Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 15

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2019/105 487 R A N N S Ó K N verið óvenju há, náði hápunkti 1991, en fór svo lækkandi. Þegar allt tímabilið er skoðað dró úr sjálfsvígum í heildina. Síðasta kreppan og jafnframt sú fyrsta á þessari öld hófst 2008 og er að mati sérfræðinga sú dýpsta. Aðdragandinn einkenndist af gríðarmikilli þenslu í hagkerfinu. Mestu umsvifin voru á sviði fjármála, bæði heima og erlendis, sem voru drifin áfram af erlendri skuldasöfnun. Bankarnir hrundu í sviphendingu, neyðarlög þurfti til að halda efnahagslífinu gangandi. Neysla féll um rúman fjórð- ung og gengi krónunnar hrundi. Kom það sér illa fyrir heimili og fyrirtæki, sem höfðu verið með lán í erlendri mynt. Atburðarás varð hröð og kreppan djúp. Það orsakaðist af fordæmalaust hraðri uppsveiflu á völdum sviðum efnahagslífsins árin fyrir hrun. At- vinnuleysi náði hæðum sem höfðu ekki sést frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Bati kom hægt, árið 2013 var þjóðarframleiðsla komin á svipað stig og árin fyrir hrun. Neysla var enn langt undir viðmiðum frá þeim tíma. Mikil reiði var meðal alls þorra almenn- ings, tjáð með ýmsum hætti. Tíðni sjálfsvíga fór vaxandi síðustu 5 árin fyrir hrunið, en frá 2008 urðu óverulegar breytingar á tíðni. Kreppurnar 1931 og 1948 skera sig úr frá hinum vegna fjölgun- ar sjálfsvíga. Þar eykst tíðni úr 8,2 í 14,3/100.000 í þeirri fyrri, en í þeirri seinni úr 10,2 í 16,1/100.00. Í kreppunni 1968 er aukning mun minni. Í hinum þremur kreppunum er engin breyting eða jafnvel fækkun sjálfsvíga. Það er mikilvægt að skoða tíðnibreytingar út frá þróun tíðni sjálfsvíga í aðdraganda hverrar kreppu. Kreppurnar 1931 og 1948 skella á þegar sjálfsvígstíðni er greinilega stígandi. Aðdragandi kreppunnar 2008 er tvískiptur. Meðaltal sjálfsvígs- tíðni fyrir allt tímabilið er 15,8/100.000 en í 5 ára aðdraganda hrunsins er tíðnin lægri, 14,5/100.000. Í aðdragandanum 1918, 1968 og 1991 er lækkun á tíðni, en þess ber þá að geta að til lengri tíma á undan hafði sjálfsvígstíðni verið óvenju há. Í 100 ára hagsögu Íslands eru miklar sveiflur í hagvexti algengar ef miðað er við önnur Evrópulönd. Eins og greinir frá í inngangi hafa margir rannsakað hugsanleg tengsl sjálfsvíga og hagsveiflna. Niðurstöður eru ekki samhljóma. Það er augljóst að ef miklar niðursveiflur hafa áhrif á sjálfsvígsáhættu ættu þau áhrif að koma fram í íslenskum gögnum. Sú einfalda gagnagreining sem gerð hefur verið hér sýnir að engin tengsl eru á milli krepputímabila og tíðni sjálfsvíga til lengri tíma. Ljóst er að krepputímabilin skera sig ekki á nokkurn hátt frá tímabilum betri efnahags hvað varð- ar sveiflur í sjálfsvígstíðni á þessari rúmu öld. Líkanið sem hér er stuðst við byggir á mannfjölda, en tekur ekki á beinan hátt á lýðfræðilegri þróun svo sem að hlutfall eldri einstaklinga er mun hærra en var fyrir 100 árum. Með því að hafa t (trend/leitni) í lík- aninu er tekið óbeint á þeirri þróun. Toppar og lægðir í tíðni sjálfsvíga á tímabilinu í heild verða ekki skýrðar af niðursveiflum í efnahagslífinu. Sjálfsvígstíðni tengd kreppum virðist fyrst og fremst endurspegla þá hreyfingu sem er á tíðnitölum milli ára frekar en áföllum í þjóðarbúskap. Þó mætti rýna betur í aðstæður í kringum hverja kreppu fyrir sig. Eins ber að taka tillit til sérstöðu Íslands, lítið samfélag, sterk fé- lagsleg tengsl og ekki síst heilbrigðis- og velferðarkerfi sem hafa eflst mikið frá miðri síðustu öld. Allt eru þetta verndandi þættir. Tilefni er til að rannsaka nánar verndandi þætti gegn sjálfsvígum. Þar má fyrst nefna þjóðhagfræðilega þætti eins og breytingar á kaupgetu og verðbólgu, vinnuumhverfi og atvinnuleysi, aukna tíðni hjónaskilnaða og vaxandi áfengis- og vímuefnaneyslu. Þess- ar áherslur eru í samræmi við leiðbeiningar Evrópsku geðlækna- samtakanna um geðheilsu og efnahagskreppur í Evrópu.27 Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna mikilvægi öflugs velferðar- kerfis, sem felur í sér félagslegan stuðning, stöðugleika í húsnæð- ismálum, menntunarmöguleika og greitt aðgengi að geðheilbrigð- isþjónustu, sem þarf til að draga úr tíðni sjálfsvíga. Áhættuþættir sjálfsvíga eru fjölmargir, en sterkasti áhættu- þáttur sjálfsvígs er fyrri sjálfsvígstilraun. Við mat á orsökum sjálfs- víga þurfa að liggja fyrir nánari upplýsingar um sálarlíf einstak- lings, heilsufar og félagslega stöðu. Það kallar á mun flóknara greiningarferli en hér hefur verið beitt.28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.