Læknablaðið - jan. 2020, Síða 50
50 LÆKNAblaðið 2020/106
L I P R I R P E N N A R
Björn Hjálmarsson
barna- og unglingalæknir á BUGL
bjornhj@landspitali.is
Hin ríka þagnar- og trúnaðarskylda lækn-
is stafar af því að hann starfar með skjól-
stæðingum innan ramma friðhelgi þeirra
einkalífs. En hvaða sálarstarf skyldi vera
innrammað af henni? Það er mannhelgin.
Þessi tvö hugtök og hugsjónir virðast öðr-
um fremur gefa mönnum lagaleg, félags-
leg og siðferðileg réttindi umfram það sem
dýrin njóta. Um er að ræða sjálf kjarna-
hugtök siðvæðingar og andlegrar tilveru
mannsins. Starfsemi líkama og huga er
bundin af náttúrulögmálum en sálin lýtur
andlegum frelsislögmálum.
Löggjafinn hefur skilgreint friðhelgi
í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr.
33/1944 sbr. greinar 71-76. Mannhelgi er
ekki skilgreind í stjórnarskrá þótt hugtak-
ið sé notað í lögum hér á landi. Mannhelgi
er innsti og helgasti kjarni mannlegs
lífs. Friðhelgi einkalífs er landhelgi eða
varnarmúr um mannhelgina. Í lögum um
sjúkraskrár nr. 55/2009 er mannhelgi tengd
sjálfsákvörðunarrétti sjúklinga. Sjálfræði
er ein af höfuðsiðareglum heilbrigðis- og
líf-siðfræðinnar. Þaðan sprettur þörfin
fyrir upplýst samþykki skjólstæðinga fyrir
allri meðferð.
Friðhelgi er félagslegur réttur manns til
þess að gera það sem hugur hans stendur
til, án þess að vera stöðvaður. Friðhelgi
verndar eignarrétt, tjáningarfrelsi, félaga-
frelsi, atvinnufrelsi og athafnafrelsi frá
afskiptum samfélagsins. Friðhelgi felur í
sér rétt sjúklings til þess að hafna meðferð
og halda upplýsingum leyndum. Friðhelgi
vísar til neikvæðs frelsis Isaiah Berlin, frelsi
frá afskiptum ( freedom from interference).
Mannhelgi er réttur til persónulegs
öryggis og hýsir sjálfsmynd okkar, kynvit-
und, kynáttun, hugarfar, hjartalag, trúarlíf
og annað andlegt líf mannsins. Mannhelgi
varðveitir sjálfsákvörðunarrétt einstak-
lings, það er persónubundinn rétt manns
til þess að vera og verða það sem hann
sjálfur kýs sér. Mannhelgi hýsir alla virka
merkingarleit mannsins. Hún samrým-
ist jákvæðu frelsi Isaiah Berlin um rétt til
sjálfstæðrar persónumótunar ( freedom as
self-mastery, which asks not what we are free
from, but what we are free to do). Mannhelgi
eru okkar helgustu vé sem enginn mann-
legur máttur má snerta, nema líf liggi við
eða vel skilgreind samfélagsleg ógn.
Mannhelgin býr í sálinni sem skáldin
herma upp á hjartað. Valdimar Briem
kvað: „Slá þú hjartans hörpustrengi“.
Hvað skyldu þessir strengir heita? Hverjir
eru hornsteinar mannhelgi? Það eru þrjú
andleg frelsislögmál sem kölluð eru tign,
göfgi og reisn. Tign er lögmál ástarinnar.
Það snýst um hæfileika, vilja og getu til
þess að elska og vera elskaður. Hæfileik-
inn að verða ástfanginn er yfirnáttúrleg
náðargáfa. Ástarþráin er trúlega okkar
sterkasta þrá. Tign er uppistöðulón djúpr-
ar gleði og hamingju. Hin sanna vinátta
Aristótelesar er á þessum sálarstreng sem
og þakklæti, hollusta, heilindi, sjálfsálit
og sjálfstraust. Þeir læknar sem leggja
alúð í öll sín verk geisla af tign. Þeir hafa
hugfastan boðskap Hippókratesar: Primum
non nocere.
Göfgi er lögmál náðarinnar. Á þeim
sálarstreng er hæfileikinn til þess að
skynja og skapa fegurð, að iðrast og fyrir-
gefa. Göfgun er gróðurvin frelsisþrár, feg-
urðarþrár og friðarþrár. Æðsta þroskastig
göfgi er að verða hjartahreinn og vaxa inn
í andlega nægtavitund. Göfugir læknar
finna sig verðuga þeirrar ábyrgðar að
hjálpa öðrum. Reisn er lögmál dáðarinnar.
Afreksþráin er móðir hennar. Dugnaður,
þrautseigja, hetjuskapur, stolt, sjálfsvirðing
og sakleysi eru bjartar nótur á þessum
sálarstreng. Æðsta þroskastig reisnar er að
verða fátækur í anda og höndla hina tæru
vitund (sattva). Það er mikil reisn yfir þeim
læknum sem mesta fagþekkingu og færni
hafa.
Læknir verður fyrst að upplifa og skilja
lögmál eigin friðhelgi og mannhelgi til þess
að geta upplifað þessar hugsjónir í skjól-
stæðingum sínum. Hann þarf að læra að
hlusta með hjartanu og geta numið hin
veiku skilningsboð sálar sinnar. Það er
óhugsandi án þess að róa öldurót hugans.
Virkasta leiðin til þess er að temja sér
hinar forngrísku höfuðdyggðir: hófstill-
ingu, hugrekki, réttvísi og visku auk þess
sem lögmál kærleikans má ekki vanta.
Hugleiðslu ættu allir læknar að læra í
sínu grunnnámi. Þroskaðir varnarhættir
sjálfsins forða okkur frá því að taka eigin
vanlíðan eða veikleika út á skjólstæðing-
um okkar. Sú köllun að verða læknir veitir
djúpa gleði þegar henni er vel sinnt.
Kjarnamarkmið allra lista er að skapa
fegurð. Til þess að læra læknislistina þarf
læknir að temja sér að beita ástríki og kær-
leika, virkri fegurðarþrá auk þess að afla
sér traustrar faglegrar þekkingar og færni.
Af þeirri samsuðu sprettur sú fegurð
sem við flokkum undir læknislist. Hún
er óhugsandi án þekkingar og skilnings
læknis á lögmálum mannhelgi og djúpri
virðingu fyrir friðhelgi einkalífs. Hin sanna
læknislist breytir bölvun í blessun og er
sögð æðsta list lífsins (Toyohiko Kagawa).
Læknislist