Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 40

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 40
512 LÆKNAblaðið 2019/105 „Nokkur ár af starfsferli lækna hefur vantað í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við erum með nýútskrifaða lækna og svo sér- fræðinga. Það er lítið þar á milli,“ bendir Guðrún Ása Björnsdóttir, formaður Félags almennra lækna – FAL og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands. Því þurfi að efla sér- nám á Íslandi um leið og haldið er áfram að styðja við lækna sem fara í sérnám er- lendis. Lykillinn sé fjölbreytni. „Sérnámslæknar eru oft mjög öflugir í félagsstörfum, rannsóknum, kennslu og eru góðir starfsmenn,“ segir hún. Ís- lenskir læknar séu oft erlendis á öflugustu starfsárum sínum. „Við höfum hingað til ekki náð að skapa næg tækifæri til fram- haldsnáms á Íslandi og nýta starfskrafta sérnámslækna hér á landi.“ Guðrún Ása segir mikilvægt að gefa læknum færi á að starfa í umhverfi hér á landi, þar sem allur tröppugangur starfsferilsins sé í boði. Með þeim hætti yrði íslenska heilbrigðiskerfið enn betra. „Sérfræðingar á Íslandi eru oft að vinna störf sem þeir myndu ekki endilega sinna ef fleiri reyndari sérnámslæknar væru til staðar,“ segir hún. Dæmi séu um að sérnámslæknar axli of mikla ábyrgð of snemma. „Lokaákvarðanir í heilbrigðiskerfinu hvíla á herðum sérfræðilækna og þeir verða að hafa svigrúm til að sinna þeim. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu á nefnilega líka við um lækna, bæði sér- námslækna og sérfræðinga.“ Sérnámsleyfin mikilvæg „Við sváfum á verðinum,“ segir Guðrún Ása um þróun sérfræðimenntunar hér á landi. Það hafi leitt til þess að landlæknir hafi hætt að veita íslensk sérfræðileyfi nema í heimilislækningum og geðlækn- ingum. „Nú er aftur farið að veita sérfræðileyfi. Unnið er hörðum höndum að því að efla sérnám á Íslandi, ramma, staðla og gera marklýsingar,“ segir hún. FAL hafi ýtt á kerfið og lagt fram tillögur til úrbóta þegar sérfræðileyfisveitingum var hætt enda málið þeim mikilvægt. Það snerti starfsfrelsi þeirra. „Þetta er eitt af helstu baráttumálum almennra lækna í dag,“ segir hún og að mikilvægt sé að slá ekki af kröfum um sérnám og að það íslenska verði eins og best er á kosið. „Þetta snýst um réttindi og ég tala nú ekki um þegar fleiri konur eru í læknastétt og karlmenn taka meiri þátt í fjölskyldulífinu,“ segir hún og bendir á að nú til dags kjósi bæði hjón gjarnan starfs- frama. „Það er ekki sjálfgefið að það henti öllum að flytja fjölskylduna til útlanda til lengri tíma.“ Hún fagnar því árangrin- um sem hafi náðst síðustu tvö ár. Land- læknir hafi tekið málið föstum tökum og Landspítali eflt framhaldsmenntunarráðið. Kennslustjórarnir á Landspítala hafa unnið mikið frumkvöðlastarf. „Þegar allir taka sig til og vilja vel gerast galdrarnir.“ Fullt sérnám í bráða- lækningum hafi orðið að veruleika og sé skipulagt þannig að nemarnir þurfi að fara út í skilgreindan tíma til að gera skilgreinda hluti. Framhaldsnám á öðrum sviðum hafi einnig verið eflt. „Við horfum því á gjörbreytt umhverfi á rúmu ári fyrir almenna lækna. Það hefur gríðarmikið gerst og gaman að hafa tekið þátt í þessu.“ Fjögur börn á átta árum Málið er Guðrúnu Ásu hugleikið sem móður fjögurra barna. Hún útskrifaðist úr lífefnafræði úr Háskóla Íslands fyrir læknisfræðina sem hún lærði í Warwick- háskóla í Bretlandi. Hún ákvað að koma heim við útskrift ólétt að fyrsta barni sínu. „Ég var komin með stöðu ytra og ætlaði ekki að fara heim en tók þá meðvituðu ákvörðun að leyfa barninu að verja meiri tíma með ömmum og öfum,“ segir Guð- rún. „Mér finnst ég heppin að eiga fjögur heilbrigð börn, með gott stuðningsnet og hafa nóg að gera hér á Íslandi.“ Elsti er 8 ára, næstelsti 5 ára, sá þriðji þriggja og fjögurra mánaða lítil dama, Helga Ingibjörg, sú yngsta. Hún situr með okkur í gegnum viðtalið í fæðingarorlofi móðurinnar. „Við vorum búin að undir- búa okkur andlega að þessi yngsta yrðu tvíburastrákar,“ segir Guðrún og vísar til eiginmannsins, Halldórs Benjamíns Við sváfum á verðinum Við þurfum að tryggja öflugt sérnám á Íslandi til framtíðar þannig að ungir læknar geti valið á milli þess að fara erlendis í sérnám eða að mennta sig hér heima, segir stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands og formaður Félags almennra lækna. Guðrún Ása lærði í Bretlandi Guðrún Ása Björnsdóttir lærði í Bretlandi og stefnir að því að klára heimilislækn- ingar fljótlega auk þess sem hún hefur verið í lyflæknasérnámi. „Mig langar helst að vera bæði heimilislæknir og lyflæknir og hafa valið hvar ég vinn, á spítalanum eða heilsugæslu,“ segir hún. „Ég bíð spennt eftir að þeir klári sérnám í lyflækningum hér heima eða auðveldi námið með því að það verði styttri tími sem þarf að sækja út,“ segir hún en situr ekki auðum höndum í fæðingarorlofi með fjórða barn sitt á 8 árum. „Svo er ég í doktorsnámi sem er gigtar- og ónæmisfræðitengt. Ég hef alltaf verið heilluð af ónæmiskerfinu og gigt. Þegar fer að róast hjá mér væri gaman að sérhæfa sig meira í gigtinni“ segir hún og brosir. „Fyrir allar frekari sérhæfingar þurfa læknar að fara út. Þegar verkefnin eru svona mörg, í starfi og heima fyrir, er nauðsynlegt að muna að lífið snýst ekki ein- göngu um gráður. Leiðin að markmiðinu skiptir líka máli,“ segir Guðrún Ása sem var einnig aðjúnkt í læknadeildinni í fyrra en er nú í fæðingarorlofi. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir V I Ð T A L V I Ð F O R M A N N F A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.