Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 11

Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 11
vors hafa síðustu ár farið að mestu í þennan undirbúning. Páll hefur einnig tálgað fermingarstyttur eftir sérstökum óskum og þannig hafa orðið til á verkstæði hans t.d. fót- boltadrengir, brettastrákar og golfar- ar. Mitt í ævintýralegum og skraut- legum heimi Himneskra herskara segir hann vera að fást við einingu þess „primitífa" og þess fínlega. Þannig eru grunnformin oftast ein- föld, en mikilli nákvæmni og alúð er beitt við allan frágang til að gæða einföld formin lífi og skapa rétt hug- hrif. Leik með fleiri andstæður má greina í verki hans, t.d einingu húmors og hátíðleika. Þessi leikur vörðustíg og Jólagarðinum í Eyja- firði. Síðasta sumar heimsóttu eig- endur Jólagarðsins Pál í bás hans á Hrafnagili og óskuðu eftir því að hann hannaði fyrir þau jólatákn þess árs en um árabil hefur Jólagarðurinn látið ólíka handverksmenn hanna jólatákn fyrir hvert ár sem síðan er selt í takmörkuðum fjölda tölusettra Fermingarbörn. Ljósm. Kristín Bogadóttir. má finna kunnuglegri persónur, sprottnar úr íslenskum veruleika fyrri alda. Páll hefur tálgað peysu- fatakonur og fjallkonur, víkinga, menn í íslenskum búningi og stráka í lopapeysum og pokabuxum. Þar nýtur sín vel fínleg vinna Páls en eins er húmorinn ekki langt undan í bústnum smávíkingum og peysu- fatakonum sem hugmyndin er að hengd séu á jólatré, þó svo að smá- verurnar hafi ratað víðar. Hér stend- ur Páll nær íslenskri hefð og fæst við verkefni sem margir handverks- menn hafa gert í gegnum tíðina. Allt ber þó svip heildarverks hans. Eins og áður sagði var það fyrir tilviljun og fikt að Páll fór að leggja rækt við handverk og hefur það haldist í hendur við nánast enga yfirbygg- ingu og kynningu af hans hálfu. Þetta hefur vaxið af sjálfu sér og óhætt er að segja að verurnar í heimi Páls hafi sjálfar séð um að koma sér á framfæri. Sköpunarverk Himneskra her- skara hefur tekið á sig margar mynd- ir, en allt ber það sterk persónuleg einkenni Páls. Páll leikur sér fimlega á ýmsum mörkum og vinnur að því að sameina áhrif úr mörgum og ólík- um áttum. Grunnstef í vinnu sinni Páls með andstæð áhrif á sinn þátt í því hversu breiður hópur hefur sýnt verkum hans áhuga. Hann hefur vakið athygli bæði þeirra sem áhuga hafa á hefðbundnu handverki og eins þeirra sem meira leggja sig eftir hönnun og listum. Sá heimur sem hann hefur skapað höfðar líka sterkt til barna. Þarna er líka galdurinn fólginn, í því að sameina ólík áhrif og skapa úr þeim sjálfstæðan heim. I ágústmánuði ár hvert kemur handverksfólk saman á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og sýnir verk sín. Síðustu þrjú ár hefur Páll tekið þátt í þeirri uppskeruhátíð og hefur hún haft mikið að segja um vöxt verk- stæðisins. Á meðan á hátíðinni stend- ur hefur hann sjálfur setið í bílskúr inni á Akureyri og unnið. Þá hafa verk hans verið valin á jólasýningu Handverks og hönnunar síðustu tvö ár, vakið mikla athygli gesta og fengið skemmtilega umfjöllun í blöðum. Hefur Páll unnið hörðum höndum alla aðventuna, oft þar til jólahátíðin er gengin í garð. Á síð- ustu aðventu var honum einnig boð- ið að sýna í krambúð Árbæjarsafns. Hluta af handverki Páls hefur verið hægt að nálgast í jólaverslun- um, bæði Jólahúsinu við Skóla- eintaka. Af því tilefni hannaði Páll engil, „bjartan og hvítan, tálgaðan í tré með perlusnúna vængi, engil fullan eftirvæntingar" eins og segir í kynningu Jólagarðsins. Þá hefur verið hægt að nálgast „þjóðlegra" handverkið í verslun Þjóðminja- safns, Árbæjarsafns og fleiri verslun- um. Það hefur haldist í hendur við hógværð Páls að hann hefur haldið að sér höndum þegar kemur að dreifingu sköpunarverksins og margt hefur einungis verið hægt að nálgast með heimsókn á verkstæðið. Það hefur verið skemmtilegt, nú á tímum kynningar og markaðsátaka, að sjá hvernig veröld Himneskra herskara hefur skapað sér rými utan allra lögmála. En veröldin hefur vax- ið hratt og oft er erfitt að halda utan um kaótíska óreiðuna. Páll hefur því hug á að koma starfsemi Himneskra herskara í fastara form og hefur í því samhengi notið ráða og stuðnings starfsfólks Handverks og hönnunar. Liður í því er að opna heimasíðu nú á vordögum, www.himneskirherskarar. is, þar sem hægt verður að nálgast handverk hans á vefnum. HUGUROG HÖND2006 1 1

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.