Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2020, Page 12

Læknablaðið - Jan 2020, Page 12
12 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N hjartasjúkdóma, krabbameins og sykursýki næmi samtals um 750 milljörðum Bandaríkjadala. Á Íslandi er kostnaður vegna þrálátra verkja einnig mikill. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) var algengi örorku hjá konum 9,5% í desember 2013 og 6% hjá körlum. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir hafa verið al- gengustu orsakir örorku á Íslandi undanfarin ár. Í desember 2005 voru orsakir örorku hjá konum 31,1% vegna geðraskana og 35,1% vegna stoðkerfisraskana, en sambærilegar tölur hjá körlum voru 40,8% og 17,3%.23 Samkvæmt staðtölum TR í janúar 2019 var fjöldi örorkulífeyrisþega 18.061 og þar af konur tæp 11.000. Nýgengi einstaklinga með 75% örorkumat var 1614 á árinu 2018 samkvæmt sömu heimild.24 Kostnaðarvirkni þverfaglegrar verkjameðferðar hefur talsvert verið rannsökuð. Okifuji kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirliggj- andi rannsóknir sýni að þverfagleg verkjameðferð sé vænleg leið fyrir langtíma verkjasjúklinga og sé auk þess mun ábatasamara (cost effective) heldur en skurðaðgerðir eða hefðbundin læknisfræði- leg nálgun (conventional medical interventions), sérstaklega þegar litið er til þess að þeir sem sækja þverfaglegu verkjameðferðina eru oft búnir að leita annarra leiða áður án viðunandi árangurs.25 Því er haldið fram að þverfagleg verkjameðferð sé árangursríkasta og hagkvæmasta meðferð við þrálátum verkjum sem í boði er.13,19 Hér verður greint frá niðurstöðum framhaldsrannsóknar á heilsuhagfræðilegum árangri þverfaglegrar verkjameðferðar á Reykjalundi. Efniviður og aðferð Þátttakendur voru sjúklingar skráðir á biðlista til meðferðar á verkjasviði Reykjalundar frá upphafi árs 2004 til vors 2008. Í heild voru 136 sjúklingar valdir með kerfisbundnu slembiúrtaki (sy- stematic random sample), þar sem fimmta hver beiðni um meðferð á verkjasviði var valin til þátttöku. Þátttökuskilmerki voru að sjúk- lingar væru á aldrinum 18-65 ára, hefðu ekki illkynja sjúkdóma (krabbamein), hefðu ekki áður komið til meðferðar og töluðu ís- lensku. Af mismunandi ástæðum féllu 24 einstaklingar út úr rann- sókninni (allnokkrir hófu ekki meðferð og nokkrir féllu út vegna annarra sjúkdóma eða slysfara). Þannig urðu 112 virkir þátttak- endur í rannsókninni. Þeir einstaklingar sem völdust inn í rann- sóknina komu fyrst í viðtal og skoðun á göngudeild 6 vikum áður en meðferð hófst. Sjúklingar veittu þá jafnframt skriflegt upplýst samþykki fyrir þátttöku. Spurningalistar voru lagðir fyrir auk þess sem klínísk skoðun fór fram. Meðferðin stóð í 6 vikur og við upphaf og lok hennar voru sömu spurningalistar lagðir fyrir ásamt því að gerð var klínísk skoðun. Áttatíu sjúklingar voru í þörf fyrir hugræna atferlismeðferð (HAM) og fékk helmingur (annar hver) þeirra slíka meðferð (sjá töflu I). Í endurhæfingarmeðferðinni er lögð áhersla á lífsstílsbreytingar og sjúklingar eru virkjaðir til sjálfsmeðferðar, meðal annars aukinnar hreyfingar, auk þess sem áhersla er lögð á aukna félagslega virkni. Sjúklingar fá fræðslu í verkjaskóla, læra streitustjórnun, líkamsvitund og fá einstaklings- meðferð hjá iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum. Þriðjungur sjúkling- anna fékk auk þess hugræna atferlismeðferð og annar þriðjungur stuðningsviðtöl, en þessir sjúklingar voru með miðlungs alvarleg kvíða- og þunglyndiseinkenni. Eftir útskrift komu sjúklingar tví- vegis til eftirfylgdarskoðunar, eða einu og þremur árum eftir að meðferð lauk, og voru sömu mælitæki og áður þá lögð fyrir. Í eft- irfylgdarskoðun eftir eitt ár komu 90 sjúklingar og 73 eftir þrjú ár (mynd 1). Spurningalistar Þeir spurningalistar sem voru lagðir fyrir í rannsókninni og verða notaðir í þessari úttekt voru; SF-36 (The Short Form (36) Health Survey) lífsgæðakvarðinn, spurningalisti um ótta og hliðrun (Fe- ar-Avoidance Beliefs Questionnaire, FABQ), spurningalistar Becks um kvíða (Beck‘s Anxiety Inventory, BAI) og þunglyndi (Beck‘s Depression Inventory-II, BDI-II) og verkir voru metnir á tölu- kvarða 0-10 (Numeric Rating Scale, NRS). Ásamt þessu var gerð kostnaðarnytjagreining. The Short Form (36) Health Survey (SF-36, útgáfa 2.0) sam- anstendur af 36 spurningum sem ætlað er að meta heilsutengd lífsgæði fólks. Listinn hefur tvo meginþætti, metur líkamlega- og Mynd 1. Flæðirit yfir inntöku í rannsókn, svo og brottfall í eftirfylgd eftir eitt og þrjú ár.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.