Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Side 46

Skessuhorn - 13.11.2019, Side 46
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201946 Áratugahefð er fyrir því að verslun- in Módel við Þjóðbraut 1 á Akranesi bjóði gestum og gangandi á kúnna- kvöld. Um er að ræða kvöldopnun þar sem ýmis tilboð og kynningar eru í gangi og jólavörurnar komnar í hillurnar. Engin undantekning var á því að þessu sinni, en síðastliðinn fimmtudag var sameiginlegt kúnn- akvöld Módels og verslunarinnar Hans og Grétu sem starfrækt er í sama húsi. Viðtökur voru góðar en fjölmenni var statt á kúnnakvöldi þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við um áttaleytið. mm Föstudaginn 1. nóvember var merkilegur dagur í Grunnskól- anum í Borgarnesi. Þá var fyrsta máltíðin elduð í nýju og glæsilegu eldhúsi skólans en síðustu 17 ár hafa nemendur farið yfir á Hótel Borgarness til að borða í hádeg- inu. Fyrsti kokkurinn í nýja eld- húsinu er Borgnesingurinn Snæ- björn óttarsson og segir hann eldhúsið vera bæjarfélaginu öllu til sóma. „Þetta er mjög vel búið eldhús og þar er allt til alls,“ seg- ir Snæbjörn sem augljóslega er ánægður með nýju starfsaðstöð- una. Snæbjörn ólst upp í Borg- arnesi og lærði kokkinn á Hót- el Borgarnesi. Þá vann hann sem kokkur í Hyrnunni í nokkur ár og prófaði einnig að starfa á Brú í Hrúafirði. Þá lá leið hans til Dan- merkur þar sem hann bjó í 13 ár og vann á háskólasjúkrahúsi við að elda fyrir lækna og hjúkrunarfræð- inga. Árið 2015 flutti hann aftur heim til Íslands og fór að vinna á Hótel Bifröst þar sem hann var til 1. desember í fyrra. Hann tók til starfa hjá Grunnskólanum í Borg- arnesi 1. maí og tók því þátt í að velja inn tæki og leita að tilboðum fyrir búnað í nýtt eldhús. Miða við að fara ekki yfir 10% fitu Fyrsta máltíðin í eldhúsinu var pizza og voru krakkarnir allir af- skaplega ánægðir með það. „Ég var búinn að hlera aðeins hvað það væri sem þau vildu og flestir töluðu um að vilja pizzu. Ég var ekkert að segja þeim hvað ætti að vera í matinn og leyfði þeim að- eins að spá í þessu og byggja upp smá spennu,“ segir Snæbjörn og brosir. Borgarnes er heilsuefl- andi samfélag og verður því far- ið eftir viðmiðum Embættis land- læknis um heilsueflandi grunn- skóla í mötuneyti skólans. „Við erum með ákveðin lýðheilsumark- mið sem við förum eftir. Þau snúa mest að því að skera niður sykur og fitu og að hafa sem minnst af unnum kjötvörum. Viðmiðið er að fita sé ekki meira en 10% af hverri máltíð. Það er þó aðeins sveigj- anleiki með það ef við förum yfir 10% einn daginn reynum við að fara undir það næsta dag svo með- altalið sé ekki upp fyrir 10% fita,“ útskýrir Snæbjörn og bætir því við að í eldhúsinu sé til að mynda hvorki djúpsteikingapottur eða stórar steikarpönnur. Ánægður á nýjum vinnustað Aðspurður segist Snæbjörn spenntur fyrir því að elda fyrir börn. „Þau eru svo hreinskilin og ef þú stendur þig ekki færðu bara að heyra það og ég er hrifinn af því,“ segir hann og hlær. „Það er aðeins öðruvísi að elda fyrir börn. Maður kryddar matinn til dæmis ekki mjög mikið, sérstaklega ekki fyrir þessi yngstu. En það hefur komið mér á óvart að sjá hvað þau geta borðað rosalega mikið og það er rosalega gaman að gefa þeim að borða,“ segir hann og bætir því við að börnin mættu þó vera kald- ari við að smakka eitthvað nýtt. „Krakkarnir eru frábærir og kon- urnar sem eru með mér hér í eld- húsinu líka og starfsandinn mjög góður. Ég get eiginlega ekki beð- ið um neitt meira,“ segir hann ánægður. argSvipmynd úr björtum og litríkum borðsal. Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi. Lýðheilsustefna í nýju mötuneyti Grunnskólanns í Borgarnesi Snæbjörn Óttarsson er fyrsti kokkurinn í nýja eldhúsinu í Grunnskólanum í Borgarnesi. Snæbjörn fær góða aðstoð í eldhúsinu frá þeim Silju Jónsdóttur og Ingu Birnu Tryggvadóttur. Ljósm. Júlía Guðjónsdóttir. Fyrsta máltíðin í Grunnskólanum í Borgarnesi var 1. nóvember. Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi. Dagbjartur Ingvar Arelíusson frá Brugghúsi Steðja kynnti jólabjórinn í ár. Kúnnakvöld í Módel í aðdraganda aðventu Jólatengdar vörur og skraut heillaði marga, meða annars Ingigerði Guðmunds- dóttur sem hér virðir úrvalið fyrir sér. Kristján Einarsson skoðar úrval af pottum, dreglum og skrauti. Systurnar Móeiður og Helga Dóra Sigvaldadætur kíktu við.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.