Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Side 41

Skessuhorn - 13.11.2019, Side 41
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 2019 41 Húsafell Resort ehf. fékk úthlutað úr uppbyggingarsjóði SSV á sínum tíma styrk til gerðar á gönguleiða- neti um Húsafell. Í kjölfarið voru gerð bílastæði með styrk frá Ferða- málajóði. Við bílastæðin eru komin upp þrjú upplýsingaskilti, eitt með heildar gönguleiðakorti, annað með korti af Bæjargilinu og þriðja kort- ið með sögurhingnum en á þeirri leið er að finna tíu silfurskildi sem segja frá hverjum og einum stað. Unnsteinn Elíasson hleðslumeist- ari sá um að hlaða vegg og gera fínt í kringum skiltin og Sigurbjörg ósk Áskelsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landlínum ehf., teiknaði stæðið. arg/ Ljósm. Hrefna Sigmarsdóttir Veitingastaðurinn Skúrinn var opnaður á nýjum stað við Aðal- götu 25 í Stykkishólmi mánudag- inn 4. nóvember síðastliðinn. Eft- ir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað, en hún hafði fram að þeim tíma verið á tveimur stöðum í bænum. „Við erum ánægð með flutninginn,“ segir Arnþór Pálsson, einn fjögurra eigenda Skúrsins, í samtali við Skessuhorn. „Viðbrögðin frá íbúum hafa ver- ið frábær og það er búið að ganga mjög vel fyrstu vikuna,“ segir hann ánægður. Eigendur Skúrsins eru, auk Arn- þórs, þau Þóra Margrét Birgis- dóttir, Rósa Kristín Indriðadótt- ir og Sveinn Arnar Davíðsson. Frá miðjum septembermánuði hafa þau staðið í ströngu við framkvæmdir í nýju húsnæði. „Við þurftum að stækka eldhúsið töluvert, breyta salnum og ýmislegt fleira til að gera staðinn að okkar,“ segir Arn- þór. Hann segir að hamborgararn- ir, vefjurnar, pitsurnar og vængirn- ir verði á sínum stað en auk þess verði hægt að fá sælgæti, tóbak, ís og bílavörur og fleira í Skúrn- um. „Eftir flutningana verðum við svona grunnsjoppa sem legg- ur áherslu á góðar veitingar. Það finnst okkur skemmtileg breyting. Það er meira rennirí af fólki allan daginn en á veitingastöðum, alltaf að tínast inn fólk. Við erum mjög kát með þetta og reiknum með að þetta verði bara gaman,“ segir hann. „Hér verður opið alla daga frá kl. 10 til 22. Grillið opnar fyr- ir hádegið og verður opið fram á kvöld og við byrjum að baka pitsur kl. 17:00, eins og var á pizzastaðn- um okkar. Boltinn verður í boði á skjánum og ef einhver vill horfa á eitthvað sérstakt þá fær hann bara fjarstýringuna. Þetta verður að vera heimilislegt og kósí,“ segir Arnþór Pálsson að endingu. kgk 3Miðflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn í Reykjanesbæ um liðna helgi, þann fimmta frá stofnun flokksins. Þar voru samþykktar tólf ályktanir um áherslur flokksins þetta haustið. nánar upplýsingar um þær má lesa á heimasíðu flokksins: 1. Opinber stjórnsýsla og einföld- un regulverks Við ætlum að lækka skatta, leggja áherslu á ráðdeild og skilvirkni rík- isrekstrar, draga úr umfangi íþyngj- andi regluverks og virða sjálfs- ákvörðunarrétt sveitarfélaga varð- andi sameiningar. 2. Málefni eldri borgara og lífeyr- isþega Við ætlum m.a. að efna loforð stjórn- valda um að leiðrétta kjör eldriborg- ara og annarra sem reiða sig á líf- eyrisgreiðslur og afnema skerðing- ar sem draga úr hvata til sjálfsbjarg- ar og koma á sveigjanlegum starfs- lokum. 3. Heilbrigðismál Við ætlum að bregðast við bráða- vanda Landspítala m.a. með endur- skoðun á stjórnun, mönnun og inn- kaupum, byggja upp heilbrigðiss- þjónustu á landsbyggðinni og reisa nýjan landspítala á nýjum stað. 4. Staða iðn- og verkmenntunar Við ætlum að efla iðn- og verk- menntun m.a. í samvinnu við at- vinnulífið og tryggja að iðnám sé metið jafnt á við bóknám. 5. Orkustefna til framtíðar Við höfnum orkustefnu ESB en styðjum orkustefnu sem tryggir nýt- ingu og arð til samfélagslegra verk- efna, við viljum áfram takmarka framsal valds í stjórnarskrá og stöðva orkupakka 4 leiði hann til frek- ara framsals fullveldis eða framsals stjórnunar auðlinda. 6. Innlend matvælaframleiðsla Miðflokkurinn vill sóknaráætlun fyrir íslenska matvælaframleiðslu byggða á langtímastefnu um fæðu- öryggi, samfélagslegu mikilvægi og byggðaþróun. 7. Efling ferðaþjónustu og at- vinnulífs Við ætlum að lækka tryggingagjald og efna til samtals við sveitarfélögin um lækkun skatta á atvinnuhúsnæði ásamt því að vinna með atvinnulífinu að eflingu þess. 8. Umhverfismál Við höfnum skattagleði ríksstjórnar- innar og viljum raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum í stað sýndarað- gerða. nýta þarf sorp, auka skóg- rækt og innlenda framleiðslu. 9. Samgöngur og flugumferð Við höfnum auknum umferðar- sköttum, leggjum áherslu á upp- byggingu varaflugvalla og bætta að- stöðu á Keflavíkurflugvelli. 10. Þjóðarsjóður í skugga skatt- heimtu Miðflokkurinn leggst gegn stofnun þjóðarsjóðs og vill nýta fjármunina í innviðauppbyggingu og/eða lækk- un álaga á heimili og fyrirtæki. 11. Bætt löggæsla og aðgerðir gegn fíkniefnavá Við ætlum að efla forvarnir og merðferðarúrræði í samstarfi við fagaðila, styrkja lög- og tollgæslu í baráttunni við innflutning ólög- legra fíkniefna, lyfja oþh. 12. Heildstæð byggðastefna Við ætlum að efla landið allt með heildstæðir byggðastefnu þar sem önnur stefnumótun t.d. orkustefna, sókaráætlun í matvælaframleiðslu og umhverfisstefna vinnur saman. -fréttatilkynning Arnþór Pálsson á bakvið afgreiðsluborðið í nýju húsnæði Skúrsins. Ljósm. sá. Skúrinn opnaður á nýjum stað Tólf áhersluatriði flokksráðs Miðflokksins Þrjú upplýsingaskilti eru við bílastæðin þar sem hægt er að finna upplýsingar um gönguleiðir. Bílastæði við gönguleiðir á Húsafelli

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.