Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 39

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2019/105 511 Reynir Arngrímsson formaður FAL Guðrún Ása Björnsdóttir Ýmir Óskarsson FÍH Salóme Ásta Arnardóttir Jörundur Kristinsson FSL María I. Gunnbjörnsdóttir Gunnar Mýrdal LR Þórarinn Guðnason Alma Gunnarsdóttir Stjórn Læknafélags Íslands Þegar þetta er skrifað eru allar heilsugæslur á landinu undirlagðar okkar árlega haustverkefni, inflúensubólusetningum. Bólusetningar eru best heppnaða fyrsta stigs forvörnin sem beitt er og fyrirmynd fyrirbyggjandi læknisfræði. Fyrsta stigs forvörn er læknisfræðileg aðgerð sem kemur í veg fyrir eða minnkar líkur á sjúkdómum hjá heilbrigðu fólki. Reyndar má segja að inflúensubólusetning sé líka þriðja stigs forvörn, því hún beinist fyrst og fremst að þeim þegnum samfélagsins sem síst mega við því að fá inflúensu. Þriðja stigs forvörn gengur út á að draga úr áhrifum langvinnra sjúkdóma á líf og líðan sjúklinga. Annars stigs forvörn er þegar reynt er að greina sjúkdóma snemma í ferli veik- inda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir versnun. Sem dæmi má nefna skimanir frískra ungbarna og mæðraeftirlit sem annars stigs forvörn. Fjórða stigs forvörn er skilgreind sem aðgerð sem miðar að því að vernda einstaklinga frá læknis- fræðilegum inngripum sem hætta er á að geri þeim meiri skaða en gagn. Flest læknisfræðileg inngrip hafa mögulegar aukaverkanir, bæði rannsóknir og meðferð. Hugsanlegar aukaverkanir er auðvelt að sætta sig við þegar inngripið er nauðsynlegt, en ef ólíklegt er að rannsóknin eða meðferðin sé hjálpleg eru aukaverkanir síður ásættanlegar. Gæði og magn fara ekki alltaf saman. Choosing wisely er herferð sem hófst í Banda- ríkjunum 2012 hjá American Board of Internal Medicine í því augnamiði að minnka ónauðsynleg læknisfræðileg inngrip. Áhersla er á gæði þjónustu og skaðaminnkun frekar en að draga úr kostnaði. Nú hefur þessi aðferð verið tekin upp í að minnsta kosti 20 ríkjum, til dæmis Kanada, Noregi, Bret- landi, Hollandi og Ástralíu. Á flestum stöðum eru það samtök lækna sem standa fyrir þessari herferð og nú er í athugun hvort rétt sé að Læknafélag Íslands beiti sér fyrir því að Choosing wisely verði notað á Íslandi. Herferðin er tvíþætt. Annars vegar þarf hvert fagfélag lækna að koma sér saman um algengar rannsóknir og meðferðir á sínu sérsviði sem geta valdið skaða eða streitu og eru gagnslitlar sam- kvæmt rannsóknum, og síðan að hafa samráð við sérgreinar sem snerta viðkomandi atriði. Til dæmis ef heimilislæknar ákveða að stefna að minni notk- un á ónauðsynlegum myndrannsóknum af hrygg við bakverkjum án rauðra flagga, þarf samráð við Félag myndgreiningalækna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessi aðferð krefst þess að hver sérgrein líti í eigin barm en bendi ekki annað. Hinn armur herferðarinnar snýr að fræðslu til almenn- ings. Dæmi um spurningar sem fólk er hvatt til að spyrja lækninn sinn eru: • Er þetta virkilega nauðsynlegt? • Hverjar eru hætturnar? • Eru aðrir möguleikar? • Hvað gerist ef ég geri ekkert? Því skyldu læknar mæla með ónauðsynlegri meðferð? Erum við ekki öll að vinna eftir bestu samvisku? Komið hefur í ljós að læknar kenna oft þrýstingi frá sjúklingi um þegar valin er ónauðsyn- leg meðferð eða rannsókn. En með fræðslu má minnka þennan þrýsting eins og kom í ljós þegar umræða varð um ónauðsynlega sýklalyfjameðferð til að reyna að hafa áhrif á þróun fjölónæmra bakt- ería í samfélaginu. Nú er svo komið að áhyggjufull- ir foreldrar eru mun oftar ánægðir með að „sleppa við“ sýklalyf en var fyrir 15 árum. Þegar Norðmenn urðu varir við mikinn óeðlilegan breytileika í heilbrigðisþjónustu í landinu var gripið til þess að reyna hvort aðferðin Choosing wisely gæti verið gagnleg. Sem dæmi var stórkostlegur munur á fjölda hálskirtlalausra barna og fjarlægðra liðþófa í hnjám eftir landsvæðum. Ráðleggingar Choosing wisely grípa engan veginn inn í sjálfstætt mat hvers læknis heldur eru einungis ráðgefandi og byggjast alltaf á gagnreyndri læknisfræði. Það hljómar skynsamlega í eyrum leikmanna að fyrirbyggja frekar en að meðhöndla veikindi, og mikilvægi fyrirbyggjandi læknisfræði er gjarnan haldið á lofti í ræðustólum stjórnmálanna. Forvarn- ir eru fleira en reglusamt líferni og bólusetningar. Forvarnir eru stór hluti af starfi okkar allra sem vinnum við eftirlit og eftirfylgd langvinnra sjúk- dóma eða hittum áhyggjufulla hrausta einstaklinga sem óska eftir rannsóknum til öryggis. Choosing wisely er aðferð sem hefur hjálpað læknum að takast á við þá hættu sem felst í ofgreiningum og oflækn- ingum. Ef til vill berum við gæfu til að geta nýtt okkur þessa aðferð á Íslandi. Ég lýsi hér með eftir íslenskun á hugtakinu Choosing wisely.* Heimildir • choosingwiselycanada.org/ • beta.legeforeningen.no/kloke-valg/ • helseatlas.no/ • Statement from Nordic Leader Seminar for General Practice- organizations Aug 23rd – 25th, 2018 • woncaeurope.org/sites/default/files/news/RC68%20-%20Statement%20 on%20Overdiagnosis.pdf * Fjallað hefur verið um þetta hugtak nýlega í Læknablaðinu og þar kom fram tillagan: Snjallt val eða þekkingarmiðað val á heilbrigðisþjónustu: Gunnarsdóttir GA. „Meira er ekki alltaf betra“. Snjallt val í heilbrigðiskerf- inu, rætt við Stefán Hjörleifsson lækni í Noregi. Læknablaðið 2019; 105: 348-9. Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Fjórða forvörnin Salóme Ásta Arnardóttir heimilislæknir Salome@hglagmuli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.