Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 10

Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 10
Maríur. Ljósm. Kristín Bogadóttir. sem hægt er að stinga í vasann sem Pál dreymdi um þegar hann var strákur. Meðal þess sem sprottið hefur úr huga Páls eru alls kyns hreindýr með hom úr bjöllum, perl- um og pallíettum, stelpur í fínum kjólum, fótboltastrákar, jólasveinar, snjókarlar, englapúkar og engla- buddur og það er eins og hver veran spretti upp af annarri enda hefur hvorki Páll né aðrir tölu á þeim gerðum sem hann hefur skapað í þennan heim. Auk þess að tálga í tré notar Páll pappír og vír sem grunnefni í þessar smáverur. En það á við um þessar smáverur líkt og englana hjálpfúsu að þær hafa oft verið slitnar úr samhengi jólanna í hugum fólks og fengið hlutverk á öðrum tímum, við aðrar aðstæður. Páll hefur einnig búið til aðventu- kransa úr vír og perlum þar sem tálguð María trónir á toppnum. Maríurnar hefur hann einnig gert stakar og birtist í gerð þeirra áhugi Páls á helgimyndum. Fyrir nokkrum árum þvældist ein María í farteski konu til Ítalíu og í framhaldi af því hefur hann sent nokkrar þangað. Is- lenskar Maríur Páls hafa þannig numið land í höfuðvígi kaþólskunn- ar. Páll hefur einnig gert kransa og kertakrónur úr vír og fleiru fyrir önnur tilefni. Það er athyglisvert hvað fólki hef- ur verið eðlilegt að víkka út gildi jólahandverks Páls og finna því stað á öllum árstímum. Ástæðu þess er þó líklega að leita í því að Páll hefur gaman af því að vekja áhuga þeirra sem alla jafna eru ekki mikið fyrir skraut jólanna, telja sig ekki jóla- börn. Litir og áferð er því oft ólíkt því sem fólk á að venjast og auð- veldar því tengingu í aðrar áttir, þó að vissulega megi í verki hans finna hið hefðbundnasta jólaskraut eins og rauðklædda jólasveina og snjó- karla. Sjálfur hefur Páll gaman af því að vera þátttakandi í undirbúningi jól- anna með þessum hætti og heim- sókn á verkstæði hans er orðin föst hefð í aðventu margra. Hann talar um að jólin séu helst sá tími sem fólk tjaldar skálann. Þá geta allir verið með. Allir sem áhuga hafa búa eitthvað til og skreyta híbýli sín. Hugtök eins og fallegt - ljótt, mikið - lítið, missa merkingu sína. Hann hefur gaman af því að vera með í þeim leik. Eins bendir hann á að jólaskraut sé hógvær gjöf. Sá sem þiggur getur auðveldlega ráðið því rúmi sem gjöfin tekur. Eins er það gjöf sem þiggjandinn tekur upp aft- ur og aftur, ef hann pakkar niður „jólaskrautinu" á annað borð. Fljótlega upp úr áramótum fara að safnast saman hópar unglinga á verkstæði Himneskra herskara. Há- tíðlegar stelpur í fínum kjólum og með flottar greiðslur. Stelpur og strákar í hvítum kyrtlum, stundum með húfur og bakpoka eða hliðar- töskur. En einnig krakkar sem eru hversdagslegri til fara, samkvæmt unglingatísku hvers tíma. Þetta eru fermingarbörnin sem ætlað er að skreyta kransakökur og veisluborð, en einnig að vera minjagripur um merkan dag. Fyrsti hópur fermingarbarnanna varð til þegar Páll var að leita að viðfangsefni sem tengdist vorinu. Árið sem hann byrjaði voru nokkrar fermingar í fjölskyldu hans svo að hugmyndin var nærtæk. Þetta verk- efni gefur honum tækifæri til að brjóta upp „konsept" sem hefur ver- ið mjög fastmótað um árabil og hef- ur það fallið í góðan jarðveg. Strax upp úr jólum fara mæður verðandi fermingarbarna að hafa samband, stundum fermingarbörnin sjálf, og mánuðirnir frá jólum og fram til 10 HUGUROG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.