Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 3

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1850 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 475 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ég var undir það búinn að hætta að vinna. Það var ekki vandamálið, en ég var ekki undirbú- inn undir að vera látinn fara fyrirvaralaust án nokkurrar ástæðu. Engar skýringar gefnar,“ segir Magnús Ólason, fyrrum framkvæmdastjóri lækn- inga á Reykjalundi. Hann hafði starfað á endurhæfingarstöðinni allt frá árinu 1985. Magnús skoðar nú stöðu sína með aðstoð frá Læknafélaginu eftir óvænt starfs- lok í kjölfar brottrekstrar forstjóra endurhæfinga- stöðvarinnar. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Óánægjan meðal starfsmanna er mikil. Margir íhuga uppsögn. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur verið ráðinn í starf Magnúsar og Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæf- ingarsviðs á Reykjalundi, sett sem forstjóri sam- hliða því starfi. Magnús segir að hann hafi ekki búist við því að Ólafur yrði ráðinn í starf hans þar sem hann væri ekki endurhæfingarmenntaður. Hann hafði því boðist til að vinna þar til starfið yrði auglýst að nýju svo fleiri sæktu um þegar öldurnar hefði lægt. „Ég vissi vel að vænlegir kandídatar til að taka við af mér sóttu ekki um því þeir vildu ekki koma inn í það andrúmsloft sem var komið þarna í september,“ segir Magnús. Hann segist vona Reykjalundar vegna að hægt verði að vinda ofan af óánægjunni. Magnús varð sjötugur á síðasta ári en þar sem Reykjalundur lýtur ekki reglum um starfslok við þau tímamót hefði hann getað haldið áfram störf- um. „Þegar ég varð sjötugur var ég beðinn um að halda áfram því ég hafði unnið að þjónustu- samningagerð fyrir Reykjalund 2012 og var með þá hluti á tæru. Forstjórinn, sem einnig missti vinnunna, bað mig um að vera með sér í að semja nýjan þjónustusamning,“ segir hann. „Auk þess var ég beðinn um að taka að mér sérverkefni í einhverja mánuði eftir að nýr framkvæmdastjóri lækninga tæki við, til dæmis að afla Reykjalundi alþjóðlegrar gæðavottunar (CARF).“ Samningurinn hafi nánast verið í höfn þegar Sjúkratryggingar hafi óskað frekari upplýsinga um innra starfið og í kjölfarið farið fram á það í vor að Reykjalundur þjónustaði 50% fleiri sjúk- linga fyrir sama fé. Reykjalundur hafði þá farið fram á meira fé. Magnús segir mannskapinn hafa verið nógu píndan fyrir og alltaf þjónustað 5-10% umfram lágmarkssamningsviðmið. Eftir að forstjóri Sjúkratrygginga hafi komið að málum hafi þau þokast áfram, enda sé hún læknir. Fókusinn hafi verið settur á fjölda meðferðardaga en ekki ástæðu endurhæfingarinnar. Hann hafi fengið umboð framkvæmdastjóra til að klára samninga- gerðina viku áður en hann var rekinn. Sjálfur hafi hann einnig boðist til að vinna áfram vegna manneklunnar sem blasti við. „Ég fékk engar skýringar á uppsögninni,“ seg- ir Magnús. „Ég spurði: Hef ég brotið eitthvað af mér? Nei, nei, nei. Hef ég staðið mig illa í starfi? Nei, nei, nei. Þetta var aðeins liður í einhverju ferli sem málið var komið í,“ segir Magnús. „Ég var auðvitað tilbúinn að hætta en ég ætl- aði ekki að hætta svona,“ segir hann hreinskiln- islega. „Mér finnst þessi gjörningur í raun svo maka- laus og svo vitlaus. Ég er aðallega sár út í að með ákveðnum hætti sé verið að eyðileggja þennan stað sem ég hef lagt krafta mína í frá því að ég kom heim úr sérnámi,“ segir Magnús. En hvað ætlar Magnús að gera nú? Setjast í helgan stein eða halda áfram að vinna? „Ég hef sagt sumu samstarfsfólki frá því að ég fékk nú strax daginn eftir uppsögnina atvinnu- tilboð. Ég hef fengið annað síðan og áður en ég fór hafði ég fengið tvö tilboð um að koma og veita ráðgjöf. Ef ég hef áhuga á að vinna er það ekki vandamálið,“ segir Magnús. „Ég er fullfrískur og tel mig færan til að halda áfram.“ Ég ætlaði ekki að hætta svona Magnús Ólason, fyrrum framkvæmda- stjóri lækninga á Reykjalundi, segir að hann hafi verið tilbúinn að ljúka störfum en ekki að vera rekinn án nokkurrar ástæðu. Sárt sé að sjá stoðunum kippt undan ævistarfinu Magnús Ólason skoðar stöðu sína eftir óvænta uppsögn eftir ríflega 30 ára starf á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi, eða allt frá árinu 1985. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.