Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 7
Af ótrúlegri þrautseigju og dugn-
aði hélt Sigrún áfram rekstri rekstri
glerverkstæðisins ein þrátt fyrir
þetta gífurlega áfall. Sýningarnar
voru haldnar í Danmörku, í Glas-
museet Ebeltoft 13. nóvember-17.
febrúar 2005 og í Kunstindustri-
museet í Kaupmannahöfn 18. mars-
15. maí 2005. Sú sýning hlaut mikið
lof og Kunstindustrimuseet keypti
eitt verkanna. A sýningunni í Mos-
fellsbæ, sem minnst var á í upphafi
þessarar greinar, var hluti af verkun-
um sem höfðu verið á þeim sýning-
um. í tilefni sýninganna var gefin út
vegleg sýningarskrá þar sem eru ít-
arlegar upplýsingar um feril lista-
mannanna þriggja (Glastráde 2004).
Verkin eru sett saman á ný á hverj-
um sýningarstað og tekin í sundur
aftur. Þetta gerir það að verkum að
þau eru aldrei nákvæmlega eins.
Reyndar eru þau síbreytileg eftir
birtuskilyrðum og eftir því frá
hvaða sjónarhorni þau eru skoðuð.
Þegar svo ólík efni sem glerið og
þráðurinn eru samþætt verða til
myndverk sem koma skoðandanum
á óvart og eru gjörólík verkum
þeirra hvers um sig.
Sameiginleg verk systranna hafa
fengið lofsamlega umfjöllun erlend-
is og myndir birst af þeim í erlend-
um listtímaritum. Til dæmis sendu
þær inn mynd af verkinu Klaka-
bönd (Icebound) í samkeppni til árs-
ritsins New Glass Review í maí 2005.
Myndin var birt í ritinu og var ein af
100 myndum sem voru valdar úr
2528 litskyggnum sem 931 listamað-
ur hafði sent í samkeppnina. Auk
þess hlaut hún sérstakt lof dóm-
nefndarmanna í ritinu (New Glass
Review, s.70). Einnig var birt mynd
af verki eftir þær á forsíðu og grein
um þær í glertímaritinu Neues Glas -
New Glass (Aðalsteinn Ingólfsson
2004).
Þegar viðtalið við systurnar fór
fram voru þær nýbúnar að senda
nýtt verk, Magma (Kvika), á sýn-
ingu og samkeppni í Coburg í
Þýskalandi, þar sem þær komust í
úrslit. Ólöf vinnur tvo daga í viku á
glerverkstæðinu hjá Sigrúnu en
Kvika eftir Ólöfu og Sigrúnu. Gler, hör og hrosshár 2005.
vinnur annars á eigin vinnustofu.
Þær vinna þannig að hvor þeirra
hefur sína skissublokk sem þær bera
saman og sækja hugmyndir hvor til
annarrar. Hugmyndir sækja þær
greinilega í náttúruna eins og sjá má
til dæmis af verkum sem endur-
spegla frost (Klakabönd) og funa
(Kvika). Þrátt fyrir miklar annir á
glerverkstæðinu halda þær áfram að
vinna að sameiginlegum listaverk-
um og eru með ýmislegt í deiglunni
í orðsins fyllstu merkingu. Deigla er
einmitt heitið á skálinni eða kerinu
sem heitur glermassinn er í þegar
hann er bræddur og það er tilhlökk-
unarefni að fá að fylgjast með nýjum
verkum þar sem textíll og gler fá að
njóta sín alveg á nýjan hátt.
Ljósm. Guðmundur Ingólfsson
Heimildir:
Aðalbjörg Ólafsdóttir og Soffía Sigurjóns-
dóttir (1993). „Saga glerlistar og gler í Berg-
vfk." Vetrarvirki. Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur sjötugur 3. september 1992. Reykjavík,
Mál og Menning.
Aðalsteinn Ingólfsson (2004). „The infinite
lightness of glass." Neues Glas - Neiv Glass.
4, s. 30-35.
Glastráde, [værker af] Soren Larsen, Sigrún
Einarsdóttir, Ólöf Einarsdóttir. Sigrún Ein-
arsdóttir (ritstj.) (2004). Ebeltoft, Glasmu-
seet Ebeltoft. [Sýningarskrá].
New glass review 26 (2005). Corning, N.Y.,
The Coming Museum of Glass.
Rúna Gísladóttir (1988). „Glerfín listsköp-
un." Hugur og hönd, s. 16-20.
Rúna Gísladóttir (1989). „Nýjabrum." Hug-
ur og hönd, s. 24-27.
HUGUROG HÖND2006 7