Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 6

Hugur og hönd - 01.06.2006, Page 6
Gler í Bergvík Árið 1980 héldu Sigrún og Soren til Islands. Þau fóru strax að leita að hentugu húsnæði fyrir glerverk- stæði en ekki blés byrlega fyrir þeim í upphafi. Soren vann fyrst í al- mennri byggingavinnu en varð um- sjónarkennari við keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans 1980- 84 og Sigrún vann á auglýsingastofu til að byrja með. Tækifærið kom svo 1981 þegar Atvinnumálanefnd Kjal- arness bauð þeim hænsnahús til af- nota sem stóð í Bergvík en þegar þau fóru að skoða það sáu þau fjár- hús þar rétt hjá sem hafði staðið lengi ónotað. Soren sá strax að það myndi henta þeim betur. Þau tóku það á leigu og byrjuðu á að moka út úr húsinu, sem var ekkert smáræðis- verk. Þau innréttuðu húsið sjálf, byggðu ofn og settu upp olíubrenn- ara. Þarna kom sér vel að Soren var lærður múrari og kunni vel til verka. í júlí 1982 var fyrsti hluturinn blásinn og Gler í Bergvík varð til, sem var fyrsta verkstæðið á Islandi þar sem framleiddir voru nytjahlutir og listmunir úr blásnu gleri. Þannig urðu Sigrún og Soren brautryðjend- ur í þessari tegund glerlistar hér á landi og enn þann dag í dag er þetta eina verkstæðið sinnar tegundar hér. I fyrstu vann Sigrún eingöngu við glerblásturinn en síðan fór hún að kenna Soren að blása gler. Einnig fékk hún kennara sinn frá Dan- mörku til að koma hingað og kenna honum. Árið 1986 byggðu þau upp hlöðuna, þar sem nú er gallerí, og árið 1990 reistu þau sér íbúðarhús í Bergvík. Nytjahlutir sem Sigrún og Soren unnu úr gleri hlutu strax mjög góðar undirtektir. Gerður Hjörleifsdóttir verslunarstjóri Islensks heimilisiðn- aðar við Hafnarstræti tók þeim fagn- andi, sagðist reyndar hafa beðið eftir þeim. Glermunir frá Bergvík hlutu heiðurssess í versluninni og urðu brátt gríðarlega vinsælir. Má heita að hluti frá Bergvík sé að finna á flestum íslenskum heimilum. Á fimm ára afmæli Glers í Bergvík var haldin myndarleg sýning á verkum þeirra í íslenskum heimilisiðnaði og aftur á 10 ára afmælinu árið 1992. Ólöf fór að vinna hjá systur sinni og mági til þess að hafa launavinnu meðfram sinni eigin listsköpun árið 1984. Hún framleiðir t.d. fuglana - hönnun Sigrúnar og Sorens - sem hafa orðið svo vinsælir. Auk þess að gera nytjahluti unnu Sigrún og Soren að sjálfstæðri listsköpun hvort um sig og tóku þátt í fjölda sýninga. Þau fengu einnig styrk til að sækja skólann í Haystack 1997, þar sem Soren sótti námskeið í glerblæstri en Sigrún kynnti sér málmsmíði. Þau hafa hlotið margs konar viðurkenn- ingar og eru verk þeirra á ýmsum söfnum. Einnig skráðu þau nytja- muni sem unnir voru í Bergvík fyrstu árin og afhentu eintök þeirra á Hönnunarsafn Islands. Samvinna systranna En hvernig kom það til að þær fóru að vinna saman verk úr efnum sem virðast algjörar andstæður, annars vegar köldu og hörðu og hins vegar mjúku og hlýju? Systurnar telja að það hafi ein- hvern veginn þróast af sjálfu sér að þær fóru að vinna að sameiginleg- um verkum. Þær eru mjög nánar og góðar vinkonur og hafa alltaf rætt mikið saman um hvað þær eru að gera hverju sinni og hafa þannig góða innsýn í verk hvor annarrar. Ólöf leitaði oft í smiðju Sorens með lausnir á upphengingu verka sinna sem var henni mikil hjálp. Þarna myndaðist farvegur fyrir samvinnu. Þegar 20 ára afmælissýning Glers í Bergvík í Listasafni ASÍ var í undir- búningi buðu Sigrún og Soren Ólöfu að taka þátt í henni með þeim og sýna þar verk sín. Eftir nokkra um- hugsun telja þær að Soren hafi stungið upp á því að þau kompón- eruðu öll þrjú saman sameiginlegt verk. Það varð svo úr að þau þrjú unnu saman tvö verk sem voru á þeirri sýningu. Sýningin þótti takast svo vel að þeim var boðið að sýna í Glasmuseet Ebeltoft og Kunst- industrimuseet í Kaupmannahöfn. Einmitt þegar þessar sýningar voru í undirbúningi gerðist sá hörmulegi atburður 28. mars 2003 að Soren fórst í bílslysi. Græn púfa eftir Ólöfu Einarsdóttur. Verk unnið úr hör, hrosshári og sísal 2004. 6 HUGUROG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.