Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 24
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201924 Karen Jónsdóttir er eigandi að Kaju á Akranesi. Um er að ræða heild- sölu, verslun og kaffihús í hjarta bæj- arins. Allar hennar vörur eru lífræn- ar og er kaffihúsið eina lífrænt vott- aða kaffihús landsins. Þá er verslun- in hennar með yfir áttatíu umbúða- lausar vörutegundir, sem gerir hana að stærstu umbúðalausu versluninni á landinu. „Grunngildi mín í rekstri eru umhverfisvitund bæði í umbúð- um, í framleiðslunni sem og í nýt- ingu hráefna. Lífrænt er þegar öllu er á botninn hvolft bara umhverf- isvænsta leið landbúnaðarfram- leiðslu,“ segir Karen. Áhugi Karenar á lífrænum vörum kviknaði upphaflega vegna veikinda hennar sjálfrar. Þegar hún fór að skoða hlutverk næringar og virkni fæðu á líkamann. Í framhaldi af því stofnaði hún sína eigin heild- sölu 2013 og fór að flytja inn líf- rænar vörur. Byrjaði á því að flytja inn stórpakkningar með þurrvörum, lífrænum olíum og fleiri lífrænum vörum sem henni fannst vera skort- ur á. „Verslunina opnaði ég í beinu framhaldi heildsölunar og þar er ég að selja vörurnar sem ég flyt inn í bland við aðrar gæða lífrænar vörur sem og úrval af minni eigin fram- leiðslu. Kaffihúsið er síðan nýjasta viðbótin. Ég opnaði það til að geta boðið upp á mína framleiðslu þar sem og að sporna við matarsóun. Á kaffihúsinu fæ ég tækifæri til að nýta það hráefni sem er að detta á tíma í versluninni og í heildsölunni. Allt vinnur þetta svona fallega með hvort öðru,“ segir Karen. En Karen er ekki bara dugleg við að stofna og reka fyrirtæki, hún er einnig mikill frumkvöðull þegar kemur að nýsköpun. Fjölmargar nýj- ungar hafa komið á markað frá Kaju á undanförnum árum með dyggri aðstoð frá Uppbyggingarsjóði Vest- urlands. Má þar nefna hráar Veg- antertur, glúteinlaust Vegan og Ketó frækex og hún er eini íslenski pasta-framleiðandinn og framleiðir bæði ferskt og þurrkað pasta. Þá eru ótaldir þrjár tegundir af jurta Latte drykkjum sem hún er að framleiða. En þeir eru einmitt kveikjan að því að búa til og framleiða fyrstu ís- lensku jurtamjólkina. Um er að ræða byggmjólk sem unnin er úr lífrænu íslensku byggi frá bændunum sem eiga fyrirtækið Móður Jörð. Karen þurfti ekki einungis að finna réttu blönduna heldur hanna allt fram- leiðsluferlið, því íslenski markaður- inn hentar ekki fyrir þær lausnir sem til eru í heiminum í dag fyrir fram- leiðslu jurtamjólkur. Aðspurð hvaðan þessi drifkraftur komi svarar hún: „Ég er með ný- sköpunarsýki á hái stigi, bara þoli ekki þegar eitthvað sem ætti að vera til er ekki til,“ segir hún og hlær; „og núna þegar grunnmjólkin er tilbúin get ég farið að horfa til þess að fram- leiða eitthvað fleira bragðgott og skemmtilegt úr henni.“ hs Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er að fara af stað með nýtt verkefni sem nefnist „Sælkeraferðir á Snæfells- nesi.“ Hefur það hlotið styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið er nú statt á þeim stað að það hefur farið í gegnum undirbúnings- og kynningarfasa og segir Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsness, að mat- arklasi um verkefnið fari formlega af stað nú í nóvember. Elín Guðna- dóttir hefur verið ráðin í þrjátíu prósent starfshlutfall sem verkefn- isstjóri. Byggir á góðu samstarfi En hver er Elín Guðnadóttir? Hún segist hafa alist upp í Grundarfirði og sé því vel kunn svæðinu. „Ég hef hins vegar í millitíðinni búið á hinum ýmsu stöðum; Akureyri, Yorkshire í Englandi, London og Reykjavík, svo dæmi séu tekin. Ég er landfræðingur í grunninn, en er með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræðum og aðra meistara- gráðu í matvælastefnumótun. Ég hef starfað við skipulagsmál, íbúa- lýðræði, stefnumótun í byggðamál- um og núna matvælastefnumótun,“ segir Elín. Hún kveðst hafa brenn- andi áhuga á mat, byggðaþróun og finnst mjög gaman að vinna með fólki. „Ég trúi því að bestum ár- angri verði náð með góðu samstarfi og þetta matarverkefni mun byggja á því,“ segir hún. Undirstrika gæðakröfur svæðisins Meginmarkmið verkefnisins Sæl- keraferðir á Snæfellsnesi snýst um að hanna matarleiðir sem hægt er að aka eftir og matarstíga sem hægt verður að fylgja eftir gangandi eða hjólandi. nú mun fara í gang svo- kölluð gatgreining, sem væntan- lega mun leiða í ljós að einhverjar vörur eða þjónustu vantar á svæð- ið til að uppfylla þarfir eða vænt- ingar gesta. Verkefnið gæti því leitt af sér ný tækifæri og að ný fyrir- tæki verði til. „Sælkeraferðir verða bæði í dreifbýli og í þéttbýliskjörn- um. Þannig geta gestir og íbúar hér á svæðinu notið matarmenningar Snæfellsness á aðgengilegan hátt. Áhersla verður lögð á gæða upplif- un þar sem fólk fær að kynnast um- hverfi og auðlindum Snæfellsness og hvernig matarmenning og hefð- ir hafa skapast út frá þeim,“ segir Elín. Draga fram sérstöðu svæðisins Aðspurð um sérstöðu snæfellsks matar segir Elín: „Matur er okkar mál og í svæðisskipulagi Snæfells- ness er hreinlega tekið fram að hér verði aldrei mengandi stóriðja sem varpað gæti rýrð á hreinleika svæð- isins. Á Snæfellsnesi eru öflug út- gerðarfyrirtæki og fiskvinnslur, ár og vötn full af ferskvatnsfiski og fjölbreyttur landbúnaður. Stór hluti verkefnisins verður að kynna afurðir af svæðinu. Snæfellsnes hef- ur hlotið alþjóðlega umhverfisvott- un í tíu ár frá Earth Check. Það undirstrikar vel þær gæðakröfur sem íbúar vinna eftir og umgengni við auðlindir. Þá segja Snæfelling- ar sögur og það verður einn hluti af verkefninu að draga fram sérstöðu og sögu matarauðs Snæfellsness og gæða hráefnisins.“ Sælkeraferðir einungis byrjunin Um framtíðarsýnina fyrir Mat- arauð Snæfellsness segir Elín að nú sé ferðaþjónustuaðilum, til dæmis veitingastöðum og matvælafram- leiðendum, boðið að koma til sam- starfs um verkefnið. „Þetta samstarf verður svo grundvöllur að matar- klasa samstarfi á Snæfellsnesi. Framtíðarsýnin er að matarklas- inn verði vettvangur fyrir samstarf um fjölbreytt matartengd verkefni. Undirbúningsfundur er í bígerð síðar í þessum mánuði og verður auglýstur á næstunni,“ segir Elín. „Við sjáum fyrir okkur að Snæfells- nes verði þekktur áfangastaður fyrir sælkera og að hér geti fólk og íbú- ar notið þeirra krása sem eru í boði. Ég vil undirstrika að verkefnið Sæl- keraferðir er bara byrjunin. Við erum með fullt af hugmyndum um verkefni sem snúa að matarmenn- ingu, aukinni verðmætasköpun og hvernig hægt væri að auka nærsam- félagsneyslu á mat af Snæfellsnesi,“ segir Elín. Í lokin er Elín spurð hver uppá- halds matur hennar sjálfrar er: „Hafragrautur með eplum, harð- fiskur með smjöri og fiskibollur að hætti mömmu. Annars borða ég flestallan mat,“ segir hún að end- ingu. mm/rs Sælkeraferðir á Snæfellsnesi Stefna á að Snæfellsnes verði þekktur áfangastaður fyrir sælkera Kort sem sýnir fjölda staða sem njóta má matarflóru Snæfellsness. Stjórn Svæðisgarðsins eftir fund nýverið. F.v. Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness, Helga Hafsteinsdóttir SDS, Júníana Óttardsdóttir Snæfellsbæ, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmsbæ, Hallur Pálsson fyrir búnaðarfélögin á Snæfellsnesi, Þorkell Símonarson fyrir hönd Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Elín Guðnadóttir ný- ráðinn verkefnastjóri matarverkefnis Svæðisgarðsins og Björg Ágústsdóttir fyrir Grundarfjarðarbæ. Forsíða kynningarbæklings með uppskriftum og matarsögum af Snæfellsnesi. Fyrsta íslenska jurtamjólkin á markað Karen Jónsdóttir rekur Café Kaja og er auk þess haldin nýsköpunarsýki Karen Jónsdóttir. Jurtamjólk frá Matarbúri Kaju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.