Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 41
LÆKNAblaðið 2020/106 41
„Svo skipti erfðabreytileiki sjúklinga máli. Í sama faraldr-
inum gat einn fengið önnur einkenni en annar,“ segir hann.
„Það er þekktur breytileiki í sumum lifrarensímum og flutn-
ingsprótínum sem getur skýrt það.“
Sukku ef saklausar
Hann segir að vegna vanþekkingarinnar og ólíkra sjúkdóms-
einkenna hafi fólk leitað skýringa og fundið í nornum og
göldrum þeirra. Ein af aðferðunum til að komast að því hver
ætti að hafa verið að verki hafi verið að setja þvag sjúklingsins
í köku og láta sjúklinginn snæða. Hann hafi þá átt að geta gef-
ið upp hver væri sökudólgurinn.
„Oftast voru konur nefndar. Þær voru pyntaðar og fengn-
ar til að játa. Ein af aðferðunum til að reyna hvort þær væru
sekar eða saklausar var að binda þær á höndum og fótum,
henda í vatn. Ef þær sukku og drukknuðu voru þær saklausar.
Ef þær flutu voru þær nornir og brenndar á báli. Dauðadómur
hvort sem var.“
Hann segir að menn hafi skoðað hvort galdraofsóknirnar
tengist korndrjólum og ljóst sé að það geri þær að einhverju
leyti.
Metsölubók í 100 ár
Magnús talaði um bókina Nornahamarinn. Höfundar voru tveir
þýskir guðfræðingar. Bókin var gefin út 1486 og var handbók
nornaofsókna og gaf leiðbeiningar um hvernig mætti finna,
pynda og lífláta nornir. Bókin var mest prentaða og selda bók-
in í Evrópu í heila öld, fyrir utan Biblíuna.
„Færa má rök fyrir því að ergótismi og Nornahamarinn hafi
á tímabili ýtt mjög undir nornaofsóknir, þótt fleira komi til,“
segir hann. Galdraofsóknir eiga sér langa sögu í Evrópu. Þær
blómstruðu á árunum 1500-1700 en mun síðar hér á landi og
beindust þá mest gegn körlum sem ristu galdrastafi. Talið er
að 50-100.000 nornir og galdramenn hafi verið tekin af lífi á
þessu tímabili.
Magnús segir að hefði fólk áttað sig á upprunanum og hætt
að borða kornið hefði eitrunin rjátlast af þeim á nokkrum
dögum. „En þeir vissu það ekki og fólk hélt áfram að borða
matinn,“ segir hann.
Hann segir í dag strangt eftirlit með korndrjólum, sérstak-
lega þar sem rúgur sé ræktaður. Strax á 18. öld hafi menn
fundið leiðir til að losa sveppinn frá korni fyrir notkun.
Magnús segir korndrjólana hafa nýst í lækningaskyni.
Um 1800 hafi verið farið að kanna hvort nota mætti þá til
lækninga. Ergótamín sé æðaherpandi og notað við mígreni,
metýsergíð varni mígreni og metýlergómetrin sé legherpandi
og hafi verið notað í fæðingu.
Dó Noregskonungur
af korndrjólaeitrun?
Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus, segir að í Heimskr-
inglu Snorra Sturlusonar sé Magnús II Haraldsson Nor-
egskonungur nefndur. Hann hafi ekki verið konungur nema
í þrjú ár. „Þá dó hann. Ég held hann hafi dáið 24 ára gamall. Í
Heimskringlu stendur að hann hafi dáið úr reformasótt og því
hefur verið haldið fram að reformasótt sé ergótismi.“
Trérista frá 1517 af heilögum Anton sem var portúgalskur dýrlingur kenndur við
Padúa. Hann var vinsæll verndari og eitt af því góssi sem hann hélt verndarhendi yfir
var tapað/fundið, hann var líka verndari fátækra, fiskimanna og ferðamanna. Hans
banamein var ergót-eitrun.
Annað heiti veikinnar er Saint Anthony's Fire. Sjúklingurinn fékk ofskynjanir, svarta
útlimi og rann á þá æði. Á miðöldum voru þessi teikn talin af trúarlegum toga og dæmi
um illa anda, en var raunar sýking sem átti sér mun jarðneskari og nærtækari skýringar.
Þetta fyrirbæri var kallað ignis sacer (heilagur eldur). Sérstakir spítalar voru reistir
til að glíma við veikina og þar unnu munkar af reglu heilags Anthony frá Egyptalandi.
Veikin var síðan kennd við hann, Saint Anthony's Fire.
Mynd birt með leyfi Getty Images.