Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 35

Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 35
 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Matarauður 35 Nýr og glæsilegur veitingastaður í Borgarnesi! Digranesgötu 4, 310 Borgarnesi, sími 430-5600 Hollari valkostur við þjóðveginn! Matarmikil salöt og heimagerður heitur matur Staðgóður brönch um helgar Við bjóðum einnig upp á heimagerðar samlokur, pasta– og núðlurétti, skyrboost, pylsur, kaffi og kruðerí ásamt nesti í bílinn. Einnig erum við með gott úrval af nauðsynjavörum Rjómabúið Erpsstaðir, ásamt Veiðistaðnum, veitingahúsi í Búð- ardal, stóð fyrir osta- og vínkvöldi föstudaginn 8. nóvember síðastlið- inn. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að Rjómabúið Erpsstaðir hafði valið fimm tegundir af ost- um og Dominique Plédel Jónsson, frá Vínskólanum, hafði parað við- eigandi vín með til að smakka með hverri sort af osti. Þá voru einnig Svava frá sælke- rasinnepi Svövu að kynna fram- leiðslu sína og Ragna og Manuel frá Kombuchia Iceland sem kynntu drykkina sína. Einnig var boðið upp á bollur bakaðar úr skyrmysu, Islandus berja- og mysudrykk, graf- ið ærfile frá Hundastapa og nauta- jerky, sem eru þurrkaðar nautakjöts- flögur. Rúsínan í pylsuendanum var svo kynning Péturs Péturssonar á Jöklu, rjómalíkjörnum sem hann er við það að hefja framleiðslu á. „Stemningin á föstudaginn var hrikalega góð. Danjel, veitinga- maður á Veiðstaðnum, átti stóran þátt í að svona vel tókst til, en hann reddaði öllu sem þurfti að redda, þó síðasta stund væri runnin upp,“ segir Þorgrímur Einar á Erpsstöð- um í samtali við Skessuhorn. Hús- fyllir var á þessari hátíð, góð stemn- ing og góðar veitingar. mm/ Ljósm. Jón Trausti Markússon Osta- og vínkvöld í Búðardal

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.