Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 16

Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201916 ný afþreyingar- og þjónustumiðstöð hefur verið tekin í notkun á Húsa- felli. Húsið var byggt af PJ bygg- ingum á Hvanneyri og flutt í heilu lagi að Húsafelli í byrjun október. Húsið, sem er staðsett við hliðina á Húsafell Bistró, er að mestu tilbúið en lokið var við frágang utanhúss í gær. Í húsinu verður Into the Gla- cier og Húsafell Giljaböð með mót- töku viðskiptavina og upphafsstað ferða í Giljaböðin og á Langjök- ul. Þar gefst viðstkiptavinum kost- ur á að undirbúa sig fyrir ferðirn- ar og nýta salernisaðstöðu. Einnig verður aðstaða fyrir starfsmenn og leiðsögumenn í húsinu. Loks verð- ur þar afgreiðsla fyrir tjaldstæðið á Húsafelli og ýmsa aðra afþreyingu, eins og ferðir í Víðgelmi og göngu- ferðir um svæðið. arg/ Ljósm. Elmar Snorrason. Hjónin Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir hafa opnað barinn Skipperinn að Þver- vegi 2 í Stykkishólmi. Barinn var opnaður á laugardaginn, 9. nóvem- ber síðastliðinn. Hreiðar segir að um algera skyndiákvörðun hafi ver- ið að ræða hjá þeim hjónum. „Það var annað hvort að ég færi aftur á sjóinn eða myndi búa mér til heils- ársvinnu,“ segir Hreiðar í samtali við Skessuhorn, en þau reka einnig ferðaþjónustufyrirtækið Ocean Ad- ventures og starfa bæði þar á sumr- in. „Við heyrðum af því að strák- arnir í Skúrnum, sem var áður í þessu húsi, væru að færa sig um set. Við vorum bara uppi í sófa heima og hentum því fram í gríni hvort við ættum ekki að heyra í eiganda hússins og athuga hvort við gætum fengið það leigt til að reka bar. Ég held að það hafi liðið tveir tímar frá því við vorum að grínast með þetta þangað til við vorum komin með húsið á leigu, án þessa að vita neitt almennilega hvað við værum að fara að gera,“ segir Hreiðar léttur í bragði. „Það eru fimm vikur síð- an og við erum búin að opna,“ bæt- ir hann við. Hreiðar segir að opið verði á Skipp ernum alla virka daga frá 18:00 til 1:00 en um helgar frá því fyrir hádegi til 3:00 um nótt- ina. Eldhúsið verði opið til 10:00 á kvöldin, bæði virka daga og um helgar. Á matseðlinum verða fisk- ur og franskar, kjúklingasalat og svínarif og boltinn í beinni á skján- um þegar svo ber undir. „Síðan þegar við verðum komin aflmenni- lega af stað ætlum við að bæta við nautalokum og humarlokum,“ seg- ir Hreiðar. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Við auglýstum ekk- ert að við værum að fara að opna, vildum ekki fá einhverja bombu því við vissum ekki hvað væri að fara að gerast. En samt var nánast fullt hús til kl. 3:00 um nóttina,“ segir hann. „Þetta er það sem vantaði í Hólminn. Við höfum tekið eftir því eins og aðrir í ferðaþjónustunni og bæjarbúar að það hefur vantað bar sem er opinn lengur en níu á kvöld- in sem er hægt að vísa fólki á,“ segir hann og bætir því við að reksturinn leggist vel í þau. „Bæjarbúar taka líka rosalega vel í þetta framtak og þeir sem hafa litið við eru mjög já- kvæðir og ánægðir með að einhver hafi látið verða af því að opna bar. nú geta allir sem eru að leita sér að rólegum stað til að setjast nið- ur á kvöldin og fá sér bjór eða vín- glas komið til okkar,“ segir Hreiðar Már að endingu. kgk Samtök iðnaðarins, Félag vinnu- vélaeigenda, Tækniskólinn og mennta- og menningarmálaráðu- neytið hafa tekið höndum saman um að koma á laggirnar nýju námi í jarðvinnu í fyrsta sinn hér á landi. Samkomulag þess efnis var undir- ritað í byrjun vikunnar. Markmið- ið með samkomulaginu er að koma á formlegu jarðvinnunámi á fram- haldsskólastigi sem undirbýr nem- endur undir margvísleg störf við jarðvinnu og getur jafnframt verið grunnur frekara náms. Framfara- sjóður Samtaka iðnaðarins hefur styrkt verkefnið um fimm milljón- ir króna. Jarðvinnuverktakar fá eins og stendur ekki nægilegt hæft fólk til starfa og skortur á nýliðun í faginu er mikið áhyggjuefni. Tilgangur námsins er því að breyta því, stuðla að nýliðun og auka færni og þekk- ingu þeirra sem vinna eða munu vinna við jarðvinnu, meðal annars með tilliti til öryggis, gæða, skil- virkni og tækninýjunga. Um leið verður faginu gert hærra und- ir höfði til samræmis við það sem þekkist erlendis. mm Frá undirritun samkomulags vegna náms í jarðvinnu, talið frá vinstri: Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Óskar Sigvaldason formaður Félags vinnuvélaeigenda og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI. Samið um nýtt nám í jarðvinnu Frágangur fyrir utan húsið kláraðist í gær. Afþreyingar- og þjón- ustumiðstöð tekin í notkun á Húsafelli Ný afþreyingar- og þjónustumiðstöð hefur verið tekin í notkun á Húsafelli. Hulda Hildibrandsdóttir og Hreiðar Már Jóhannesson. Ljósm. sá. Opnuðu barinn Skipperinn í Stykkishólmi „Þetta er það sem vantaði í Hólminn“

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.