerfum til að vinna fjölbreytt verkefni á sviði skipulagsmála.
Hæfniskröfur:
• Meistaragráða í skipulagsfræðum, landslagsarkitektúr,
landfræðilegum upplýsingakerfum eða sambærileg menntun.
• Reynsla af skipulagsvinnu æskileg.
• Gott vald á íslenskri tungu og framsetningu á texta og kynningarefni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Þekking á hönnunarforritum og landupplýsingakerfum.
Landmótun er teiknistofa sem hefur veitt alhliða ráðgjöf um skipulag og
hönnun í 25 ár. Verkefnin spanna allt frá stórum skipulagsvæðum í óbyggðri náttúru,
skipulagi fyrir sveitarfélög og stefnumótun og hönnun í byggðu umhverfi.
Umsóknir skulu berast á netfangið margret@landmotun.is fyrir 10. febrúar 2020.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Landmótunar
www.landmotun.is. Áhugasömum er einnig bent á að hafa samband
við Margréti í síma 575 5305 eða á margret@landmotun.is.
BLAÐAMAÐUR Á FRÉTTABLAÐIÐ
VILTU SLÁST Í HÓP ÖFLUGUSTU BLAÐAMANNA LANDSINS?
Fréttablaðið og Fréttablaðið.is óska eftir blaðamanni. Um er að ræða áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað í stöðugri sókn.
Umsækjandi þarf:
• að hafa góða þekkingu á íslensku samfélagi
og brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar
• að hafa gott vald á íslenskri tungu
• að vera fær í mannlegum samskiptum
• að geta unnið undir álagi
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á Sunnu Karen Sigurþórsdóttur
í gegnum netfangið sunnak@frettabladid.is.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar.
Bláa kannan óskar eftir að ráða bakara, konu eða karl, í
fullt starf frá og með mars nk.
Viðkomandi þarf að vera jákvæður, þjónustulundaður og
lipur í mannlegum samskiptum. Búa yfir skipulagshæfi-
leikum, sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði.
Starfssvið:
Dagleg umsjón með öllum bakstri.
Móttaka á vörum
..og önnur tilfallandi störf
Bláa kannan er rótgróið kaffihús í miðbæ Akureyrar
stofnað 1998, með á bilinu 15 – 20 starfmenn. Ferskleiki,
jákvæðni og þjónustulund er okkur ofarlega í huga
Umsóknir sendist á blaakannan@internet.is
BAKARI ÓSKAST
Á GÆÐAKAFFIHÚS
Á AKUREYRI
Sérhæfður rannsóknamaður
Á fisksjúkdóma og veiru- og sameindadeild Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er laust til
umsóknar starf sérhæfðs rannsóknamanns.
Starfssvið:
• Glasaþvottur og dauðhreinsun
• Gerð lausna og frágangur sýna
• Önnur almenn rannsóknastörf
• Umsjón kaffistofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð almenn menntun
• Reynsla af rannsóknastörfum er æskileg
• Grundvallar tölvukunnátta
• Víðsýni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Starfshlutfall er 100% og þarf umsækjandi að geta hafið
störf sem fyrst. Unnið er samkvæmt vottuðu gæðakerfi
Tilraunastöðvarinnar og eru karlar jafnt sem konur hvattir til
að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veita:
• Árni Kristmundsson sími 5855129, netfang arnik@hi.is
• Sigurbjörg Þorsteinsdóttir sími 5855117,
netfang sibbath@hi.is
Umsókn og ferilskrá sendist á netfang keldurstarf@hi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2020.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga
opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið.
Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af
jafnréttisstefnu Keldna.
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun
með margþætta starfsemi. Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturann-
sóknum í líf- og læknisfræði dýra og manna. Tilraunastöðin sinnir einnig
þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvörufram-
leiðslu.
Sölumaður
NormX auglýsir eftir sölumanni til starfa í verslun okkar í Auðbrekku 6.
Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur í starfi, vera lipur í samskiptum og hafa ríka þjónustulund.
Viðkomandi þarf að geta leiðbeint um uppsetningu og tengingu á heitum pottun
þannig að þekking á smíðum eða hverskonar uppsetningum er kostur.
Upplýsingar í síma 897-9743 eða í tölvupósti normx@normx.is
NormX er 40 ára gamalt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur heita potta.
Við erum með verslun og sýningarsal að Auðbrekku 6 í Kópavogi og þar er hægt að skoða heitu pottana okkar.
Ásamt því að selja heita potta leggjum við áherslu á að vera með allar vörur sem þeim tengjast svo sem nuddbúnað,
hitastýringar, lok og ýmsa fylgihluti. Við leggjum mikið uppúr persónulegri og góðri þjónustu.
NORMX · Auðbrekka 6, 200 Kópavogur · 565 8899 · normx@normx.is · Facebook