Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 32

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 32
504 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T en lengra er haldið upp á við. Eftir það er mælt með því að hækk- un sé ekki meiri en 500-600 m á dag milli svefnstaða og að taka hvíldardag fyrir hverja 1000-1200 m hækkun.7 Oft skiptir hæð yfir sjávarmáli á næturstað meira máli en sú hæð sem gengið er upp í yfir daginn. Þannig ná flestir hæðaraðlögun með því að lækka sig í hæð í næturstað eftir dagsgöngu.7 Gott er að ganga rólega og reyna ekki of mikið á sig. Þetta á sérstaklega við um þá sem áður hafa fengið hæðarveiki.28 Lyf Helstu lyf sem hægt er að nota til að fyrirbyggja eða meðhöndla háfjallaveiki og hæðarheilabjúg eru sýnd á töflu III. Parasetamól og ósérhæfðir COX-hamlar (til dæmis íbúprófen) hafa góð áhrif á háfjallahöfuðverk og er enginn afgerandi munur á virkni þeirra samkvæmt nýlegum rannsóknum.48,49 Þeim sem ætla að ferðast frá sjávarmáli upp í meira en 3000 m hæð til næturgistingar án hæðaraðlögunar er oft ráðlagt að íhuga að taka lyf sem draga úr líkum á hæðarveiki. Langoftast er gripið til asetasólamíðs sem er karbónik-anhýdrasa hemill sem dregur úr endurupptöku bíkarb- ónats og natríums í nýrum. Það veldur því losun á bíkarbónati í þvagi og þar með blóðsýringu (metabolic acidosis). Við það eykst öndunartíðni til að leiðrétta sýrustig í blóði sem aftur eykur súr- efnisupptöku í lungum.50 Samkvæmt Cochrane-safngreiningu frá árinu 2017 virtist lyfið draga verulega úr líkum á háfjallaveiki með áhættuhlutfall 0,47 (95%-ÖB: 0,39-0,56).51 Alls var um að ræða 16 rannsóknir með samtals 2301 þáttakendum. Í tiltölulega fáum rannsóknanna hefur aukaverkunum verið lýst, eða í 5 þeirra sem tóku til 789 þátttakenda og var þar meðal annars lýst um- talsverðri aukningu á náladofa (áhættuhlutfall 5,53, 95%-ÖB: 2,81- 10,88). Ennfremur bragðast kolsýrðir drykkir eins og gosdrykkir og bjór ekki vel á asetasólamíð-meðferð. Ekki er þó talið að allir sem fara í mikla hæð þurfi að taka asetasólamíð til að fyrirbyggja hæðarveiki. Þeir sem hafa áður fengið meira en aðkenningu af há- fjallaveiki ættu þó að íhuga fyrirbyggjandi lyfjameðferð með lyf- inu. Sömuleiðis ættu þeir sem fara mjög hratt upp án hæfilegrar hæðaraðlögunar að taka lyfið til að draga úr líkum á hæðarveiki.7,52 Algengast er að nota asetasólamíð, 125 mg eða 250 mg, tvisvar á dag. Nýleg rannsókn sýndi að lágur skammtur, 62,5 mg tvisvar á dag, hafði ekki síðri verkun en 125 mg af asetasólamíði tvisvar á dag.53 Byrjað er að taka lyfið sólarhring fyrir hæðaraukningu og hætt þegar aftur er komið niður fyrir 2500 m, eða ef staldrað er við í sömu hæð í meira en 4-5 sólarhringa7 Ekki má gefa asetasólamíð þeim sem hafa ofnæmi fyrir súlfalyfjum vegna mögulegs krossof- næmis.7 Til að ganga skugga um að lyfið þolist vel er mælt með að prófa lyfið við sjávarmál um tveimur vikum fyrir áætlaða notkun. Sykursterinn dexametasón er talinn draga úr háræðaleka í heila og þar með minnka líkur á heilabjúg. Nota má hann í samráði við lækni sem fyrirbyggjandi meðferð ef asetasólamíð þolist ekki eða frábendingar eru fyrir notkun þess.7,54,55 Cochrane-safngreining sem birtist árið 2017, og tók til fjögurra rannsókna með samtals 176 þátttakendum, sýndi að lyfið dró ekki marktækt úr áhættu á háfjallaveiki en þó vantaði lítið upp á að tölfræðilegri marktækni væri náð (áhættuhlutfall 0,60, 95%-ÖB: 0,36-1,00).51 Ekki er ráðlegt að taka sykurstera í meira en 10 daga samfleytt vegna hættu á aukaverkunum og mikilvægt er að hafa í huga að einkenni hæðar- veiki geta komið fram aftur þegar lyfjagjöf er hætt.56 Ýmis önnur lyf hafa verið rannsökuð með tilliti til þess hvort þau fyrirbyggi hæðarveiki en í þeim hópi eru helst magnesíum sítrat og Ginkgo biloba. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars safngreiningar, styðja ekki virkni þeirra.57 Hæðarlungnabjúgur Að jafnaði gilda sömu fyrirbyggjandi leiðbeiningar og fyrir bráða háfjallaveiki.7 Þó er sérstaklega mælt með því að forðast of mikla áreynslu, sérstaklega hjá þeim sem eru með öndunarfærasýkingu. Ekki er mælt með kalsíumhemlinum nífedipíni til að fyrirbyggja lungnabjúg nema fyrir þá sem áður hafa fengið hæðarlungna- bjúg.58 Þeir einstaklingar ættu að hækka sig varlega og taka lang- virkandi nífedipín, 30-60 mg daglega. Nífedipín veldur víkkun á lungnaslagæðum og dregur þannig úr æðaherpingnum sem súr- efnisskorturinn veldur, sem aftur minnkar líkur á lungnabjúg. Fosfódíesterasa-hemlarnir tadalafíl og síldenafíl virðast hafa svip- uð áhrif og nífedipín.59 Með því að hamla fosfódíesterasa verður meira framboð af níturoxíði (NO) í lungnaslagæðum sem veldur útvíkkun þeirra án þess að hafa áhrif á kerfisblóðþrýsting. Lang- virkur beta-viðtakaörvi, salmeteról, hefur verið gefinn í innúða- formi í hærri skömmtum en notaðir eru við meðferð lungnasjúk- dóma eins og astma og lungnateppu. Það er talið geta flýtt fyrir að vökvi sé tekinn upp úr lungnablöðrum með því að hafa áhrif á flutning á natríum og kalíum yfir frumuhimnur.60 Cochrane-safn- greining frá 2017 staðfesti virkni salmeteróls við að fyrirbyggja lungnaeinkenni háfjallaveiki (áhættuhlutfall 0,37, 95%-ÖB: 0,23- 0,61), en rannsóknin náði til tveggja rannsókna með 132 þátttak- endum.51 Meðferð Almennar ráðleggingar Mikilvægast er að fara strax niður í minni hæð og skal það alltaf gert ef aðstæður leyfa.7 Ef einkenni eru væg má íhuga að halda kyrru fyrir. Oft dugar lækkun um 500-1000 m til að draga veru- lega úr einkennum. Eftir hvíld og frekari hæðaraðlögun má reyna uppgöngu á ný ef einkenni voru væg. Ekki er mælt með því að þeir sem hafa fengið heila- og /eða lungnabjúg reyni frekari upp- göngu.61 Þá er áhersla lögð á að drekka vel og svala þorstanum jafnóðum, og forðast þannig vökvatap sem jafnframt dregur úr einkennum háfjallaveiki. Ofvökvun er óæskileg, enda getur hún valdið lækkun á natríum í blóði sem getur valdið einkennum sem líkjast háfjallaveiki.62,63 Lyf og önnur meðferð við háfjallaveiki Lyf má nota ein sér ef einkenni eru væg eða ef aðstæður leyfa ekki lækkun í minni hæð, til dæmis vegna veðurs eða náttmyrkurs. Nota má verkjalyf eins og parasetamól í fullum skömmtum eða íbúprófen við vægum einkennum, sérstaklega höfuðverk. Tafla III sýnir hvaða lyfjum má beita hjá sjúklingum með alvarlegri ein- kenni háfjallaveiki. Eins og fram kom í Cochrane-greiningu frá 2018 vantar vandaðar rannsóknir á gagnsemi þessar lyfja við há- fjallaveiki. Þær takmörkuðu rannsóknir sem þó hafa verið gerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.