Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 33

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 505 Y F I R L I T benda engu að síður til virkni lyfjanna.64 Asetasólamíð er best að gefa sem fyrst eftir að einkenni koma fram en til vara dexameta- són sem er kröftugra lyf og má gefa í töfluformi, í vöðva eða í æð. Asetasólamíð er áhrifaríkast fyrir þá sem eru með væga há- fjallaveiki. Ef einkenni lagast eftir að lyfjagjöf hefst er ekki endi- lega þörf á að fara í lægri hæð. Dexametasón er frekar notað ef um er að ræða háfjallaveiki á miðlungs- eða háu stigi.7 Aldrei er mælt með því að halda í meiri hæð fyrr en einkenni eru gengin yfir. Súrefnisgjöf í nef dregur fljótt úr einkennum en er sjaldan i í boði, enda súrefnishylki þung í burði. Sérstakir háþrýstipokar (Gamow-pokar) sem sjúklingurinn fer í og þrýstingur hækkaður með fót- eða handdrifnum dælum, geta komið sér vel og samsvara hæðarlækkun um allt að 3000 m.7 Pokana getur þó verið erfitt að nota ef einstaklingur er með innilokunarkennd eða uppköst. Meðferð hæðarlungnabjúgs Mikilvægast er að halda í lægri hæð en háþrýstipoki getur kom- ið að góðum notum þegar flutningi niður verður ekki komið við. Súrefnisgjöf, til dæmis 1-2 lítrar/mín sem gefnir eru með súrefn- isbeisli, er áhrifarík en er oft ekki í boði í mikilli hæð. Hægt er að gefa nífedipín-töflur, 10-20 mg fyrst, en síðan 30-60 mg af langvirku formi á 12 klukkutíma fresti.65 Önnur lyf sem lækka lungnaslag- æðaþrýsting, eins og fosfódíesterasa-hamlarnir tadalafíl eða síld- enafíl, geta einnig komið að notum.66 Rannsóknir hafa sýnt að þeir lækka lungnaþrýsting í mikilli hæð.66 Þessi lyf voru gefin í tæplega helmingi tilvika á heilsugæslustöð í 4240 metra hæð í Nepal með góðum árangri og stundum með öðrum lyfjum.67 Mælt er gegn notkun þvagræsilyfja og morfíns við hæðarlungnabúg enda geta þvagræsilyfin aukið á vökvaskort í líkamanum.58 Meðferð hæðarheilabjúgs Mikilvægast er að koma sjúklingnum sem fyrst neðar í fjallið og eins neðarlega og aðstæður leyfa og á alltaf við nema ytri aðstæður hamli. Við slíkar aðstæður getur háþrýstipoki verið viðeigandi7 en einnig súrefnisgjöf ef hún er í boði. Stundum er gripið til dexa- metasóns í töfluformi eða í æð eða vöðva ef aðstæður leyfa, og er þá gefinn 8 mg upphafsskammtur og síðan 4 mg töflur á 6 klukkutíma fresti.7 Sérstök heilsuvandamál tengd hæðarveiki Svefntruflanir Svefntruflanir eru algengar þegar komið er í mikla hæð yfir sjáv- armáli.68 Þær geta stafað af ýmiss konar umhverfishljóðum sem trufla svefn en einnig af framandi svefnaðstæðum eins og þegar sofið er í tjaldi eða þéttsettnum skála. Súrefnisskortur er talinn aðalástæðan fyrir þessum svefntruflunum, sem meðal annars lýs- ir sér með bilkvæmri öndun (Cheyne Stokes öndun).69 Hún er al- geng í mikilli hæð en lagast oft með asetasólamíði.70 Einstaklingar sem finna fyrir miklum svefntruflunum þrátt fyrir asetasólamíð geta tekið svefnlyf eins og zolpidem sem ekki bælir öndun eins og flest önnur svefnlyf.7 Háfjallahósti Algengt er að fá hósta þegar komið er í mikla hæð. Ástæður þessa eru margar en öndun verður hraðari og loftið oft þurrara, sem þurrkar öndunarvegina og eykur líkur á hósta.71 Einnig er oft mik- ið ryk í lofti á háfjöllum og bakteríu- og veirusýkingar berast auð- veldlega á milli einstaklinga í þröngum rýmum eins og tjaldi. Þá getur hósti framkallast vegna berkjuauðertni, til dæmis hjá þeim sem eru með astma.72 Auk þess er talið að hóstaviðbrögð verði næmari í mikilli hæð en rétt er að hafa í huga að vægur hæðar- lungnabjúgur getur komið fram sem hósti.73 Hægt er að meðhöndla loftvegasýkingar með sýklalyfjum og astma með berkjuvíkkandi lyfjum og þannig minnka hósta en oft er hvíld og lækkun í minni hæð áhrifaríkari til að draga úr vandamálinu. Kódeinlyf eru oft reynd til að stilla hósta og má nota 30 mg af kódeini þrisvar til fjórum sinnum á dag. Ef hóstinn er aðallega að næturlagi má gefa kódein að kvöldi. Hafa ber í huga öndunarbælandi áhrif og til- hneigingu til hægðatregðu tengda kódeinlyfjum.71 Meltingartruflanir Breytingar á mataræði og meltingu fylgja gjarnan ferðalögum til annarra menningarheima. Á háfjöllum er hreinlætisaðstaða og aðgengi að fersku vatni oft af skornum skammti og erfitt að halda mat ferskum. Hægt er að drepa bakteríur með suðu sé hægt að koma því við. Þá er unnt að grípa til síunar, en iðraveirur geta borist í gegnum þær og sú aðferð er því ekki fyllilega örugg. Klór- Tafla III. Lyf til að fyrirbyggja og meðhöndla hæðarveiki. Byggt á heimild númer 7. Lyf Ábending Inntaka Skammtur Asetasólamíð Fyrirbyggja HFV, HHB Meðferð HFV, HHB Um munn Um munn 125 mg tvisvar á dag 250 mg tvisvar á dag Dexametasón Fyrirbyggja HFV, HHB Meðferð HFV, HHB Um munn Um munn, í æð eða í vöðva 2 mg á 6 klukkutíma fresti eða 4 mg á 12 tíma fresti HFV 4 mg á 6 klukkutíma fresti. HHB: 8 mg fyrst, svo 4 mg á 6 tíma fresti Íbúprófen Fyrirbyggja HFV Um munn 600 mg þrisvar á dag Nífedipín Fyrirbyggja HLB Meðferð HLB Um munn Um munn 30 mg langvirkt tvisvar á dag eða 20 mg langvirkt þrisvar á dag 30 mg langvirkt tvisvar á dag eða 20 mg langvirkt þrisvar á dag Tadalafíl Fyrirbyggja HLB Um munn 10 mg tvisvar á dag Síldenafíl Fyrirbyggja HLB Um munn 50 mg þrisvar á dag Salmeteról Fyrirbyggja HLB Innöndun 125 míkrógr tvisvar á dag HFV: háfjallaveiki, HHB: hæðarheilabjúgur, HLB: hæðarlungnabjúgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.