Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 2
Menningarerfðir - góð sumargjöf
Nú er langt liðið á 93. starfsár Heimilisiðn-
aðarfélags Islands. Starfið hefur verið hefð-
bundið og einkennst af grósku og krafti.
Allar fastanefndir félagsins hafa starfað af
miklum dugnaði og nefna má nefnd sem
starfar að samstarfi norrænu félaganna en
það starf hefur verið undir stjórn íslenska
félagsins síðastliðin þrjú ár og verður svo
fram til ársins 2007. Námskeið Heimilisiðn-
aðarskólans eru vel sótt enda er áhugi á
þjóðlegu handverki að aukast.
Þessi aukni áhugi á þjóðlegu handverki
var staðfestur á fundi sem haldinn var á
Laufásveginum seint í janúar. Þangað
höfðu verið boðaðir hugsanlegir samstarfs-
aðilar um norræna heimilisiðnaðarþingið
sem haldið verður á íslandi á næsta ári.
Þarna voru fulltrúar frá verkmenntaskólum, iðnskólum og
Listaháskólanum og allir greindu frá auknum áhuga ungs
fólks á handverki og því að leita þjóðlegra fyrirmynda.
Ahuginn á þjóðlegum hefðum er ekki aðeins bundirtn við
handverkið. Vinsælar hljómsveitir tileinka sér rímnalög og
aðra séríslenska tónlist og nýlega var haldinn fjölmennur
stofnfundur félagsins Matur - saga - menning, en það
hyggst setja á laggirnar miðstöð íslenskra matarhefða og
fornrar matargerðar.
Áhugi á þjóðlegri menningu er ekki bundinn Islandi. Um
allan heim eru þjóðir að vakna, eða eru löngu vaknaðar, til
vitundar um mikilvægi þess að viðhalda þjóðlegri menn-
ingu sinni. Fjölþjóðleg menning flæðir um heiminn, stórar
verslunarkeðjur og fyrirtæki selja vörur sínar og þjónustu
um allan heim. Nánast hvar sem er í veröldinni er hægt að
kaupa svipaðar vörur, borða sams konar mat, hlusta á sömu
tónlistina. Um leið og þjóðir tileinka sér það sem er gott úr
menningu annarra þjóða er mikilvægt að næra eigin menn-
ingarrætur, styrkja það sem er sérþjóðlegt til að viðhalda
fjölbreytileika og litríki mannlífs, hefða, siða, verklags og
lista. Ef þjóð hlúir ekki að eigin menningu gerir það enginn
annar. Þessu eru þjóðarleiðtogar að átta sig á, sem betur fer.
I sumar fékk stjórn Heimilisiðnaðarfélagsins góða send-
ingu frá menntamálaráðuneytinu, alþjóðasamning sem
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
hafði samþykkt í París 17. október 2003. Til tals hafði komið
að íslendingar gerðust aðilar að samningnum og leitaði
ráðuneytið álits Heimilisiðnarfélagsins þar um. Þetta er
Samningur um varðveislu menningarerfða (Convention for the
Safeguarding of the Intangible Cultural Heritage) en orðið
menningarerfð er skilgreint í samningnum sem hefðir, siðir,
venjur, þekking, verkkunnátta o. fl. sem flytjast frá kynslóð
til kynslóðar og eru í stöðugri endursköpun. Þær þjóðir sem
staðfesta samninginn skulu gera „ráðstafanir sem er ætlað
að tryggja að menningarerfðir lifi áfram, m.a. með því að
greina þær, skrá, rannsaka, varðveita, vernda, kynna, efla og
miðla þeim, einkum með formlegri og óformlegri fræðslu,
sem og með því að endurvekja ýmsa þætti þeirra." Ekki er
að orðlengja það að stjórn HFÍ leist ákaflega vel á samning-
inn og skoraði á menntamálaráðuneytið að staðfesta hann
fyrir Islands hönd.
Alþjóðasamningurinn um varðveislu menningarerfða
gengur ekki í gildi fyrr en þremur mán-
uðum eftir að 30 þjóðir hafa staðfest
hann. Hægt er að fylgjast með framgangi
samningsins á heimasíðu Menningar-
málastofnunar Sameinu þjóðanna
(www.unesco.org). Þar má sjá að íslend-
ingar staðfestu samninginn 23. nóvem-
ber 2005 og voru 27. ríkið sem gerði það.
Þann 20. janúar voru ríkin svo orðin 30.
Það þýðir að samningurinn gengur í
gildi 20. apríl, eða á sumardaginn fyrsta,
sem er ákaflega skemmtileg tilviljun og
góð sumargjöf. Sumardagurinn fyrsti
hefur átt nokkuð í vök að verjast og
kaupahéðnar og atvinnurekendur hafa
sumir hverjir viljað leggja hann af sem
frídag. Að halda sumardaginn fyrsta há-
tíðlegan er séríslensk hefð sem auðvitað á að varðveita sem
slíka í fullu samræmi við samninginn sem Islendingar hafa
staðfest og gengur í gildi þennan dag vorið 2006.
Heimilisiðnaðarfélagið hefur frá upphafi staðið vörð um
ákveðna þætti íslenskra menningarerfða, þ.e. hluta af hefð-
bundinni verkkunnáttu og ýmiss konar þekkingu og tungu-
taki henni tengdri. Önnur félög hafa sinnt öðrum þáttum,
Kvæðamannafélagið Iðunn, Þjóðdansafélag Reykjavíkur og
Glímusamband íslands, svo að einhver séu nefnd, og fjöl-
margir einstaklingar úti um allt land hafa lagt hönd á plóg á
ýmsum fjölbreyttum sviðum. Kannski ættu öll þessi félög og
allt þetta fólk að stofna sameiginlegan samstarfsvettvang og
styðja hvert annað í viðleitninni til að varðveita íslenska al-
þýðumenningu.
Fyrir tveimur árum tók stjórn HFÍ þátt í hugmyndasam-
keppni Landsbanka íslands um miðbæ Reykjavíkur og fékk
viðurkenningu fyrir þá hugmynd að komið yrði á laggirnar
setri um lifandi íslenska menningu. Nú sýnist tilefni til þess
að áhugafélög um verndun íslenskrar alþýðumenningar,
handverksfólk, matargerðarfólk, glímukóngar og -drottning-
ar, kvæðamenn, þjóðdansarar o.fl., taki sig saman og vinni
með stjórnvöldum að framgangi svipaðrar tillögu. Stundum
hefur verið bent á að myndarlegt og þjóðlegt hús við Skóla-
vörðustíg væri upplagður staður þegar núverandi starfsemi
verður lögð þar niður og flutt í nýtt fangelsi. Þar mætti svíða
svið á hlóðum úti í garði og sjóða þau og bera fram á veit-
ingastað annars staðar í húsinu ásamt ýmsum öðrum þjóð-
legum réttum. Uti við væri líka eldsmiðja og annars staðar
opin verkstæði handverksfólks þar sem væri smíðað og tálg-
að, kembt og spunnið, ofið og prjónað, saumað og baldýrað
og þannig mætti lengi telja. Á hátíðum og tyllidögum væru
kveðnar rímur og dansaðir vikivakar. Þama væri opið hús
fyrir ferðamenn og aðra og haldin námskeið í þjóðlegum
hefðum og vinnubrögðum. Og þar væru auðvitað höfuð-
stöðvar Félags áhugafólks um varðveislu íslenskrar alþýðu-
menningar!
Gleðilegt sumar.
Sigrún Helgadóttir
Formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands
2 HUGUR 0G HÖND 2006