Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 4
isband.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
BÍLASÝNING Í DAG Á MILLI KL. 12-16
AFMÆLISTILBOÐ
Á ALVÖRU JEPPUM MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
TÖLUR VIKUNNAR 19.01.2020 TIL 25.01.2020
398
milljónir króna er áætlaður
kostnaður forsetakosninganna
í sumar samkvæmt fjárlögum.
44
prósenta lækkun hefur orðið á
losun koltvísýrings frá flug
samgöngum hér á landi eftir
fall WOW air og Primera Air.
150
milljarða króna aukning var
á eignum Lífeyrissjóðs verzl
unarmanna á síðasta ári.
8
voru handteknir á vinnu
stað við Héðinshúsið í
Vesturbænum í Reykjavík.
4
hreindýr hafa drepist eftir
ákeyrslur á Austurlandi á
síðustu vikum.
Þrjú í fréttum
Höfuðkúpa,
kröfubréf og
múmíur
Birgitta Jónsdóttir
fyrrverandi
þingmaður
sagði í samtali
við Frétta-
blaðið að það
hefði verið
mikill léttir
að loksins
hefði tekist
að bera kennsl á
höfuðkúpu föður hennar, Jóns
Ólafssonar. Jón hvarf á aðfangadag
árið 1987 og var talinn hafa fallið í
Sogið, en höfuðkúpan fannst árið
1994. Ekki var hægt að bera kennsl
á hana fyrr en nú.
Ásmundur Helgason
annar eigandi
Gráa kattarins
staðfesti við
Fréttablaðið
að eigendur
Gráa kattar-
ins hefðu sent
Reykjavíkur-
borg kröfubréf
þar sem krafist er
18,5 milljóna í skaðabætur vegna
tafa á framkvæmdum á Hverfis-
götu, skorts á upplýsingum og
skerts aðgengis að staðnum.
Nesjamún
egypsk múmía
hefur verið
látinn í
um 3.000 ár
en hefur nú
fengið rödd
sína á ný.
Vísindamenn
í Bretlandi
hafa endursmíðað
stóran hluta af munnholi hans
með notkun skanna, þrívíddar-
prentara og raf barka til þess að
framkalla endurgerð af rödd hans.
Nesjamún hljómar ansi hress
miðað við aðstæður.
September 2018
n Mannvit tekur rakasýni.
Nóvember 2018
n Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
gefur Fossvogsskóla háa eink
unn.
Desember 2018
n Ráðist í alþrif á húsnæðinu.
Janúar 2019
n Farið í úttekt á húsnæðinu eftir
að nemendur fundu til veru
legra óþæginda.
Mars 2019
n Fossvogsskóli rýmdur að hluta
vegna myglu og ráðist í um
fangsmiklar framkvæmdir.
Ágúst 2019
n Skólahald hefst á ný í Fossvogs
skóla.
Janúar 2019
n Leki kemur upp í þaki skólans.
REYKJAVÍK „Það er ljóst að ekki var
gert við allar skemmdirnar í Foss-
vogsskóla. Nú eru nýjar skemmdir
að myndast og börn eru farin að
veikjast,“ segir Magnea Árnadóttir,
foreldri barns í Fossvogsskóla. Leki
hefur komið upp í vesturbyggingu
Fossvogsskóla þrátt fyrir endur-
bætur sem kosta áttu hátt í hálfan
milljarð króna. Myndir sem Frétta-
blaðið hefur undir höndum sýna
rakaskemmdir í öðrum byggingum
skólans sem ekki var gert við.
Húsnæði Fossvogsskóla var
lokað að hluta í mars í fyrra eftir
að upp komst um myglu. Var hluti
barnanna hýstur í húsnæði KSÍ í
Laugardal. Einungis komst upp um
mygluna í úttekt sem ráðist var í
eftir að foreldrar kvörtuðu vegna
veikinda barna. Skömmu áður
höfðu verið gerðar mælingar.
Fram kemur í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg að reynt hafi verið
að koma í veg fyrir lekann í vestur-
byggingunni síðan í desember en
viðgerðir ekki tekist að fullu. Slæmt
tíðarfar undanfarinna vikna hefur
gert viðgerðarmönnum erfitt fyrir.
Verður farið yfir það með fagað-
ilum hverju hafi verið ábótavant
við verkið.
Magnea segir vesturbygginguna
einungis vera nýjasta dæmið, ekki
hafi verið gert við allar skemmdir
í miðbyggingunni. „Það var ekki
gert við alla gömlu lekana, þvert á
það sem okkur foreldrum var lofað,“
segir Magnea. „Staðan var svo alvar-
leg og við treystum því að það yrði
allt lagað. Síðan eru börn aftur að
veikjast og þessar skemmdir enn til
staðar.“
Valgerður Sigurðardóttir, borgar-
Foreldri segir börn aftur farin
að veikjast í Fossvogsskóla
Myndir innan úr Fossvogsskóla sýna myglu á stöðum sem átti að vera búið að lagfæra. Vesturbygging
skólans lekur þrátt fyrir framkvæmdir upp á hundruð milljóna króna. Foreldri barns í Fossvogsskóla
segir börn aftur byrjuð að veikjast. Borgarfulltrúi kallar eftir úttekt á öllu skólahúsnæði í Reykjavík.
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur
fylgst grannt með gangi mála í
Fossvogsskóla frá því það kom
fyrst upp. „Það er mjög alvarlegt
að skólinn leki þrátt fyrir að búið
sé að eyða nærri hálfum milljarði í
viðgerðir. Húsnæðið liggur greini-
lega enn undir skemmdum og ég set
stórt spurningarmerki við verkferla
Reykjavíkurborgar,“ segir Valgerður.
Ítrekar Valgerður kröfu sína um
að farið verði í úttekt á öllu skóla-
húsnæði í borginni í ljósi þess að
viðhald safnaðist upp á árunum
eftir hrun. „Ég ætla að reka á eftir
því. Forsagan í Fossvogsskóla veldur
því að foreldrar eru ekki að gleypa
við mælingum um að ekki sé að
finnast mygla, það þarf að ráðast í
úttekt.“
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
sveppafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands, sagði í samtali við
Fréttablaðið í fyrra að ekki sé nóg að
drepa myglu. Það þurfi að hreinsa
hana alveg í burtu til að koma í veg
fyrir að agnir úr henni berist í fólk,
þá séu börn viðkvæmust fyrir slíkri
mengun.
Magnea segir foreldra ekki fá
nein svör frá Reykjavíkurborg. „Ég
er alltaf að heyra af f leiri og f leiri
börnum sem eru að veikjast. Þau eru
í lögbundnu námi og við erum ekki
að sjá að hagsmuna þeirra sé gætt.
Reykjavíkurborg svarar ekki tölvu-
póstum frá okkur og virðist borgin
ætla að þegja þetta af sér.“
arib@frettabladid.is
Ég er alltaf að heyra
af fleiri og fleiri
börnum sem eru að veikjast.
Magnea Árnadóttir, foreldri
barns í Fossvogsskóla
Myndirnar voru teknar í vikunni í geymslu við hlið mötuneytis barnanna í
miðbyggingu skólans. Í fyrra fóru fram umfangsmiklar framkvæmdir þar.
2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð