Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 20

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 20
20 LÆKNAblaðið 2020/106 Y F I R L I T hvort meðganga sé skynsamleg vegna aðstæðna. Það getur ver- ið alger frábending fyrir meðgöngu ef heilsa móðurinnar versnar eða ef líf hennar er í hættu vegna meðgöngunnar. Sem dæmi má nefna konu með Marfans-heilkenni með víkkun á ósæðarrót og hættu á ósæðarflysjun sem getur leitt til dauða.3 Mæðradauði er í dag fjarlæg hugsun enda er tíðnin nú aðeins brot af því sem áður var, eða um 4-5/100.000 fæðingar.4,5 Til sam- anburðar var tíðni mæðradauða á Íslandi við upphaf 20. aldar um 400/100.000 fæðingar.6 Það jafngildir því að um 16 konur létust ár- lega í tengslum við meðgöngu eða fæðingu en í dag deyr að með- altali ein kona á 10 ára fresti vegna þess. Setji meðgangan heilsu móður í hættu hefur það um leið áhrif á heilsu fósturs þar sem vöxtur þess og heilsa er háð heilsu móður- innar. Mikilvægt er að missa aldrei sjónar á því að heilsa móður- innar er í forgrunni, að tryggja þarf heilsu hennar áður en hugað er að heilsu fósturs. I. SKIMANIR Á MEÐGÖNGU Skimun fyrir sýkingum. Grunnhugsunin er að skima fyrir sýk- ingum þar sem meðferð bætir horfur, annaðhvort móður eða barns, eða beggja. Í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis er mælt með að skimað sé fyrir einkennalausri sýklamigu, lifrarbólgu B, HIV, rauðum hundum og sárasótt og ef slíkar sýkingar eru til stað- ar má setja inn meðferð sem bætir hag móður og fósturs.7 Löng hefð er fyrir því að skima fyrir mótefnum rauðra hunda hér á landi og þekkt er að veiran er fósturskemmandi, en bólusetning hófst árið 1977 fyrir konur á barneignaaldri og 1989 fyrir alla.8 Mælt er með skimun samkvæmt áhættuþáttum fyrir lifrarbólgu C líkt og víðar,9 en sums staðar er mælt með skimun fyrir alla.10 Ekki er mælt með almennri skimun fyrir klamydíu en hins vegar er mælt með að skima ef áhættuþættir eða einkenni eru til staðar.7 Skimun fyrir cytomegalo-veiru og bogfrymilsýkingum þykja ekki skila ávinningi fyrir móður eða barn.7 Skimun fyrir streptókokk- um af hjúpgerð B (GBS) hefur lengi verið til umræðu hér á landi og verið umdeild. Í Bretlandi leggjast samtök fæðingalækna gegn slíkri skimun11 en samtök bandarískra fæðingalækna mæla með skimun allra við 35.-37. viku og síðan meðferð í fæðingu hjá þeim konum sem fá jákvæða ræktun.12 Leiðbeiningar landlæknis mæla ekki með almennri skimun fyrir GBS á meðgöngu en verklagsregl- ur Landspítala fela í sér meðhöndlun við GBS ef ræktun frá móður hefur verið jákvæð á meðgöngunni í þvagi eða frá leggöngum, ef um fyrirburafæðingu er að ræða og ef móðir fær hita í fæðingu.13 Skimun fyrir meðfæddri missmíð og litningafrávikum. Grunnhugsunin er að skima fyrir litningafrávikum og meðfæddri missmíð fóstra og veita verðandi foreldrum ráðgjöf þar að lútandi. Stundum er hægt að setja inn meðferð á fósturskeiði til að bæta horfur, í öðrum tilfellum að undirbúa fæðingu og veita meðferð á Mynd 1. Áhrif undirliggjandi sjúkdóms móður á meðgöngu. Mynd 2. Áhrif meðgöngu á undirliggjandi sjúkdóm móður. Myndir/Getty Images. Hefur sjúkdómur móður áhrif á fósturvöxt og þroska, tíðni meðfæddra missmíða eða hvort fæðing verður fyrir fulla meðgöngu? Dæmi: insúlínháð sykursýki móður. Ef sykurstjórnun er slæm á fyrsta þriðjungi meðgöngu aukast líkur á fósturláti og meðfæddri missmíð fósturs. Einnig eru meiri líkur á fyrirburafæðingu, að barnið verði of stórt og að legvatn verði of mikið. Fylgikvillar við fæðingu eru algengari, til dæmis axlarklemma og afleiðingar hennar. Loks eru auknar líkur á fæðingarinngripum vegna ofvaxtar fósturs og skaða tengdum því. Vandamál nýburans geta verið margvísleg og eru vel þekkt en hástig þess er sykursýkiheilkenni (diabetic fetopathy). Getur meðganga valdið versnun á sjúkdómsástandi móður? Eru áhrif meðgöngu tímabundin meðan á meðgöngu stendur eða til frambúðar? Dæmi: meðfæddur hjartagalli móður. Á meðgöngu minnkar mótstaða í útlimaæðum sem lækkar blóðþrýsting. Blóðmagn eykst um 30-50% og til að mæta því verður aukning á útfalli hjartans og hjartsláttartíðni móður eykst. Það fer eftir undirliggjandi vanda hvort hjarta móðurinnar getur svarað þessu álagi. Ef til dæmis er um að ræða þrengingu í míturloku getur álag vegna meðgöngu leitt til hjartabilunar og/eða hjartsláttartruflana.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.