Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 21

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2019/105 493 R A N N S Ó K N Tölfræðiúrvinnsla Gögn voru greind með tölfræðiforritinu R (útgáfa 3.5.1) með vött/kg á þolprófi sem útkomu. Lýsandi niðurstöður fyrir meðal hlutfallslega breytingu voru reiknaðar sem margfeldismeðaltal (geometric mean). Meðal hlutfallsleg breyting miðað við skýribreyt- ur var metin með almennum línulegum líkönum með logra-tengi- falli fyrir endurteknar mælingar. Það líkan skilar náttúrulega logranum af væntigildi. Með því að varpa til baka með veldisfall- inu verður mismunur tveggja logra af væntigildum að hlutfalls- legum mun. Kyn var skráð sem karl eða kona. Aldurshópar voru 36-64 ára og 65-83 ára, útstreymisbroti hjarta var skipt í undir 40% annars vegar og hins vegar 40% og hærra. Gert var ráð fyrir að þjálfunin væri stunduð þrisvar sinnum í viku. Ástundun var flokkuð í tvennt: þeir sem mættu oftar en tvisvar sinnum og þeir sem mættu tvisvar eða sjaldnar. Víxlhrif voru notuð í líkaninu til að meta hvort hlutfallsleg breyting í afkastagetu væri mismunandi eftir aldurshópum, útstreymisbroti hjarta og ástundun. Niðurstöður Niðurstöður frá 76 skjólstæðingum, 69 körlum (91%) og 7 konum (9%), voru nýttar til greiningar. Lýðfræðilegar upplýsingar má sjá í töflu I. Mælingar sem lágu fyrir voru: hæð, þyngd, líkamsþyngdar- stuðull (kg/m2), útstreymisbrot hjarta (%), líkamleg afkastageta (w/kg), hámarksafl (vött), blóðþrýstingur (mmHg) og púls (slög pr/ mínútu) úr þolprófi. Meðalaldur var 64 ár, aldursspönn karla var 36-83 ár en kvenna 54-79 ár (tafla I). Þjálfunartímabil var að með- altali 8 vikur með spönn 5-15 vikur. Fjöldi þjálfunartíma var að meðaltali 18 með spönn 11-32 skipti. Meðalaukning á afkastagetu (w/kg) var 16% (p<0,001; öryggis- bil 13-18%). Eldri aldurshópurinn bætti sig um 19% (öryggis- bil 15-23%) og yngri um 12% (öryggisbil 9-16%) (mynd 1). Eldri aldurshópurinn bætti sig tölfræðilega marktækt meira en sá yngri (p=0,015) (mynd 1). Meðal afkastagetu við upphafsmælingu, loka- mælingu og eftir skiptingu þátttakenda í yngri (36-64 ára) og eldri (65-83 ára) aldurshóp er að finna í töflu II fyrir hópinn í heild og bæði kyn. Afkastageta (w/kg) var greind miðað við útstreymisbrot hjarta undir 40% eða 40% og hærra fyrir hópinn í heild og eftir kynjum (tafla III). Meðalaukning á afkastagetu var 17% (öryggisbil 13-22%) fyrir þá sem voru með lægra útstreymisbrot en 15% (öryggisbil 12-18%) fyrir þá sem voru með hærra útstreymisbrot (mynd 1). Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á breytingu á líkam- legri afkastagetu út frá skiptingu útstreymisbrots hjarta (p=0,407) (mynd 1). Við úrvinnslu gagna var þátttakendum skipt í tvennt, þá sem mættu að jafnaði oftar en tvisvar sinnum í viku í þjálfun og þá sem mættu tvisvar sinnum eða sjaldnar. Meðalaukning afkasta- getu var 18% (öryggisbil 15-20%) fyrir þá sem mættu oftar en 6% (öryggisbil 0-12%) fyrir þá sem mættu sjaldnar (mynd 1). Í töflu IV má sjá niðurstöður fyrir hópinn í heild og eftir kynjum. Þeir sem mættu oftar til þjálfunar bættu sig marktækt meira en þeir sem mættu sjaldnar (p=0,0005) (mynd 1). Hámarkspúls hjá hópnum í heild jókst um 5% (p<0,001). Ekki var marktæk breyting á líkams- þyngdarstuðli né hvíldarpúlsi eftir þjálfunartímabilið. Umræða Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þjálfunar á afkastagetu hjá hjartabiluðum7-9,19 og eru þessar niðurstöður í takt við þær. Rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þol- og styrktarþjálf- unar hjá eldri einstaklingum.8,20,21 Slembiröðuð samanburðarrann- sókn Austin og félaga (2005) á eldra fólki (60-89 ára) með hjartabilun og útstreymisbrot undir 40% sýndi marktækan jákvæðan árangur, meðal annars á 6 mínútna gönguprófi miðað við samanburðarhóp. Í henni hafði rannsóknarhópurinn fengið hjartaendurhæfingu í 24 vikur.21 Íhlutunarrannsókn á eldra fólki (71-90 ára) með 6 mánaða Mynd 1. Hlutfallsleg bæting metin með líkani sem inniheldur kyn, aldur, útstreymisbrot hjarta (EF), ástundun og víxlhrif. Tafla II. Afkastageta eftir aldurshópum, fjöldi (n), meðaltal og fjórðungsmörk. Aldursskipting Grunnmæling (w/kg) Lokamæling (w/kg) Breyting Hlutfallsleg breyting Allir (n=76) 1,60 [1,3-1,9] 1,85 [1,4-2,1] 0,25 [0,1-0,4] 0,16 [0,06-0,25] 36-64 ára (n=34) 1,82 [1,52-2,2] 2,07 [1,83-2,5] 0,25 [0,12-0,38] 0,15 [0,07-0,20] 65-83 ára (n=42) 1,43 [1,1-1,6] 1,67 [1,22-2,0] 0,25 [0,1-0,4] 0,17 [0,07-0,27] Karlar 36-64 ára (n=32) 1,84 [1,58-2,23] 2,09 [1,87-2,5] 0,26 [0,17-0,40] 0,15 [0,08-0,20] Karlar 65-83 ára (n=37) 1,51 [1,3-1,7] 1,76 [1,4-2,0] 0,25 [0,1-0,40] 0,16 [0,08-0,25] Konur 36-64 ára (n=2) 1,55 [1,38-1,72] 1,70 [1,45-1,95] 0,15 [0,08-0,23] 0,08 [0,04-0,12] Konur 65-83 ára (n=5) 0,84 [0,9-0,9] 1,04 [0,9-1,2] 0,20 [0-0,4] 0,23 [0-0,44] w = vött Mynd 1. Hlutfallsleg bæting, metin með líkani sem inniheldur kyn, aldur, útstreymisbrot hjarta (EF), ástundun og víxlhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.