Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 27

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2019/105 499 Y F I R L I T Inngangur Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíða- iðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metra yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki gert vart við sig. Á mynd 1 sjást hæstu svæði jarðar, þar á meðal eru Himalaja- fjöll, Andesfjöll í S-Ameríku, Klettafjöll í N-Ameríku og Alparn- ir í Evrópu. Nokkrar stórborgir eru í mikilli hæð og þegar lent er á flugvöllum þar gefst enginn tími fyrir hæðaraðlögun. Dæmi um þetta er borgin La Paz í Bólivíu, í 3640 metra hæð yfir sjáv- armáli (mynd 2). Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða geta orðið of kröftug og hvort tveggja getur valdið hæðarveiki (high altitude illness). Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) en lífs- hættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (acute mounta- in cerebral edema, HACE) og hæðarlungnabjúgur (high altitude Hæðarveiki og tengdir sjúkdómar Tómas Guðbjartsson1,2 Engilbert Sigurðsson2,3 Magnús Gottfreðsson2,4,5 Ólafur Már Björnsson6 Gunnar Guðmundsson2,7 Höfundar eru allir læknar. 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3geðsviði Landspítala, 4vísindadeild, 5smitsjúkdómadeild Landspítala, 6Sjónlag augnlæknastöð, 7lungnadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com Á G R I P Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðar- veiki gert vart við sig innan nokkurra daga. Áhættan ræðst einkum af hæð og hraða hækkunar og einkennin eru fjölbreytt. Háfjallaveiki er langalgengust en lífshættulegur hæðarheilabjúgur og hæðarlungna- bjúgur geta einnig komið fram. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun, en meingerð sjúkdómanna sem hæðarveikin getur valdið ræðst af viðbrögðum líkamans við súrefn- isskorti. Algengustu einkenni háfjallaveiki eru höfuðverkur, þreyta, slappleiki, ógleði og lystarleysi, en svefntruflanir og meltingaróþægindi eru sömuleiðis algengar kvartanir. Algengustu einkenni hæðarlungna- bjúgs eru mæði og þróttleysi en helstu einkenni hæðarheilabjúgs eru jafnvægistruflanir auk þess sem ruglástand getur þróast og meðvit- undarskerðing átt sér stað. Hér er fjallað um öll þessi þrjú birtingar- form hæðarveiki, fyrirbyggjandi ráðstafanir og meðferð en einnig nýja þekkingu á meingerð. pulmonary edema, HAPE) geta einnig þróast, einkum þegar komið er yfir 3000 metra hæð.1,2 Þessi grein er skrifuð með breiðan hóp lækna í huga en algengt er að leitað sé til lækna eftir ráðleggingum fyrir undirbúning og tilhögun háfjallaferða og ferða til staða sem liggja hátt yfir sjávar- máli.3 Greinin er töluvert breytt frá yfirlitsgrein um sama efni sem birtist í Læknablaðinu fyrir rúmum áratug4 og mun vonandi nýtast læknum, öðru heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisgreinum og öðrum sem vilja fræðast um hæðarveiki á íslensku. Textinn byggist á helstu heimildum sem fundust á PubMED, MEDLINE og í heimildaskrám nýlegra yfirlitsgreina.5-9 Fyrst er fjallað um eðlilega hæðaraðlögun og lífeðlisfræði hennar en síðan greint frá birtingarmyndum og meinlífeðlisfræði þeirra sjúkdóma sem geta gert vart við sig í mikilli hæð. Loks er útskýrt hvernig fyrirbyggja má hæðarveiki og meðhöndla. Mynd 1. Helstu háfjallasvæði heims. Mynd: Guðbjörg Tómasdóttir. Í grein í Læknablaðinu4 var heitið háfjallalungnabjúg- ur notað fyrir high altitude pulmonary edema og há- fjallaheilabjúgur yfir high altitude cerebral edema. Við- tekin heiti nú eru hæðar- lungnabjúgur og hæðar- heilabjúgur. Háfjallaveiki er áfram notuð sem þýðing á sjúkdómsheitinu acute mountain sickness og hæðar- veiki á high altitude illness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.