Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 29

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 29
LÆKNAblaðið 2020/106 29 F R É T T A S Í Ð A N Læknaráð ályktar um óhóflegt álag á læknum Stjórn Læknaráðs lýsti um miðjan desember yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnu- álagi á læknum Landspítala. „Setja þarf upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu,“ segir í ályktuninni. „Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skal grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Læknaráð vísaði í margumrædda skýrslu McKinsey frá árinu 2016 sem sýnir að læknar á Landspítala sinni fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en starfssystkyni við erlend saman- burðarsjúkrahús geri. Krabbameins- áætlunin til 2020 úrelt Félag krabbameinslækna bendir á að Krabbameinsfélag Íslands spái um 25-30% fjölgun nýrra krabbameinstilvika til viðbót- ar við það sem nú greinist til ársins 2030. Augljóst sé því að uppfæra þurfi áætlanir um mönnun sem unnin hafi verið á árunum 2013-2016 og stuðst er við í krabbameins- áætlun til ársins 2020. Sú vinna sé nú þegar úrelt. „[V]elta má upp þeirri spurningu hvort aðrir þættir í krabbameinsáætlun séu einnig orðnir úreltir og hvenær þörf sé endur- skoðunar?“ Þetta segir í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi Félags krabbameins- lækna í byrjun desember. Félagið bendir á að krabbameinslæknar séu of fáir miðað við áætlunina og að í áætl- uninni sé talað um að nægjanlegt fjármagn fylgi framkvæmd áætlunarinnar. „Orð eru til alls fyrst en vonandi mun þessum orðum verða fylgt eftir með athöfnum öðrum en sparnaði eins og virðist vera raunin.“ Fimm verktakar vilja byggja nýja spítalann Fimm sækjast eftir því að byggja nýja meðferðarkjarnann við Hringbraut fyrir Landspítala: Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzani De Eccher Island og ÞG verktakar. Niðurstöður eftir yfirferð forvalsgagna verða kynntar 6. janúar. Þungamiðja starfsemi spítalans kemur til með að vera í nýja meðferðarkjarnanum og er stærsta byggingin 70.000 fermetrar að stærð. Ebba Margrét Magnúsdóttir er formaður Læknaráðs. Mynd Védís.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.