Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 4
Gler og þræðir Verk systranna Sigrúnar og Ólafar Einarsdætra Auður Gestsdóttir Gler Þræðir nefndist sýning sem haldin var í Bókasafni Mosfellsbæjar í ágúst síðastliðnum. Nafnið er þannig tilkomið að á sýningunni voru verk unnin úr gleri og þráðum, þ.e. glerlistaverk eftir Sigrúnu Ein- arsdóttur og eiginmann hennar Soren Larsen, sem nú er látinn, og textílverk eftir Olöfu Einarsdóttur, systur Sigrúnar. Það sem okkur sem sáum sýninguna þótti afar nýstár- legt og alveg sérstaklega heillandi, voru verk sem voru unnin af systr- unum sameiginlega og nokkur af þeim öllum þremur, þar sem gleri og þráðum var teflt saman. Þau voru unnin úr steyptu og blásnu gleri og ullarþráðum, silfurþráðum, hrosshári og sísal. Ferðinni var því heitið einn fagr- an haustdag til Bergvíkur á Kjalar- nesi til fundar við þær systur til þess að gefa lesendum blaðsins kost á að kynnast þeim og verkum þeirra. Raunar hefur verið fjallað um þær báðar í eldri árgöngum af Hug og hönd, um Sigrúnu (og Soren) 1988 í grein eftir Rúnu Gísladóttur undir heitinu Glerfín listsköpun og Ólöfu 1989 eftir sama höfund undir heit- inu Nýjabrum. Uppruni og menntun Það er engin tilviljun að systurnar leggja fyrir sig listhandverk. Þær ólust upp í hópi sex systkina í Kópa- vogi, þar sem öll systkinin voru síteiknandi. Systurnar voru fimm og einn bróðir, Ólöf yngst, fædd 1959, sjö árum yngri en Sigrún. í fjölskyld- unni var mikill áhugi á hvers konar handverki og listum. Faðirinn sá til þess að börnin hefðu ætíð nægan pappír og liti. Flann hét Einar Júlíus- Leysingar eftir Ólöju og Sigrúnu. Gler, hör, hrosshár og sísal 2004. son, ættaður úr Hafnarfirði, en alinn upp á Snæfellsnesi og í Herdísarvík, var húsasmiður að mennt en starfaði einnig sem arkitekt eftir að hafa sótt námskeið í Iðnskólanum í húsa- teiknun. A eftirstríðsárunum var mikið byggt hér á landi og skortur á lærðum arkitektum svo að boðið var upp á slík námskeið fyrir húsasmiði. Mörg hús í Kópavogi eru teiknuð af Einari, einkum í Hvömmunum og á Alfhólsvegi. Móðir systranna, Ólafía Jóhannesdóttir, sem var ættuð úr Hrútafirði, fékkst töluvert við handavinnu þó að hún ynni úti, t.d. prjónaði hún mikið en fór aldrei eftir 4 HUGUROG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.