Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 13.11.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201914 nýjasta hótelið á Vesturlandi er á Varmalandi í Stafholtstungum í Borgarfirði, í húsi sem upphaf- lega var byggt undir starfsemi Hús- mæðraskólans á Varmalandi sama ár og síðari heimsstyrjöldinni lauk. Á síðustu fimm árum hefur hús- ið verið stækkað og endurbætt fyr- ir hundruði milljóna króna. Skóla- hald í húsmæðraskólanum lagð- ist af seint á níunda áratugnum og eftir það var húsið í ýmissi tilfall- andi notkun. Meðal annars var rek- ið þar sumarhótel og skólasel frá grunnskólanum á staðnum þegar nemendur voru þar flestir á upp- gangsárum Háskólans á Bifröst. Árið 2015 seldi Borgarbyggð hús fyrrum húsmæðraskólans fyrirtæk- inu Iceland Incoming ehf. sem hóf í kjölfarið umfangsmiklar endur- bætur og stækkun á húsinu. Grafið var út úr kjallarahæð, miklar breyt- ingar gerðar á húsaskipan innan- húss og viðbygging byggð við enda hússins og hæð að hluta þar sem veislusal vantaði til að þjóna nýjum þörfum hótels. Þetta metnaðarfulla verkefni fór á endanum í þrot þeg- ar breytingar voru vel á veg komn- ar. Keyptu núverandi eigendur, við- skiptafélagarnir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson hjá Gray- line Iceland, húsin haustið 2018. Fengu þeir landslagsarkitekt til að hanna lóð umhverfis húsið. Lóðin var tekin niður, rúmgóð bílastæði gerð og aðkoman að húsinu þann- ig bætt. Á þeirra vegum er nú búið að ljúka framkvæmdum og búið að opna glæsilegt 60 herbergja heils- árshótel. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í síðustu viku í heimsókn á hótelið og ræddi við Helenu Vignisdótt- ur hótelstjóra. Hún er bjartsýn á hótel- og veitingarekstur á þessum stað. Hótelið sé vel í sveit sett, þar er kyrrlátt og fallegt, en þó stutt í allar áttir. Útsýni af nýjum veit- ingasal á þriðju hæð er stórbrotið þaðan sem fjallahringur héraðsins nýtur sín vel. Miðsvæðis í héraðinu Aðspurð segist Helena í upphafi samtals okkar að hún hafi ekki haft neina tengingu við Borgarfjörð áður en hún tók þetta starf að sér. Á Varmalandi hafi henni þó strax far- ið að líða vel. Sjálf er hún menntuð í ferðamálafræðum í Danmörku og starfsreynsla hennar fram að þessu hefur einkum verið hjá ferðaskrif- stofum og við hótelrekstur. „Það sem mér fannst strax heillandi við Varmaland var hversu staðurinn og húsin taka vel á móti fólki þeg- ar ekið er hingað heim. Varmaland er í rauninni skjólsæl og falin perla milli fallegra klettabelta. Frá hús- unum er fallegt útsýni þar sem þau standa fremur hátt í landinu. Þá er Varmaland í raun mjög miðsvæð- is, á krossgötum til allra átta. Héð- an er stutt í ýmsa afþreyingu í upp- sveitum Borgarfjarðar, en það er einnig stutt í Borgarnes og á höfuð- borgarsvæðið. Sem dæmi er ég ein- ungis klukkutíma og korter heim- an frá mér í Hafnarfirði og hing- að í vinnuna. Ég er ekki í vafa um að orðspor okkar í framtíðinni mun skapast af kyrrðinni sem hér ríkir, náttúrufegurðinni, sundlauginni og annarri aðstöðu. Útsýnið frá nýja veitingastaðnum á þriðju hæð er engu líkt. Saman við góða matar- upplifun ætlum við að gera gestum heimsókn hingað ógleymanlega,“ segir Helena. Staðurinn greyptur í huga margra Hótel Varmaland er búið öllum helstu nútímaþægindum og getur að sögn Helenu tekið allt að 138 í gistingu. Hótelið var formlega opn- að gestum 19. júlí í sumar. Reynd- ar höfðu þá mánuði áður 60 ára Varmalandsmeyjar fengið að halda nemendamót sitt á staðnum þar sem rifjuð voru upp gömul kynni úr námi og leik. „Það er svo gaman að því hversu margir eiga ljúfar minn- ingar héðan frá Varmalandi. Bæði „stelpurnar“ sem hér stunduðu nám en ekki síður ungu mennirnir sem gerðu hosur sínar grænar fyrir þeim á sínum tíma. Ég hef fundið vel hversu sterkar rætur þessi skóli hefur í hugum margra og minn- ingar héðan eru greinilega margar. Fólk hefur einnig lýst ánægju sinni með að húsin séu komin í notkun að nýju,“ segir Helena. Styrkleiki að geta tekið stóra hópa Aðspurð segir hún að vel hafi gengið að manna störf á hótelinu. „Við erum með um tuttugu starfs- menn, mest Íslendinga. Við hlið mér starfar Dóra Takefusa sem að- stoðar hótelstjóri og til okkar hef- ur gott fólk ráðist til starfa. Það kom mér á óvart hversu vel gekk að ráða í störfin. Um tíu manns eru í fullu starfi og tíu eru hlutastarfs- menn, meðal annars nokkrir nem- endur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri sem taka vaktir sam- hliða því að stunda nám.“ Helena segir að það líti vel út með bókan- ir. nú í haust hófst af krafti mark- aðssetning sem felst meðal annars í að láta erlendar og íslenskar ferða- skrifstofur og íslensk fyrirtæki vita af þessum nýja möguleika í gist- ingu og mat í Borgarfirði. Full- bókað er margar helgar og seg- ir Helena ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir hópar eru að boða komu sína. „Það er styrkleiki okkar að geta tekið stóra hópa t.d. í ráð- stefnur, árshátíðir, afmæli og alls- kyns viðburði. Við njótum einnig góðs af því að hér er bæði sundlaug og Þinghamar er stórt félagsheim- ili í göngufæri frá okkur. Við erum í afar góðu sambandi við Guðmund Finnsson húsvörð sem er einkar lipur og frábær maður í samskipt- um. Sundlaugin hefur verið opn- uð þegar við höfum óskað eftir því og félagsheimilið er hægt að leigja bæði fyrir fjölmennustu veislurn- ar, ráðstefnur og slíkt. Sundlaugin á Varmalandi gegnir auk þess lyk- ilhlutverki í að bæta upplifun gesta sem hér dvelja,“ segir hún. Calor merkir varmi Á efstu hæð hótelsins er glæsileg- ur veitingastaður með sæti fyrir 140 gesti og útsýni til allra átta. Auk þess er sérsalur sem hægt er að loka af fyrir smærri hópa. Veitingastað- urinn hefur fengið nafnið Calor Restaurant. Boðið er upp á morg- unverðarhlaðborð sem er innifal- ið í gistingunni, árstíðatengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseð- il. Kokkarnir á Calor vinna í miðju rýmisins, í opnu eldhúsi, og geta gestir fylgst með þeim að störfum á milli þess sem notið er útsýnis í gegnum glerveggi sem þekja þrjár hliðar veitingasalarins. Helena seg- ir að nafnið á veitingastaðnum sé latneskt og merki hita eða varma og tónar því vel við gufuna sem leggur frá hvernum á Laugalandi, skammt fyrir neðan hótelið. „Útlendingar tengja vel við þetta nafn, en mörg- um Íslendingum finnst það fram- andi í fyrstu. Við höfum hér tvo kokka, Íslending og Pólverja, sem laða fram það besta í matargerð. Við höfum veitingastaðinn opinn á kvöldin frá klukkan 18:30-21:30 og hingað getur fólk komið til að njóta. Sveitungar eru farnir að koma og prófa matinn hjá okkur og nú erum við farin að kynna jóla- hlaðborð sem verða alla föstudaga og laugardaga frá 15. nóvember til 14. desember. Það lítur mjög vel út með bókun í þau en ég hvet fólk til að leita upplýsinga og skipuleggja ferð til okkar,“ segir Helena. Helena hótelstjóri segist mjög bjartsýn á framhaldið á Hótel Varmalandi nú fjórum mánuðum eftir að það var opnað formlega. „Ég finn vel að þetta hótel býður upp á ótrúlega skemmtilega mögu- leika jafnt fyrir Íslendinga sem er- lenda ferðamenn - og hvet fólk til að hafa samband ef það langar að prófa nýja upplifun í mat eða gist- ingu.“ mm Hótel Varmaland er nýtt 60 herbergja hótel í hjarta Borgarfjarðar Hótelstjórinn segir reynslu fyrstu mánaðanna lofa mjög góðu Hótelherbergi. Drónamynd tekin í sumar af Hótel Varmalandi. Íbúðarhúsin sem tilheyra garðyrkjustöðinni Laugalandi til vinstri en fjær er Þinghamar, sundlaugin og Grunnskóli Borgarfjarðar á Varmalandi. Helena Vignisdóttir í anddyri Hótel Varmalands. Horft til norðurs yfir nýbygginguna og veitingastaðinn Calor. Svipmynd úr veitingasalnum og úr gluggunum sést alla leið suður á Hafnarfjall og Skarðsheiðina.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.