Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Jan 2020, Page 42

Læknablaðið - Jan 2020, Page 42
42 LÆKNAblaðið 2020/106 DAÐI HELGASON varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Há- skóla Íslands 7. júní 2019. Ritgerðin heitir: Bráður nýrnaskaði í kjölfar hjartaaðgerða og kransæðaþræðinga - Tíðni, áhættuþættir og afdrif. Andmælendur voru Göran Dellgren, dósent við Sahlgrenska-háskólasjúkrahús- ið í Gautaborg, og Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í nýrnalækningum við Ullevål-háskólasjúkrahúsið í Ósló. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Tómas Guðbjartsson, prófessor við læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við læknadeild, Runólfur Pálsson, prófessor við sömu deild, Ingibjörg Jóna Guð- mundsdóttir yfirlæknir og Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur. Ágrip af rannsókn: Bráður nýrnaskaði er þekktur fylgikvilli eftir hjartaaðgerðir og tengist hann aukinni sjúkdómsbyrði og hærri dánartíðni sjúklinga. Ýmsir áhættu- þættir bráðs nýrnaskaða eru þekktir við opnar hjartaaðgerðir eins og notkun hjarta- og lungnavélar en við kransæða- þræðingu hefur skuggaefni verið talið geta skert starfsemi nýrna. Þó að bráður nýrnaskaði hafi verið viðfangsefni ýmissa rannsókna á undanförnum árum er ýms- um spurningum enn ósvarað varðandi áhættuþætti og afdrif sjúklinga, sérstak- lega til lengri tíma. Doktorsritgerðin byggir á fjórum aft- urskyggnum rannsóknum sem höfðu það markmið að kanna tíðni og áhættu- þætti bráðs nýrnaskaða eftir kransæða- þræðingar og þrjár mismunandi opnar hjartaaðgerðir: kransæðahjáveitu, ósæðar- Tvær doktorsvarnir frá Háskóla Íslands 2019 lokuskipti og viðgerð á ósæðarflysjun af gerð A. Jafnframt voru áhrif bráðs nýrnaskaða á afdrif sjúklinga metin, sér- staklega með tilliti til langtímalifunar og þróunar á langvinnum nýrnasjúkdómi. Tíðni bráðs nýrnaskaða var frá 2% eftir kransæðaþræðingu upp í 41% í kjölfar að- gerðar á ósæðarflysjun. Skuggaefnismagn tengdist aðallega aukinni hættu á bráðum nýrnaskaða hjá sjúklingum með langvinn- an nýrnasjúkdóm sem fengu mikið magn skuggaefnis. Offita, blóðþurrð, lengdur tími hjá hjarta- og lungnavél og gjöf rauð- kornaþykknis voru helstu áhættuþættir bráðs nýrnaskaða eftir opnar hjartaað- gerðir. Bráður nýrnaskaði tengdist verri lifun sjúklinga í öllum rannsóknunum og aukinni hættu á þróun á langvinnum nýrnasjúkdómi eftir kransæðaþræðingar og kransæðahjáveitu. Doktorsefnið: Daði Helgason lauk emb- ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ís- lands vorið 2015. Að loknu kandídatsári hóf hann sérnám í almennum lyflækning- um á lyflækningasviði Landspítala þar sem hann starfar nú. Daði hefur stundað rannsóknarvinnu samhliða læknanámi og starfi frá því að hann var á þriðja ári í læknadeild og hefur kynnt rannsóknir sínar á fjölda íslenskra og alþjóðlegra ráð- stefna. Myndir af doktorunum tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari. Hækkun áskriftargjalds Útgáfustjórn Læknablaðsins hefur afráðið að hækka ársáskriftargjald að Læknablaðinu í 21.900 kr. Það gerir 1990 kr. fyrir hvert þeirra ellefu tölublaða sem út koma árlega. Samdráttur hefur verið í tekjum blaðsins undanfarin ár og gripið hefur verið til hagræðingaraðgerða á mörgum sviðum. Engu að síður teygir blaðið sig nú víðar um veröldina en áður með viðtölum á hlaðvarpi, hægt er að fletta nýjasta tölublaðinu á heimasíðu blaðsins og efnið gengur reglulega í endurnýjun lífdaga á facebook- síðu blaðsins. Ritrýnt efni er merkt með doi-númeri og fer á sinn stað hjá PubMed, stærsta safni fræðiefnis í heimi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.