Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 41

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2019/105 513 Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins. Námið vegferð ekki endamarkmið „Með hverju barninu hægir á öllu; námi, starfsframa. Það gerir það, en ég er að gera annað á móti sem er ekki síður mikilvægt,“ segir Guðrún. Það hafi tekið sinn tíma með fyrsta barn að átta sig á að nauðsynlegt væri að hægja á ferðinni. „Að hætta að hugsa að maður sé að missa af einhverju því svo opnast aðrar dyr og ný verkefni koma upp í hendurnar og markmiðin breytast. Þroskinn eykst. Ég er ekkert með sömu markmið og fyrir 10 árum. Þau breytast,“ segir hún. „Barna- lánið heggur enn þann dag í dag frekar í frama konu en karls. Það er því miður þannig.“ Hún segir skorta á að vinnustaðirnir taki meira tillit til þess að fólk, konur og karlar, fari í fæðingarorlof. Þeir mættu bjóða sveigjanlegri vinnutíma og einnig að fólk þurfi ekki að detta alveg út í fæðingarorlofi. „Heilbrigðiskerfið er erfiður starfsvett- vangur fyrir fjölskyldulíf og þarf að laga sig betur að breyttum aðstæðum. Þá erum við læknar gjarnan mjög metnaðarfull og kappsöm. Þetta geta verið jákvæðir þættir en mega ekki leiða til þess að barneignir og að vera heima í fæðingarorlofi sé talinn veikleiki,“ segir hún og rekur niðurstöður könnunar Ólafs Þórs Ævarssonar um líðan lækna frá því fyrir ári til þessara þátta. „Um leið og fólk upplifir sem það hafi ekki stjórn eða sjálfræði tel ég það hafa mikil áhrif á andlega líðan og sé mikil- vægur þáttur í því að læknar upplifa streitu,“ segir hún. Þeir verði að hafa áhrif á tíma sinn, komast frá, komast í jarðar- farir og brúðkaup, en ekki festast í of stífu vaktaskema og streitu vegna manneklu. LÍ endurskipulagt til framtíðar Guðrún hefur setið í stjórn Læknafélags Íslands allt frá því að læknafélögin fjögur sameinuðust undir hatt þess. „Ég er mjög sátt við hvert LÍ stefnir. Félagið ætlar að fara út í öflugri stefnumótun næsta árið og árin. Það er á réttri leið en nóg er eftir,“ segir Guðrún Ása. „Í þessari stefnumótun þarf að skil- greina aðild að LÍ betur, hvernig við komum læknanemum fyrir, öldungum, stjórnendum, þeim sem fara til útlanda í einhvern tíma. Við þurfum að breikka sýnina og styrkja LÍ sem fagfélag. Það er gríðarleg vinna fyrir höndum, bæði hvað varðar framhaldsmenntun lækna og sí- menntun,“ bendir hún á. Passa þurfi að yngri læknar komi að borðinu. „Við þurfum að passa upp á að hafa frátekin sæti fyrir yngri lækna til að efla stéttarvitundina,“ segir hún. Spurð um tregðuna við að veita læknanemum inn- göngu í Læknafélagið segir hún það ekki nýja sögu. Vil læknanemana inn í félagið „Þeir hafa verið að banka á dyrnar og biðja um aðild í mörg ár. Það hefur verið mótstaða árum saman. Nú tel ég að með þessum skipulagsbreytingum og breyttum áherslum í LÍ sé löngu kominn tími til að fá læknanema í félagið. Það er staðreynd að þeir eru starfandi án stuðnings stéttar- félags. Það er ekki gott,“ segir hún. „Ef við tökum læknanema undir okkar verndarvæng getum við haft afskipti af því í hvaða aðstæðum þeir lenda. Þá fá þeir að vera nemar með reynda lækna með sér og við getum haft áhrif á að réttindi þeirra séu virt. Það eykur öryggi þeirra og sjúklinga,“ segir hún. LÍ sé lofandi og margt í pípunum. „Ef haldið er rétt á spilunum getur fé- lagið orðið öflugt og flott og ég trúi að svo verði.“ Guðrún Ása Björnsdóttir hefur mörg járn í eldinum, er með fjögur börn í heimili, stundar sérnám auk þess sem hún hefur verið að kenna við læknadeildina. Þá er hún formaður Félags almennra lækna og í stjórn Læknafélagsins. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.