Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 4
isband.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 BÍLASÝNING Í DAG Á MILLI KL. 12-16 AFMÆLISTILBOÐ Á ALVÖRU JEPPUM MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI TÖLUR VIKUNNAR 19.01.2020 TIL 25.01.2020 398 milljónir króna er áætlaður kostnaður forsetakosninganna í sumar samkvæmt fjárlögum. 44 prósenta lækkun hefur orðið á losun koltvísýrings frá flug­ samgöngum hér á landi eftir fall WOW air og Primera Air. 150 milljarða króna aukning var á eignum Lífeyrissjóðs verzl­ unarmanna á síðasta ári. 8 voru handteknir á vinnu­ stað við Héðinshúsið í Vesturbænum í Reykjavík. 4 hreindýr hafa drepist eftir ákeyrslur á Austurlandi á síðustu vikum. Þrjú í fréttum Höfuðkúpa, kröfubréf og múmíur Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi þingmaður sagði í samtali við Frétta- blaðið að það hefði verið mikill léttir að loksins hefði tekist að bera kennsl á höfuðkúpu föður hennar, Jóns Ólafssonar. Jón hvarf á aðfangadag árið 1987 og var talinn hafa fallið í Sogið, en höfuðkúpan fannst árið 1994. Ekki var hægt að bera kennsl á hana fyrr en nú. Ásmundur Helgason annar eigandi Gráa kattarins staðfesti við Fréttablaðið að eigendur Gráa kattar- ins hefðu sent Reykjavíkur- borg kröfubréf þar sem krafist er 18,5 milljóna í skaðabætur vegna tafa á framkvæmdum á Hverfis- götu, skorts á upplýsingum og skerts aðgengis að staðnum. Nesjamún egypsk múmía hefur verið látinn í um 3.000 ár en hefur nú fengið rödd sína á ný. Vísindamenn í Bretlandi hafa endursmíðað stóran hluta af munnholi hans með notkun skanna, þrívíddar- prentara og raf barka til þess að framkalla endurgerð af rödd hans. Nesjamún hljómar ansi hress miðað við aðstæður. September 2018 n Mannvit tekur rakasýni. Nóvember 2018 n Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur Fossvogsskóla háa eink­ unn. Desember 2018 n Ráðist í alþrif á húsnæðinu. Janúar 2019 n Farið í úttekt á húsnæðinu eftir að nemendur fundu til veru­ legra óþæginda. Mars 2019 n Fossvogsskóli rýmdur að hluta vegna myglu og ráðist í um­ fangsmiklar framkvæmdir. Ágúst 2019 n Skólahald hefst á ný í Fossvogs­ skóla. Janúar 2019 n Leki kemur upp í þaki skólans. REYKJAVÍK „Það er ljóst að ekki var gert við allar skemmdirnar í Foss- vogsskóla. Nú eru nýjar skemmdir að myndast og börn eru farin að veikjast,“ segir Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Leki hefur komið upp í vesturbyggingu Fossvogsskóla þrátt fyrir endur- bætur sem kosta áttu hátt í hálfan milljarð króna. Myndir sem Frétta- blaðið hefur undir höndum sýna rakaskemmdir í öðrum byggingum skólans sem ekki var gert við. Húsnæði Fossvogsskóla var lokað að hluta í mars í fyrra eftir að upp komst um myglu. Var hluti barnanna hýstur í húsnæði KSÍ í Laugardal. Einungis komst upp um mygluna í úttekt sem ráðist var í eftir að foreldrar kvörtuðu vegna veikinda barna. Skömmu áður höfðu verið gerðar mælingar. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að reynt hafi verið að koma í veg fyrir lekann í vestur- byggingunni síðan í desember en viðgerðir ekki tekist að fullu. Slæmt tíðarfar undanfarinna vikna hefur gert viðgerðarmönnum erfitt fyrir. Verður farið yfir það með fagað- ilum hverju hafi verið ábótavant við verkið. Magnea segir vesturbygginguna einungis vera nýjasta dæmið, ekki hafi verið gert við allar skemmdir í miðbyggingunni. „Það var ekki gert við alla gömlu lekana, þvert á það sem okkur foreldrum var lofað,“ segir Magnea. „Staðan var svo alvar- leg og við treystum því að það yrði allt lagað. Síðan eru börn aftur að veikjast og þessar skemmdir enn til staðar.“ Valgerður Sigurðardóttir, borgar- Foreldri segir börn aftur farin að veikjast í Fossvogsskóla Myndir innan úr Fossvogsskóla sýna myglu á stöðum sem átti að vera búið að lagfæra. Vesturbygging skólans lekur þrátt fyrir framkvæmdir upp á hundruð milljóna króna. Foreldri barns í Fossvogsskóla segir börn aftur byrjuð að veikjast. Borgarfulltrúi kallar eftir úttekt á öllu skólahúsnæði í Reykjavík. fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur fylgst grannt með gangi mála í Fossvogsskóla frá því það kom fyrst upp. „Það er mjög alvarlegt að skólinn leki þrátt fyrir að búið sé að eyða nærri hálfum milljarði í viðgerðir. Húsnæðið liggur greini- lega enn undir skemmdum og ég set stórt spurningarmerki við verkferla Reykjavíkurborgar,“ segir Valgerður. Ítrekar Valgerður kröfu sína um að farið verði í úttekt á öllu skóla- húsnæði í borginni í ljósi þess að viðhald safnaðist upp á árunum eftir hrun. „Ég ætla að reka á eftir því. Forsagan í Fossvogsskóla veldur því að foreldrar eru ekki að gleypa við mælingum um að ekki sé að finnast mygla, það þarf að ráðast í úttekt.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrra að ekki sé nóg að drepa myglu. Það þurfi að hreinsa hana alveg í burtu til að koma í veg fyrir að agnir úr henni berist í fólk, þá séu börn viðkvæmust fyrir slíkri mengun. Magnea segir foreldra ekki fá nein svör frá Reykjavíkurborg. „Ég er alltaf að heyra af f leiri og f leiri börnum sem eru að veikjast. Þau eru í lögbundnu námi og við erum ekki að sjá að hagsmuna þeirra sé gætt. Reykjavíkurborg svarar ekki tölvu- póstum frá okkur og virðist borgin ætla að þegja þetta af sér.“ arib@frettabladid.is Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri börnum sem eru að veikjast. Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla Myndirnar voru teknar í vikunni í geymslu við hlið mötuneytis barnanna í miðbyggingu skólans. Í fyrra fóru fram umfangsmiklar framkvæmdir þar. 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.