Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 29

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2019/105 501 Y F I R L I T Háfjallaveiki Bráð háfjallaveiki er samsafn einkenna þar sem höfuðverkur er lykileinkenni en önnur ósértækari einkenni eru einnig oft til staðar (tafla I).5,9 Samkvæmt skilmerkjum sem kennd eru við Lake Louise og voru síðast uppfærð 2018 er um að ræða höfuð- verk hjá einstaklingi sem ekki er hæðaraðlagaður og er nýkominn í meira en 2500 metra hæð yfir sjávarmáli (tafla II).22 Að auki er til staðar eitt eða fleiri af eftirtöldum einkennum: óþægindi frá meltingarvegi (lystarleysi, ógleði eða uppköst), sundl, þrekleysi og þreyta.22 Svefnleysi er hins vegar ekki lengur meðal skilyrða fyrir greiningu háfjallaveiki í þessari nýjustu útgáfu Lake Louise skilmerkjanna, enda hefur verið sýnt fram á að allt að 40% sjúk- linga með háfjallaveiki finna ekki fyrir svefntruflunum.22 Í töflu I eru auk einkenna sýnd helstu teikn sem finnast við skoðun á sjúklingum með háfjallaveiki. Að jafnaði koma einkenni fram 6-10 klukkustundum eftir komu í mikla hæð en geta hafist allt að einni klukkustund eftir komu eða einum til tveimur dögum síðar.5,9,15,17 Án frekari hækkunar ganga einkenni oftast til baka á einum til þremur dögum. Háfjallaveiki er algengt vandamál. Rannsóknir tengdar ferða- mönnum í Klettafjöllum N-Ameríku hafa sýnt að 22% ferðamanna sem náðu 2500-2900 metra hæð fundu fyrir einkennum og var tíðnin 42% þegar komið var yfir 3000 m hæð.23 Svipuðum niður- stöðum hefur verið lýst hjá göngufólki í Ölpunum og Nepal, eða 10-40% þeirra sem náðu 3000 m og 40-60% hjá þeim sem komust upp í 4000-5000 m.24,25 Háfjallaveiki verður ekki vart undir 2500 metra hæð5 og því gætir hennar ekki hjá heilbrigðu fólki á íslensk- um fjöllum (mynd 5). Sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma er þó hættara við að fá einkenni hæðarveiki í lægri hæð en öðrum. Tafla II. Áhættuflokkun hæðarveiki.7 Áhætta Lýsing Lítil Einstaklingur með enga fyrri sögu og hækkar sig í minna en 2800 m Einstaklingur sem tekur tvo daga í að komast í 2500-3000 m og hækkar sig í svefnstað minna en 500 m á dag og tekur aukadag til aðlögunar fyrir hverja 1000 m hækkun Meðal Einstaklingur með fyrri sögu sem hækkar sig í 2500-2800 m á einum degi Engin saga um hæðarveiki og færa sig í meira en 2800 m á einum degi Allir sem hækka sig meira en 500 m á dag (hækkun í svefnstað) í hæð yfir 3000 m en með auka degi fyrir aðlögun fyrir hverja 1000 m hækkun Mikil Einstaklingur með fyrri sögu sem hækkar sig í meira en 2800 m á einum degi Allir með fyrri sögu um hæðarheilabjúg Allir sem fara í meira en 3500 m hæð á einum degi Allir sem hækka sig meira en 500 m á dag (hækkun í svefnstað) í hæð yfir 3000 m en með enga aukadaga fyrir aðlögun Mjög hröð uppganga, til dæmis á Kilimanjaro á innan åvið 7 dögum Með hæð er átt við þá hæð sem sofið er í. Gengið er út frá því að hækkun byrji í 1200 m hæð eða lægra. Ofangreint á við um þá sem hafa ekki fengið hæðaraðlögun. Tafla I. Lake Louise skor fyrir háfjallaveiki.22 Höfuðverkur 0 – Enginn 1 – Vægur 2 – Meðal 3 – Svo slæmur að þolandi verður óvirkur Meltingaróþægindi 0 – Góð matarlyst 1 – Léleg matarlyst eða ógleði 2 – Meðalslæm ógleði eða uppköst 3 – Slæm ógleði og uppköst sem gera þolanda óvirkan Þreyta og/eða slappleiki 0 – Hvorki þreyta né slappleiki 1 – Væg þreyta/slappleiki 2 – Meðal slæm þreyta/slappleiki 3 – Mikil þreyta/slappleiki Svimi/jafnvægistruflanir 0 – Hvorki svimi né jafnvægistruflanir 1 – Vægur svimi/jafnvægistruflanir 2 – Meðalslæmur svimi/jafnvægistruflanir 3 – Slæmur svimi/jafnvægistruflanir sem gera þolanda óvirkan Háfjallaveiki – virkniskor Ef þú fannst fyrir einhverjum einkennum háfjallaveiki, hver voru áhrifin á virkni þína? 0 – Engin 1 – Einkenni til staðar en þau höfðu ekki áhrif á virkni eða ferðaáætlun 2 – Einkenni urðu til þess að ég gat ekki haldið uppgöngu áfram óstuddur eða þurfti að halda niður 3 – Flytja varð mig brátt í lægri hæð Mynd 4. Súrefnismettun í slagæðablóði fjallgöngumanna á Everest minnkar með auk- inni hæð. Myndin er byggð á gögnum frá Dr. Nick Mason. Mynd: Guðbjörg Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.