Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 7

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2019/105 479 Magnús K. Magnússon læknir Læknadeild Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu magnuskm@hi.is DOI: 10.17992/lbl.2019.11.253 Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar Það var stórt skref fyrir þróun lífs á jörðinni þegar frumur fóru að nota súrefni til að knýja áfram efna- verksmiðju sína til orkuframleiðslu. Þessi nýsköpun varð til þess að líf á jörðunni tók stakkaskiptum, heilkjörnungar urðu til og síðar fjölfruma lífverur. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír vísindamenn fyrir grundvallaruppgötvanir á því hvernig fruman bregst við súrefni og súrefn- isskorti. Vísindamennirnir eru William G. Kaelin Jr. við Harvard-háskóla, Sir Peter J. Ratcliffe við Francis Crick-stofnunina í London og Gregg L. Semenza við Johns Hopkins-háskóla. Þegar súrefni varð lykilsameind í orkufram- leiðslu lífvera gat margfalt meiri orka myndast við niðurbrot fæðusameinda og lífverur gátu farið að framkvæma flóknari hluti; búa til flóknar sameindir, senda skilaboð og ýmislegt annað. Á sama tíma varð einnig nauðsynlegt að geta skynjað súrefnismagn þannig að lífveran gæti aðlagast mismiklu súrefni í umhverfinu. Það hefur verið lengi þekkt að svæði í nýrum skynja lágan súrefnisstyrk (eða blóðleysi) og kveikja á aukinni framleiðslu á erythropoietíni (EPÓ), hormóni sem eykur myndun rauðra blóðkorna. Rannsóknir Semenza og samstarfsmanna sýndu að umritunarþáttur í kjarna frumna stýrði með bein- um hætti framleiðslu á EPÓ. Þessi umritunarþáttur, hypoxia-inducible factor-1 (HIF-1), reyndist vera lyk- ilstýriþáttur í nýrum á þessu mikilvæga hormóni, EPÓ. Framhaldsrannsóknir Semenza sýndu síðar að HIF-1 var stýrt með beinum hætti af súrefnisstyrk í umhverfi frumnanna. Þarna var komin bein lífeðl- isfræðileg stjórnun á myndun blóðrauða gegnum skynjun á súrefnisstyrk í lífverunni. Næsti kafli í þessari áhugaverðu sögu snýr að rannsóknum á æxlisbæligeninu VHL (von Hipp- el Lindau) sem hafði verið einangrað í sjaldgæfu krabbameinsheilkenni sem tengdist myndun á æða- ríkum illkynja æxlum. Þessi æðaríku æxli örvuðu HIF-1 umritunarþáttinn sem Semenza hafði rann- sakað nokkrum árum áður. Ratcliffe og samstarfs- menn sýndu fram á VHL-próteinið stýrði með bein- um hætti niðurbroti á HIF-1 og þetta niðurbrot var einnig súrefnisháð í frumunni. Þannig hefur fruman þann hátt á að framleiða stöðugt HIF-1 umritunar- þáttinn en brjóta hann niður á sama tíma og þannig koma í veg fyrir virkni hans. VHL-æxlisbæligen- ið stýrir beint þessu niðurbroti. Æxli sem skortir þetta prótein brjóta því ekki niður HIF1 og því fer fruman að haga sér eins og hún sé í súrefnissnauðu ástandi. Æxli af þessari gerð hvetja nýmyndun æða og efnaskipti æxlisins breytast eins og það sé í súrefnissnauðu umhverfi. Rannsóknir benda til að fjölmörg æxli taki upp svipaða hegðum, en þetta er rannsóknarsvið í dag sem er frjótt og snýr að efna- skiptum krabbameinsfrumna. Síðast kaflinn í þessari áhugaverðu sögu um skynjun á súrefnisstyrk í frumum var skrifaður af rannsóknarhópum Ratcliffe og Kaelin. Þeir birtu samtímis tímamótagreinar sem lýstu ensími sem hengdi hydroxýl (-OH) á HIF-1-umritunarþátt- inn sem hefur leikið lykilhlutverk í þessari sögu., Ensímið, svokallaður prólýl-hdroxýlasi, var súrefn- isháð og því minnkaði virkni þess þegar súrefnis- styrkur lækkaði. Þarna voru því komin hinu beinu tengsl súrefnis og HIF-1. Við eðlilegan súrefnis- styrk var HIF-1 merkt til niðurbrots gegnum prólýl- hydroxýlasa. VHL-próteinið stuðlar síðan að niður- broti þess. Við súrefnisskort er HIF-1 hins vegar ekki brotið niður og getur því sent skilaboð um súrefn- isskort sem leiðir af sér aðlögun lífverunnar, meðal annars með myndun á EPÓ, nýmyndun æða og að- lögun efnaskipta að súrefnissnauðu ástandi. Þessi grundvallarskilningur á súrefnisskynjun frumunnar hefur varpað ljósi á myndun blóðrauða, aðlögun lífvera að lágum súrefnisstyrk, til dæm- is við háfjallaaðstæður, og hegðun krabbameins- frumna. Þetta er ljóslifandi dæmi um grundvallar- rannsóknir sem varpa ljósi á mörg svið klínískrar læknisfræði og því verðugt æðstu viðurkenningar í læknavísindum. Heimildir 1. Semenza GL, Nejfelt MK, Chi SM, Antonarakis SE. Hypoxia-inducible nuclear factors bind to an enhancer element located 3’ to the human erythropoietin gene. Proc Natl Acad Sci USA 1991; 88: 5680-4. 2. Wang GL, Jiang BH, Rue EA, Semenza GL. Hypoxia-inducible factor 1 is a basic-helix-loop-helix-PAS heterodimer regulated by cellular O2 tension. Proc Natl Acad Sci USA 1995; 92: 5510-4. 3. Maxwell PH, Wiesener MS, Chang GW, Clifford SC, Vaux EC, Cockman ME, et al. The tumour suppressor protein VHL targets hypoxia-induci- ble factors for oxygen-dependent proteolysis. Nature 1999; 399: 271-5. 4. Ivan M, Kondo K, Yang H, Kim W, Valiando J, Ohh M, et al. HIFa targeted for VHL-mediated destruction by proline hydroxylation: Implications for O2 sensing. Science 2001; 292: 464-8. 5. Jaakkola P, Mole DR, Tian YM, Wilson MI, Gielbert J, Gaskell SJ, et al. Targeting of HIF-α to the von Hippel-Lindau ubiquitylation complex by O2-regulated prolyl hydroxylation. Science 2001; 292: 468-72. The Nobel Prize in Medicine 2019 – The cellular oxygen sensing mechanism Magnús K. Magnússon MD, Professor, Faculty of Medicine, University of Iceland & project leader, deCODE Genetics R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.