Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 24
menn í afskekktum héruðum Norð-
ur-Astralíu eru með verkum sínum
að taka þátt í sköpun og viðhalda
fornum lögum og lífsreglum jafn-
framt því að mála fyrir heimsmark-
að. I hverri mynd skilja þeir eftir
hluta af sjálfum sér eins og Wand-
jina forðum, og áhrifin eru sterk.
Alice Springs er fallegur bær í
Mið-Astralíu og miðstöð ferða-
mannaþjónustu. Eyðimerkurbúarnir
eru hagir á tré og í verslunum bæjar-
ins má fá ýmsa útskorna muni, svo
sem hljóðfæri: didgeridoo og klapp-
stengur, vopn: spjót, boomerang og
skildi, skrautmuni: dýr og fugla.
Einnig má fá punktamyndir frá
Papunya Tula og vefnað frá Erna-
bella.
Pukatja, öðru nafni Ernabella, er
afskekkt byggðarlag um 330 km fyr-
ir suðvestan Alice. Ernabella var trú-
boðsstöð, og árið 1948 var þar kom-
ið á laggirnar heimilisiðnaði, bæði
til þess að skapa atvinnu fyrir frum-
byggjakonurnar og til þess að nýta
ullina sem kindur trúboðsstöðvar-
innar gáfu af sér. Mynstur kvenn-
anna í Ernabella er nú víðfrægt. Það
er útfært í vefnaði og batík, prentað
á pappír og málað á striga og silki.
Papunya byggðarlagið er um 240
km norðvestan við Alice Springs.
Þessar búðir, sem yfirvöld komu á
fót árið 1960, voru hörmulega rekn-
ar. Fólk sem þar var saman safnað
talaði fimm tungumál, það var upp-
rætt af sínu landi, umkomulaust og
sjúkt, og það hrundi niður.
Þá kom í byggðarlagið teikni-
kennari að nafni Brandon. Hann tók
eftir því að börnin teiknuðu hefð-
bundin mynstur í eyðimerkursand-
inn. Hann reyndi að fá þau til þess
að teikna þessi mynstur í skólastof-
unni, en gekk illa í fyrstu því að
börnin voru feimin. Loks gat hann
áunnið sér traust þeirra og fengið
leyfi hjá „öldungunum" fyrir því að
þau teiknuðu og útskýrðu hefð-
bundin tákn. Ekki aðeins börnin
fóru að teikna heldur komu fleiri og
fleiri úr byggðarlaginu og tóku þátt í
þessari listsköpun. Teiknað var und-
ir umsjón „öldunganna" sem vegna
virðingarstöðu sinnar innan samfé-
lagsins skildu táknmál myndanna.
Þetta var upphaf Papunya Tula lista-
hópsins sem málar punktamyndirn-
ar frægu. Það er nútímalist sem á
rætur sínar að rekja til þess að eyði-
merkurbúar í „miðjunni rauðu"
máluðu í sandinn.
Við helgihald var málað í sandinn,
samhliða söng og dansi, á sama hátt
og sungið er við messugjörð og leik-
ið á orgel. Að lokinni athöfn máðist
myndin út eins og tónar orgelsins
deyja út. Þessi handverk urðu því
ekki langlíf fremur en líkamsmálun-
in, þótt mikið væri til þeirra vandað.
Kúríar nefnast frumbyggjar Suð-
austur-Ástralíu. í Viktoríufylki er
talið að þeim hafi fækkað um 90%
fyrstu 18 árin eftir landnám hvítra
manna. Eitt af því sem á þátt í því að
þessi forna menning glataðist ekki
að fullu við svo stórfellt mannfall,
niðurlægingu og hörmungar, er
handverk sem miðlar hefðbundnum
lífsháttum.
Dæmi um fornt handbragð er
boomerang, kastspjót sem vegna lög-
unar sinnar kemur til baka til þess
sem kastar því. Kúríar eru góðir
boomerang-smiðir.
Þegar ljósmyndari þessarar grein-
ar var að alast upp í Dandenong-
hæðunum í útjaðri Melbourne, rak
Bill Onus boomerang-verkstæði sitt í
Belgrave. Strákarnir fóru oft á verk-
stæðið hjá Bill til þess að skoða eða
kaupa sér nýjan boomerang. Þeir
höfðu orð á því að „the abos" (orð
sem nú er talið niðrandi og er ekki
lengur viðhaft, stytt úr „Aborigines")
Útskorinn og málaður fugl frá Arnhem- Tákn um breytta tíma. Tótemsúlur frá Boomerang.
landi. Ljósm. Helga Benediktsdóttir. Yarra River í miðborg Melbourne. Teiknari Vicky McCalman.
Ljósm. Steve Rastrick.
24 HUGUROG HÖND2006