Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 12

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 12
484 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N aðallega hjá karlmönnum.10 Aukningin kom fram nokkrum árum eftir að atvinnuleysi fór að aukast. Kreppan í Finnlandi dró fram aðra mynd. Sjálfsvíg höfðu aukist í nokkur ár á undan en fór fækkandi eftir 1991.11 Niðurstaðan var sú að sveiflur í sjálfsvígstíðni í gegnum efnahagssveifluna 1985-95 mætti rekja til aukinnar áfengisneyslu framan af, sem minnkaði þegar niðursveiflan í efnahagslífinu skall á. Endalok Sovétríkjanna 1991 orsakaði mikið atvinnuleysi, til- flutnings fjármagns frá ríkisfyrirtækjum og bönkum til einkaaðila á kostnað almannaþjónustu.12 Í kjölfarið jókst sjálfsvígstíðni, mest meðal karlmanna. Í kreppunni í Suðaustur-Asíu upp úr miðjum 10. áratug síðustu aldar jókst tíðni sjálfsvíga, aðallega meðal karla í Japan, Hong Kong og Suður-Kóreu.13 Japan hefur farið í gegnum þrjár kreppur frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þær voru á fyrri hluta sjötta ára- tugar, í olíukreppunni upp úr 1970 auk þeirrar ofannefndu. Í þess- um kreppum jókst sjálfsvígstíðnin, aðallega hjá karlmönnum.14 Í heimskreppunni 1929 og fram á fjórða áratuginn varð aukning sjálfsvíga í Bandaríkjunum. Nýlegar rannsóknir eru samt ekki samhljóma um hvort raunaukning sjálfsvíga hafi verið í kjölfar heimskreppunnar og annarra efnahagskreppna.15-18 Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 skapaðist mik- il umræða um neikvæð áhrif kreppunnar á almennt heilsufar, og ekki síst á geðheilsu. Flökkusögur um aukningu sjálfsvíga fengu flug. Hafa ber í huga að sveiflur eru miklar milli ára, jafnvel þó reiknað sé í 5 og 10 ára tímabilum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða tengsl efnahags- hruns og tíðni sjálfsvíga í stærra samhengi. Til grundvallar er stuðst við sjálfsvígstölur á Íslandi frá 1911 til 2017 og möguleg áhrif 6 skilgreindra efnahagskreppna á árabilinu 1918 til 2008. Ísland hefur farið í gegnum 6 efnahagskreppur frá 1918 sam- kvæmt skilgreiningu Seðlabanka Íslands.19 Þjóðhagslegu breyt- urnar eru hröð gengislækkun, óhagstæður viðskiptajöfnuður, mikil verðbólga og stórversnandi staða fjármálafyrirtækja. Þetta leiðir til minnkandi innanlandseftirspurnar, atvinnuleysis, versn- andi skuldastöðu heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs. Margt er sam- eiginlegt með kreppunum, en þær eru mislangar og misdjúpar, með misalvarlegum afleiðingum. Alvarlegastar eru kreppurnar 1918 og 2008 miðað við þessa mælikvarða. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til sjálfsvígstalna frá árinu 1911 og fram til 2017. Hagstofa Íslands20 og seinna Embætti land- læknis21 hafa séð um skráningu. Einungis er stuðst við endanlegar niðurstöður mats á dánarorsök. Í langflestum atvikanna liggur réttarkrufning fyrir. Stuðst er við flokkun ICD-10, X60-X84.22 Til- felli eru ekki talin með ef dánarorsök er óviss. Er oftast um að ræða ofskammt lyfja, gjarnan með undirliggjandi fíknsjúkdóm. Þessi grein fjallar einungis um heildartölur sjálfsvíga, án undirflokkun- ar í kyn, aldur, búsetu eða aðrar félagslegar breytur. Heildarfjöldi sjálfsvíga vex í takti við aukinn íbúafjölda. Veruleg raunaukning greinist frá miðri síðustu öld og fram til 1990, en þá fer tíðnin að dala. Við útreikninga á fjölda sjálfsvíga /100.000 er miðað við fjölda íbúa 15 ára og eldri. Til að fá skýra mynd af mögulegum áhrifum kreppu á nýgengi sjálfsvíga reiknum við nýgengi 5 og 10 ár fyrir og eftir upphafsár hverrar kreppu, alls 21 ár á hverju krepputímabili. Til að meta þró- un í fjölda sjálfsvíga á tímabilinu er stuðst við Poisson-líkan fyrir talningargögn. Tekið er tillit til þess að breytileiki geti verið um- fram það sem Poisson-líkanið segir til um og því metin umfram- dreifni (dispersion). Líkanið má setja fram með eftirfarandi jöfnu: log (E(fjöldit)) = α + β1 mannfjöldit + β2t Líkanið er metið og síðan er frávikið, mældur fjöldi að frá- dregnu væntanlegu gildi, reiknað. Staðlað (skalað) frávik er síð- an reiknað með því að deila staðalfrávikinu upp í frávikið. Hug- myndin með þessu formi er að væntanlegur fjöldi (E) sjálfsvíga á tíma t sé háð mannfjölda og tímalínu t. Á tímabilinu þróast bæði mannfjöldi og aldursdreifing og er sú þróun nálguð með þess- um einfalda hætta. Aðferðafræði af þessari gerið er lýst í ýmsum kennslubókum í tölfræði, til dæmis McCullagh og Nelder, 1983.23 Þróun frávika er lýst með CUSUMSQ, það er uppsafnaðri summu staðlaðra kvaðratfrávika.24 Niðurstöður Meðaltal fyrstu 30 áranna, mælt í 5 ára tímabilum, er 12,5/100.000. Frá 1941-70 er meðaltalið 14,5/100.000, frá árunum 1971-2000 hækk- ar tíðni í 16,4/100.000. Frá 2001-17 er meðaltalið 15,3/100.000. Sveifl- ur eru áberandi innan sem utan krepputímabila. Upphafsár hverj- ar kreppu virðist ekki bundið neinu mynstri í tíðni sjálfsvíga. Kreppan 1918. Tímabilin í aðdragandanum eru 5 og 7 ár, en ekki 10. Árið 1911 er tíðni 13,2/100.000, sem hækkar næstu tvö ár, en síðan dregur úr sjálfsvígum til loka tímabilsins. Tíðni 1919-30 er 9,8/100.000. Stefnulínan sýnir lækkun frá upphafi til loka tímabils- ins. Meðaltal krepputímabilsins, 12,4/100.000, er svipað meðaltali 1911-40 (12,5/100.000) (mynd 1). Kreppan 1931. Sjálfsvígstölur í aðdraganda tengjast tíðnilækk- un eftir 1918. Meðaltal fyrri 10 ára er 15,3/100.000 og fer lækkandi, nær lágmarki 1931, og er þá 8,2/100.000. Skörp hækkun verður næstu 5 ár og helst áfram. Stefnulína sýnir greinilega hækkun gegnum tímabilið, hækkunin skýrist mest af hækkun eftir 1931. Meðaltal krepputímabilsins, 14,1/100.000, er yfir meðaltali 1911-41 (mynd 2). Kreppan 1948. Eftir uppsveiflu sjálfsvígstíðni fjórða áratugar- ins lækkar tíðni og nær lágmarki árið 1948, 10,4/100.000. Næstu 5 ár verður aukning í 16,1/100.000, sem helst næsta óbreytt. Stefnu- lína fyrir allt tímabilið sýnir væga meðaltalsaukningu. Meðal- tal krepputímabilsins var 14,1/100.000, sem er undir meðaltali tímabilsins 1941-70 (14.5/100.000) (mynd 3). Kreppan 1968. Stígandi varð í sjálfsvígstíðni frá 1953 til 1963, upp í 18,9/100.000, en lækkaði í 12,1/100.000 árið 1968 (mynd 4). Óveruleg hækkun varð næstu 10 árin. Stefnulína sýnir örlitla lækkun gegnum krepputímabilið, meðaltal 13,9/100.000, sem er undir meðaltali 1941-70 (14,5/100.000). Kreppan 1991. Sjálfsvígstíðni var mjög há í 10 ára aðdraganda og fram á árið 1991, 18,2/100.00. Tíðni lækkaði næstu 5 árin en tók svo að hækka aftur. Meðaltalstíðni yfir tímabilið var 17,1/100.000, sem er yfir meðaltali 1971-2000 (16,4/100.000). Stefnulína sýnir væga lækkun (mynd 5).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.