Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 22

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 22
22 LÆKNAblaðið 2020/106 Y F I R L I T aður er fimmfaldur miðað við kostnað við SÞL í dag, eða 79.500 krónur á móti 15.917 krónum. Í völdum tilfellum eru sýni send frá Landspítala í NIPT-greiningu til Bandaríkjanna. Við innleiðingu NIPT er skilyrði að notendur þjónustunnar hafi aðgang að viðeigandi ráðgjöf. Fræða þarf verðandi foreldra áður en prófið er gert, um eðli þess og inntak, og afla upplýsts samþykkis, annaðhvort munnlega eða skriflega. Einnig að bjóða ráðgjöf eftir skimun, með túlkun og útskýringu á niðurstöðum með viðeigandi fræðslu og eftirfylgd. NIPT á Íslandi? Rætt hefur verið hvort innleiða eigi fósturskim- un með NIPT hér á landi en ákvörðun hefur ekki verið tekin. Óm- skoða þarf áður en NIPT er gert til að staðfesta lífvænleika fósturs, meta fjölda fóstra og ákvarða meðgöngulengd. Eftir 10 vikna með- göngu er tekin blóðprufa frá móður og skimað fyrir litningaþrí- stæðum 13, 18 og 21 og fjöldi kynlitninga metinn. Þegar NIPT- niðurstaða liggur fyrir er mælt með ómskoðun til að skima fyrir meðfæddri missmíð, við 11-14 vikur og við 20 vikna meðgöngu. Það grunnskipulag sem nú er við lýði með ómskoðunum við 11-14 og 20 vikur getur því staðið óbreytt en við 10 vikur bætist NIPT við. Ef ofangreint skipulag verður innleitt eykst aðgengi kvenna á landsbyggðinni að fósturskimun en nú er SÞL aðeins gert á tveim- ur stöðum, Akureyri og Reykjavík. Fyrsta skrefið, ómskoðun við 8-10 vikur, er nú þegar í boði víða á landinu. NIPT-blóðprufuna má taka í heimabyggð og senda til Reykjavíkur. Næsta skref er ómskoðun við 11-14 vikur sem til þessa hefur aðeins farið fram á Akureyri og í Reykjavík. Nú hafa starfandi ljósmæður á Akranesi, Neskaupstað og Selfossi bætt við sig þjálfun í fósturómskoðunum og því geta skimanir fyrir meðfæddri missmíð við 11-14 og 20 vik- ur einnig farið fram þar. Þetta fyrirkomulag eykur aðgengi þeirra sem búa á landsbyggðinni að þjónustu við fósturskimun og dreg- ur úr þörf á ferðalögum með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Skimun fyrir meðfæddri missmíð við 20 vikur. Ómskoðun við 20 vikna meðgöngu til að skima fyrir meðfæddri missmíð hófst hér á landi árið 1985.24 Þá var lögð áhersla á ákvörðun með- göngulengdar og greiningu fjölbura en í dag fara langflestar konur í ómskoðun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og þar með er meðgöngulengd ljós og fjöldi fóstra þegar að 20 vikna skoðuninni kemur. Auk þess að meta byggingu fósturs er lagt mat á legvatns- magn, fylgju og fylgjustaðsetningu. Gagnsemi ómskoðunar við 20 vikur hefur verið metin í fjöl- mörgum rannsóknum. Framskyggn slembivalsrannsókn frá Finnlandi sýndi lægri burðarmálsdauða meðal kvenna sem fengu ómskoðun við 16-20 vikur (n=4691) samanborið við hóp án ómskoðunar (n=4619) en burðarmálsdauði var 4,6/1000 á móti 9,0/1000. Þessi lækkun burðarmálsdauða var fyrst og fremst vegna greiningar alvarlegra fósturgalla hjá konum í ómskoðunarhópn- um sem leiddi til meðgöngurofs.25 Hér á landi hefur tíðni burðar- málsdauða lækkað um 3,3% árlega frá 1988 og er það að stórum hluta vegna bættrar fósturgreiningar.26 Einnig hefur börnum sem létust vegna meðfæddra galla fækkað um 4,8% árlega.26 Árið 2015 greindust 50 tilfelli af meðfæddri missmíð við 20 vik- ur, þar af enduðu 11 þunganir með meðgöngurofi (22%).17 Þannig eru þau vandamál sem greinast um miðja meðgöngu oftar talin vera viðráðanleg á nýburaskeiði og að bæta megi horfur nýburans með lyfjum og/eða aðgerðum, ýmist á fóstur- og/eða nýburaskeiði. Einnig greinast árlega nokkur tilfelli litningafrávika við 20 vik- ur, oftast vegna þess að meðfædd missmíð greinist við ómskoðun sem leiðir til greiningarprófa. Hjá um 1-2% kvenna er ómskoðun fósturs óeðlileg við 20 vikna ómskimun og eru í framhaldi boðnar frekari rannsóknir og ráð- gjöf, sem getur verið mismunandi eftir atvikum.17 Oft er mælt með litningarannsókn í kjölfar greiningar á missmíð. Ef litninga- rannsókn reynist eðlileg er mælt með örflögugreiningu.27 Örflögu- greining greinir öll þau litningafrávik og endurraðanir litninga sem ekki eru í jafnvægi (unbalanced rearrangements) sem finnast við hefðbundna litningarannsókn ásamt örúrfellingum og innskot- um. Þegar rannsóknin er gerð vegna missmíðar eru líkur á óeðli- legri niðurstöðu meiri en þegar hún er gerð vegna aldurs móður >35 ára eða jákvæðrar skimunar (6% á móti 1,7%).27 Á síðustu árum hafa bæst við fjölgenarannsóknir og tákn- raðagreiningar á öllum þekktum meingenum. Í sameiginlegri yfirlýsingu International Society of Prenatal Diagnosis, Society of Maternal Fetal Medicine og The Perinatal Quality Foundation um notkun þessara rannsókna er mælt með notkun þeirra hjá fóstrum með missmíð ef örflögugreining er eðlileg. Einnig er mælt með að skoða arfgerð foreldra hafi þau misst barn eða fóstur þeirra verið með ógreindan vanda. Það er gert til að kanna hvort foreldrarnir séu bæði arfberar fyrir sama sjúkdóm með víkjandi erfðum sem gæti útskýrt svipgerð fóstursins.28 Inngrip til greiningar á erfðaefni fósturs; fylgjuvefs- og legvatnssýni. Greiningarpróf eru oftast gerð vegna þess að líkur á litningafráviki eru auknar í SÞL eða í kjölfar greiningar á með- NIPT Skimar fyrir frávikum í litningagerð. Þó NIPT sé eðlilegt er engu að síður mælt með ómskoðun við 11-14 og 20 vikur til að skoða byggingu fósturs, oftast þrístæðum 13, 18 og 21 ásamt frávikum kynlitninga. Með NIPT er algengast að skima fyrir litningaþrístæðum 13, 18 og 21 og fjölda kynlitninga. Tafla I. Hugmynd að skipulagi fósturskimunar. Rannsókn Staðsetning Ómskoðun við 8-10 vikur. Þungun staðfest, fjöldi fóstra og lífvænleiki metinn. Meðgöngulengd ákvörðuð. Ómskoðun getur farið fram alls staðar þar sem ómun er í boði; á sjúkrahúsum, heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi fagaðilum. Blóðprufa við ≥10 vikur; fóstur skimun með NIPT. Skimun fyrir þrístæðum 13,18 og 21 og frávikum kynlitninga. Blóðprufu má taka hvar sem er á landinu og senda á rannsóknarstofu í erfða- og sameindalæknisfræði, Landspítala. Ómskoðun við 11-14 vikur. Skimun fyrir meðfæddri missmíð. Ómskoðun getur farið fram þar sem sérhæft starfsfólk með viðeigandi þjálfun í fósturómskoðunum starfar. Ómskoðun við 20 vikur. Skimun fyrir meðfæddri missmíð. Ómskoðun getur farið fram þar sem sérhæft starfsfólk með viðeigandi þjálfun í fósturómskoðunum starfar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.