Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201950 Í júní kom út í ölítið breyttri útgáfu barnabókin Á ferð og flugi með ömmu eftir Hallberu Fríði Jóhann- esdóttur með myndum eftir Bjarna Þór Bjarnason. Bókin kom einnig út á ensku í þýðingu Hrannar Rík- harðsdóttur og ber titilinn Granny and her little one exploring Akra- nes. Bókin er innbundin og prent- uð í Prentmeti, en gefin út af höf- undi. „Bókin segir frá ömmu og Frey sem ferðast saman milli fjalls og fjöru á Akranesi. Freyr fær að heyra sögur um skessur, sjóslys, fá- tækt fólk, Langasandinn, Akrafjall- ið og Elínarhöfðann. Tilgangur- inn með útgáfu bókarinnar er að varðveita gamlar sögur og sagnir af Akranesi, gera þær aðgengileg- ar fyrir börn og glæða örnefni lífi í máli og myndum. Það er trú mín að mikilvægt sé fyrir alla að þekkja sína heimabyggð, ekki síst börnin. Þau þurfa að fá að kynnast helstu náttúruperlum Akraness og venjast á að njóta þeirra, með eða án full- orðinna,“ segir Hallbera í samtali við Skessuhorn. Ráðist var í endurútgáfu bókar- innar þar sem hún hefur verið ófá- anleg í nokkur ár. „Akranes stækk- ar ört, börn eldast og önnur fæðast. Efni bókarinnar heldur gildi sínu en örlitlar breytingar hafa verið gerðar á texta hennar. Sementsverksmiðj- an er til dæmis horfin og Guðlaug komin á Langasand. Íbúum hefur fjölgað á Akranesi og sama má segja um fjölda ferðamanna sem heim- sækja bæinn. Þess vegna var ráðist í það verk að láta þýða bókina yfir á ensku. Með því er verið að gera efnið aðgengilegt fyrir stærri hóp lesenda og vekja athygli á Akra- nesi út fyrir bæjarmörkin. Og hver kannast ekki við að vanta litla gjöf til að senda vinum erlendis? Þá er falleg bók um Akranes tilvalin gjöf því þó Ferð á flugi með ömmu sé skrifuð með börn í huga þá á efni hennar fullt erindi til allra,“ segir Hallbera. Hægt er að nálgast bækurnar í bókabúðum Pennans, í Akranes- vita og hjá höfundi í síma 865-0530 eða í gegnum netfangið hallberaj@ gmail.com. mm Út er komin bókin Höfuðstafur, háttbundin kvæði, eftir Gunnar J. Straumland. Gunnar er kennari, myndlistarmaður og kvæðamað- ur. Hann fæddist á Húsavík, er af þingeyskum ættum í móðurætt en föðurætt hans er úr Skáleyjum á Breiðafirði. Hann er nú búsettur í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit ásamt eiginkonu sinni Önnu Guðrúnu Torfadóttur grafíklistakonu. Frá unglingsárum hefur Gunn- ar ort, bæði háttbundin kvæði og frjálsari í formi. Undanfarna áratugi hefur hann einbeitt sér að marg- breytileika íslenskra bragarhátta og yrkir allt frá hinu hefðbunda ferskeytluformi til dróttkvæða og sléttubanda. Fjallar hann í ljóðum sínum um náttúruna, pólitík og allt til hálfkærings, eins og hann sjálf- ur lýsir því. Sum ljóðanna í Höfuð- staf eru frá árunum eftir hrun en flest ort á síðustu þremur til fjór- um árum. Bókina prýða þrettán myndir af málverkum höfundar, en Gunnar hefur haldið fjölda mynd- listarsýninga hér á landi og erlend- is. Ljóð hans, kvæði og lausavísur hafa víða birst í safnritum, tímarit- um og blöðum en Höfuðstafur er hans fyrsta sjálfstæða bók. Það er bókaútgáfan Sæmundur sem gefur Höfuðstaf út. Gunnar er nú kennari við Var- márskóla í Mosfellsbæ þar sem hann sinnir almennri kennslu grunnskólabarna. Oft hefur hann þó kennt valáfanga í bragfræði og ljóðagerð og kveðst halda því að nemendum sínum að tileinka sér kveðskap eftir megni. Sjálfur er hann virkur í starfi Kvæðamanna- félagsins Iðunnar og Kvæðamanna- félaginu Snorra í Reykholti þar sem hann gegnir nú formennsku. Fé- lagar í Snorra koma saman reglu- lega yfir vetrartímann, kveða rímur, miðla fróðleik, segja sögur úr sveit- inni og spjalla. Félagið heldur til að mynda árlega samkomu á Þorra sem fer fram í útihúsum. „Við vorum í fjósinu á Refsstöðum fyrsta árið en höfum í tvö síðustu skiptin ver- ið í fjárhúsunum hjá Dagbjarti og Dísu í Hrísum. Sjálfur hef ég boð- ið hænsnakofa okkar hjóna í Mela- hverfinu undir þessar samkomur, en því fróma boði hefur verið hafn- að sökum plássleysis. nú erum við hjónin hins vegar að byggja fjörutíu fermetra stækkun við húsið okkar þar sem við hyggjumst koma okk- ur upp aðstöðu til listsköpunar og aldrei er að vita nema við getum hýst samkomu hjá Kvæðamanna- félaginu Snorra þar þegar fram líða stundir,“ segir kennarinn, listamað- urinn og ljóðskáldið. Að endingu er hér ljóð eftir Gunnar: Æviferil ærlegan aldrei skaltu trega. Ekkert sýnist of né van allt fer mátulega. mm Í haust gaf Forlagið út bókina Ferð- in á heimsenda - Leitin að vorinu, eftir Sigrúnu Elíasdóttur á Ferju- bakka í Borgarfirði. Um er að ræða myndskreytta barnabók fyrir 8-12 ára lesendur, fantasía í skálduð- um heimi. Sigmundur Breiðfjörð glæðir dreka og forynjur lífi með skemmtilegum myndum. Í umfjöllun Katrínar Lilju Jóns- dóttur í Lestrarklefanum segir að bókin sé hreinræktuð furðusaga um félagana Húgó og Alex frá norður- heimi. „Eitt árið bólar ekkert á vor- inu svo félagarnir eru fengnir til þess að stefna í hættuför til þess að leita að vorinu. Sigrún skapar heil- an fjórskiptan heim og mjög líklega fá lesendur að kynnast heiminum frekar í væntanlegum framhalds- bókum,“ skrifar Katrín. Aðspurð segir Sigrún að hug- myndin að bókinni hafi orðið til fyrir nokkrum árum þegar hún var að nema ritlist í Háskóla Íslands. „Þá var ég í námskeiði hjá Krist- ínu Helgu, mömmu Fíu Sólar, sem hét Fjölskyldubókmenntir því við vorum að einbeita okkur að því að lesa og skrifa efni sem gæti höfðað til allrar fjölskyldunnar. Þá byrjaði ég að skrifa söguna um Húgó og Alex og ég kláraði hana síðan sem lokaverkefni í skólanum. Þaðan fór hún svo til Forlagsins og er nú loks komin á prent, þannig að já, hún er búin að vera nokkur ár í vinnslu.“ Höfundur á sjálf tvo nútíma drengi sem hafa skýrar hugmynd- ir um hvað þeir vilja í bókum; hraða atburðarás, húmor og nóg af skrímslum. mm Gunnar J. Straumland gefur út bókina Höfuðstaf Gunnar J Straumland heldur hér á eintaki af bók sinni Höfuðstaf. Leitin að vorinu eftir Sigrúnu Elíasdóttur Hallbera Fríður Jóhannesdóttir með bækurnar á ensku og íslensku. Á ferð og flugi með ömmu aftur fáanleg og nú á ensku líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.