Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 37

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 37
LÆKNAblaðið 2020/106 37 ekki fjarri stað þar sem sérsveitarmenn bandaríska landhersins væru þjálfaðir. Þeir hafi vitað að þar hafi verðandi yfir- menn í hernum verið þjálfaðir. „Þeim fannst það skrýtin tilviljun. Þeir voru með afrit af skólapassanum í fyrstu yfirheyrslunni og þar stóð að ég væri með lífstíðarvegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þeir höfðu ekki séð það áður og grunaði því að ég væri njósnari,“ segir Gísli. Út á það hafi yfirheyrslurnar gengið. En varstu með áverka eftir pyntingarn- ar? „Já,“ svarar Gísli. „Stundum rifbrot. Svo var ég að sprauta staðdeyfilyfi sjálfur í brotin, því ég varð að sjást á spítalanum án veikleika og gat ekki látið vita að ég væri í vandræðum. Erfiðast var að sauma sjálfur gat á hausnum á mér með því að horfa í spegil.“ Frá Kúveit í skjóli nætur En af hverju fór hann ekki fyrr frá Kúveit eða á þessum 2 til 4 vikum eftir innrásina þegar Vesturlandabúar, þar á meðal Birna, voru fluttir landleiðina til Bagdad höfuð- borgar Írans af sendiráðum sínum? Hann segir að hann hafi kosið að hjálpa til. „Margir hjúkrunarfræðingar og læknar frá Miðausturlöndum og Asíu, sem störf- uðu á háskólaspítalanum, máttu yfirgefa landið, en vildu vinna áfram meðan ég, yfirmaður þeirra, var þar. Tryggð við yfirmann var ótrúlega sterk á deildinni. Ég vissi að ef ég færi myndu flestir starfs- menn þessarar lykildeildar á spítalanum einnig yfirgefa landið.“ Hann er stoltur af því hversu faglega þjónustu þau gátu veitt á spítalanum á þessum ófriðartíma. „Við vorum vel undirbúin fyrir hópslys og gátum tekið á móti allt að 32 illa slösuðum í einu án meiriháttar vandræða,“ segir hann. „Það þykir mikið fyrir hvaða spítala sem er.“ Breyta hafi þurft miklu í klínískri vinnu. „Við urðum að taka stórar ákvarð- anir, hverjum við gætum bjargað og hverj- um ekki. Hverjir fengju verkjalyf, súrefni og frið til að deyja á meðan við þjónuðum þeim sem áttu séns á að lifa af.“ Gísli segir að þegar hann fór hafi hon- um ekki verið lengur vært í Kúveit. Hann hafi verið tekinn þrisvar í yfirheyrslu á jafnmörgum dögum. „Ég fann að það var orðið tímaspursmál hvenær ég yrði látinn hverfa.“ Hann hafi vitað of mikið og verið kunnugt um að hann væri eini Vestur- landabúinn sem væri vitni að mörgu sem íraska setuliðið hafði gert á hlut almennra borgara í Kúveit. Hann hafi verið orðinn virkilega smeykur. „Ég var þó orðinn nokkuð vanur því að vera hræddur. Ég var oft með púls upp á 150.“ Martraðirnar liðinn tími Gísli fékk aðstoð sænska sendiherrans til að komast frá Kúveit. Sendiherrann sendi mann til að ná í Gísla og fylgja honum til Bagdad á laun. Sá hafi komist á leiðarenda með mútum og fortölum, en dauðarefsing hafi legið við að fara á milli landanna fyrir Íraka. Kænska og mútur hafi komið þeim á leiðarenda. „Þegar við vorum stoppaðir á eftirlits- stöðvum sagðist hann vera einkavinur innanríkisráðherrans, gat sagt allt um Gísli H. Sigurðsson upplifði Íraksstríð- ið á eigin skinni sem prófessor og yfir- læknir á sjúkrahúsi í Kúveit. Þar varð hann innlyksa en komst með naumind- um úr landi og heim til konu sinnar og þriggja barna. Mynd/gag Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.