Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 10

Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201910 Maður var í Héraðsdómi Vestur- lands dæmdur til tíu mánaða fang- elsisvistar, sem er skilorðsbundin til þriggja ára, fyrir brot gegn bók- haldslögum, skattalögum og pen- ingaþvætti. Auk þess var honum gert að greiða 36,1 milljón króna í sekt innan fjögurra vikna frá upp- kvaðningu dómsins, ellegar sæta tólf mánaða fangelsisvist. Dóm- ur var upp kveðinn í Héraðsdómi Vesturlands föstudaginn 1. nóvem- ber síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa sem framkvæmdastjóri fyrir- tækis rangfært bókhald hlutafélags- ins með útgáfu rangra kreditreikn- inga, í þeim tilgangi að taka fjár- muni úr félagi sínu í eigin þágu. Sömuleiðis að hafa brotið gegn skattalögum, með því að hafa sleppt því að telja fram rúmlega 34 millj- ónir í skattskyldar tekjur vegna tekjuáranna 2012, 2013 og 2014. Þá hafi hann ekki gefið upp rúm- lega 10,5 milljóna króna tekjur frá öðru einkahlutafélagi og heldur ekki notkun á erlendu kreditkorti sem þriðji aðili greiddi fyrir. Með því hafi ákærði komist hjá því að greiða rúmlega 20,6 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þá var honum sömuleiðis gefið að sök að hafa stundað peninga- þvætti með því að hafa nýtt ávinn- ing af brotum sínum, samtals rún- mlega 20,6 milljónir króna, í eigin þágu. Játaði brot sín Í dómnum kemur fram að maður- inn hafi skýlaust játað brot sýn fyr- ir dómi og að játning hans sé studd sakargögnum. Maðurinn hefur ekki komist í kast við lögin áður og mat dómstóllinn játningu hans honum til málsbóta. Því þótti dómstóln- um hæfileg refsing hans ákveðin tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundin til þriggja ára. Ákærði hafði þegar greitt van- greiddan tekjuskatt og skattaá- lag þegar dómurinn var kveðinn upp ákvað dómstóllinn að fésekt ákærða skyldi nema tvöfaldri van- goldinni upphæð vanskilanna, sem er lágmarksrefsing skv. lögum um tekjuskatt. Sú fjárhæð sem und- an var dregin var tæpar 44,6 millj- ónir og vantaldar skattgreiðslur vegna þeirra rúmar 20,6 milljónir. Var manninum því gert að greiða að lágmarki rúmar 41,2 krónur að frádregnum skattgreiðslum vegna álags vantalsin tekjuskatts, sam- tals tæpar 5,2 milljónir. Samtals var hann því dæmdur til að greiða 36,1 milljón króna í sekt innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, ellegar sæta tólf mánaða fangelsi. Skipaður verjandi afsalaði sér þóknun fyrir verjendastörf sín og engan sakarkostnað leiddi af rann- sókn og rekstri málsins. kgk Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra og Kristján Sturlu- son sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu á föstudaginn undir vilja- yfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveit- arfélaginu en mikill skortur hef- ur verið á íbúðarhúsnæði í Dala- byggð um lengri tíma. Jafnframt var tekin fyrsta skóflustungan að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum. Þrjár þeirra tengjast lands- byggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir. Skrifað var undir viljayfirlýs- inguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni sem haldinn var í Dalakoti í Búð- ardal. Við sama tækifæri kynnti Ás- mundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undan- förnu til þess að bregðast við erf- iðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Fór hann sérstaklega yfir aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverk- efni Íbúðalánasjóðs en Dalabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem valið var til þátttöku í verkefninu. „Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mik- ið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóð- urinn ákveðið að leggja sveitarfé- laginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leigu- húsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og mark- aðsverðs íbúðarhúsnæðis. Styrkur- inn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins. Samhliða því hefur ráðherra lagt fram frum- varp um breytingu á almennum íbúðum sem tryggir að hægt verð- ur að veita slíkt viðbótarframlag á fleiri landsvæðum þar sem misvægi byggingarkostnaðar og markaðs- verðs íbúða er til staðar. mm Mannbjörg varð þegar Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði um hádegisbilið þriðju- daginn 5. nóvember síðastliðinn. Þrír voru um borð. Báturinn datt út úr tilkynningaskyldu stjórn- svöðvar Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og skömmu síðar barst frá honum neyðarskeyti. Þá sást einnig neyðarblys á lofti. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þegar í stað, sem og sjóbjörgunar- sveitir í nágrannabyggðum. Skip og bátar í grenndinni voru sömu- leiðis beðnir um að halda á vett- vang. Klukkan 12:08 hafði mönn- unum þremur, sem voru komnir í björgunarbát, verið bjargað um borð í Leyni SH en Blíða var þá sokkin. „Samvinna björgunaraðila og skipa á svæðinu var til algjörrar fyrirmyndar en búið var að bjarga mönnunum um borð í fiskiskipið rúmum hálftíma eftir að neyðar- kallið barst,“ sagði um atvikið á vef Landhelgisgæslunnar. Blíða SH var gerð út af Royal Iceland og var á beitukóngsveiðum á Breiðafirði. Skipið var 61 tonn smíðað 1971 og stækkað 1988. Ekki vitað hvers vegna skipið sökk Ekki er vitað hvers vegna skip- ið sökk. Lögregla og fulltrúar siglingasviðs rannsóknarnefnd- ar samgönguslysa tóku skýrslur af skipverjum daginn eftir óhapp- ið. Morgunblaðið hafði eftir Jóni Arilíusi Ingólfssyni, rannsókn- arstjóra siglingasviðs, að böndin berist ekki að neinu sérstöku at- riði. Sagði hann að samhliða væri unnið að gagnasöfnun um skipið, ferðir þess, stöðugleika og annað sem skipti máli. Taldi hann víst að kafað verði niður að skipinu til að kanna hvort þá komi eitthvað í ljós. Í kjölfar rannsóknar mun nefndin skila skýrslu um atvikið. Á miðvikudagskvöld sagði ólaf- ur Jónsson, annar tveggja skip- stjóra Blíðu sem var í fríi í landi þegar báturinn sökk, að Blíða hafi verið í góðu standi. Skipið hafi far- ið í slipp í vor þar sem það hafi ver- ið yfirfarið og tekið í gegn. Blíða steytti á skeri 18. júní síðastliðinn en ólafur kvaðst ekki hafa orðið var við að neinar skemmdir hefðu hlotist af því óhappi. Blíða var á beitukóngsveiðum norður af Langeyjum á Breiða- firði. Veður var ágætt á svæðinu, en skipið sökk svo hratt að skipverj- arnir þrír náðu ekki að klæða sig í björgunargalla. Þeim var bjarg- að um borð í Leyni SH af björg- unarbáti, sem var á hvolfi í sjón- um. Voru þremenningarnir orðn- ir kaldir og þrekaðir þegar áhöfn- in á Leyni bjargaði þeim um borð. Þaðan var siglt með þá rakleiðis til hafnar og þeim komið undir lækn- ishendur í Stykkishólmi. kgk Ásmundur Einar tekur fyrstu skóflustunguna að byggingu nýrra leiguíbúða í Búðardal og sveitarstjórn fylgist með. Ljósm. Steina Matt. Hefja byggingu leiguhúsnæðis í Búðardal Dæmdur fyrir skattsvik og peningaþvætti Tíu mánaða skilorðsbundin fangelsisvist og 36 milljóna króna sekt Mannbjörg á Breiðafirði Blíða SH í Stykkishólmshöfn. Blíða SH þegar hún steytti á skeri í október 2015. Báturinn sökk á Breiðafirði á þriðjudaginn í síðustu viku. Ljósm. úr safni/ sá.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.