Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 43

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2019/105 515 að finna punktinn sem ljósgeislinn eigi að meðhöndla. Þá sé lítið akkeri skrúfað fast í hauskúpuna: „Stungusárið í höfuðkúpuna er eina sárið sem sjúklingurinn er með á höfðinu. Það er 3,2 millimetrar að stærð og lokað með einu spori.“ Hún segir sjúklinginn ná sér nánast samstundis. „En við höfum ákveðið að hafa þann háttinn á að halda sjúklingnum á sjúkrahúsinu í einn til tvo daga og fylgj- ast með honum,“ segir hún. „En auðvitað er hætta á fylgikvillum af þessari meðferð og aukaverkunum. Fyrst og fremst er hætta á að það myndist heilabjúgur vegna hitamyndunarinnar. Sjúklingurinn fær því stera í tvær vikur eftir að meðferð lýkur.“ Leysir bætir lífsgæði fólks En breytir leysirinn ekki starfi heila- skurðlæknis? „Jú, þetta gefur okkur mikla möguleika, þá sérstaklega varðandi æxli sem hefur verið erfitt að komast að vegna djúprar legu eða viðkvæmrar staðsetn- ingar,“ segir hún en það sé þó ekki þannig að heilaskurðlæknir styðjist eingöngu við leysi í framtíðinni og enga hnífa. „Nei, ekki enn sem komið er. Við heilaskurð- læknar verðum ekki atvinnulausir, ekki strax,“ segir hún og hlær. „Svo er þetta eins og með flesta nýja tækni, hún er í mótun og enn sem komið er ákveðin áskorun að velja rétt æxli til að meðhöndla,“ segir hún og býst við að gerðar verði ein til tvær aðgerðir með leysi í mánuði á Karólínska-sjúkrahúsinu. „Við þurfum að velja tilfellin vel því þetta er meðferð sem hentar ekki endilega hvaða æxli sem er.“ Hún nýtist áður en önnur krabbameinsmeðferð hefjist, svo sem geisl- un og lyfjameðferð, sé æxlið ekki of stórt. „Við munum nota leysinn við illkynja heilaæxlum þegar þau birtast aftur. Þá eru þau oft í dýpri legu eða minni í ummáli og hægt að grípa til þessarar tækni í stað opinnar aðgerðar með minni áhættu fyrir sjúklingana og styttra bataferli.“ Leysirinn bæti lífshorfur og lífsgæði sjúklinganna talsvert í framtíðinni. Fleiri sjúkrahús vilja leysi En eru hin Norðurlöndin að skoða hvernig þau gera á Karólínska? Já, mér vitanlega eru fleiri sem hafa áhuga á því að kaupa tækið og koma þessari meðferð á legg. Meðferðin er einnig að verða aðgengileg á fleiri stöðum í Evrópu.“ En hvað með Landspítala, er óraun- hæft að hann taki upp tæknina? „Það er erfitt að segja hversu mörgum sjúklingum tæknin gagnast heima. Á meðan tæknin er svona ný er einnig erfitt að meta hversu útbreidd hún mun verða,“ segir hún. „Mér finnst það ekkert óraunhæft þótt það geti verið erfitt að segja hversu mörgum sjúk- lingum tæknin gagnast.“ Jiri Bartek og Margrét Jensdóttir ásamt taugalækningateymi Karólínska háskólasjúkrahússins. Mynd/Karólínska Jiri Bartek og Margrét Jensdóttir. Mynd/Karólínska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.