Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 18
Rautt að lita Um litun með möðrurótum í heimildum frá 17. og 18. öld / Aslaug Sverrisdóttir Krossmaðra í blóma og smáhespur litaðar úr gulmöðru- og krossmöðrurótum. Ljósm. Áslaug Sverrisdóttir. í þessari samantekt er ætlunin að beina athygli að nokkrum íslenskum heimildum frá 17. og 18. öld sem greina frá því hvernig litað var rautt með möðrurótum. A Norðurlöndum eru til allmargar tegundir af jurtum af möðruætt (Rubiaceae), meðal annars krapp (Rubia tinctorum) sem áður var ræktað til litunar í Svíþjóð og Danmörku en er nú fremur sjald- gæf jurt þar.1 Með rótinni af krapp - krapprót - má lita haldgóðan rauð- an lit og rætur fleiri tegunda af möðruætt gefa rauðan lit. Nokkrar möðrutegundir vaxa hérlendis. Af þeim eru gulmaðra (Galium verum) og hvítmaðra (Galium normanii) al- gengastar og vaxa nú víða um land, krossmaðra (Galium boreale) kemur næst að útbreiðslu og er nú algeng- ust á suðvesturhorni landsins.2 I heimildunum frá 17. öld, sem ætlun- in er að fjalla um í byrjun, er ekki til- greint hvaða tegund möðru er notuð í litunina en líklegast er að þar sé um að ræða eina eða fleiri af ofangreind- um þremur íslenskum möðrum. I handriti sem hefur að geyma safn fróðleiks af ýmsu tagi, nefnt einu nafni Gandreið og eignað Jóni Daðasyni (1606-1676) presti í Arnar- bæli í Ölfusi, er að finna nokkrar lit- unaruppskriftir.3 Meðal annars segir þar hvernig lita má lifrautt úr möðrurótunum og er lýsingin á þessa leið með nútímastafsetningu Guðmundar Finnbogasonar:4 „Gula fyrst verkið og tak krækiberjahrat hálfþurrt og lát í kringum gjörvallt, sem sortulyng, og tálga þar ofan í möðrutágir, sjóð í vatni vel og þek svo." Þetta má skilja svo að voðin sé fyrst lituð gul en ekki er getið um úr hvaða jurt sá guli litur er fenginn. Hálfþurru krækiberjahrati er síðan dreift yfir voðina og má skilja tilvís- un Jóns í sortulyng svo að hratinu og möðrurótunum hafi verið dreift jafnt yfir voðina á sama hátt og gert var við sortulyngsblöð þegar þau voru notuð til að lita mósvart eða svart og lýst er í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.5 Ef þannig var farið að hafa jurtirnar sem litað var með legið milli laga á voðinni sem síðan var brotin saman mismikið eftir því hve litunarílátið var rúmgott. Skilja má af texta Jóns að möðrurætur og hrat hafi verið soðið með voðinni í talsvert langan tíma.6 Ekki er hægt að sjá af þessu hvort notað hefur verið eitthvert efni til að festa litinn en fjallað verð- ur um það atriði síðar í þessari sam- antekt. Samtíma Jóni Daðasyni var Þórð- ur Jónsson (1609-1670) prestur í Hít- ardal í Mýrasýslu. Með hendi Þórð- ar er varðveitt í Stofnun Arna Magn- ússonar Lækningakver.7 Þar er meðal annars að finna litunaruppskrift undir fyrirsögninni „Rautt að lita". Blaðsíðurnar í handritinu eru víða skaddaðar, meðal annars á jöðrun- um. Sums staðar er því torvelt að átta sig á hvað þar átti að standa en 18 HUGUROG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.