Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 25
Melville Gunbalanya væru með slípivél frá Detroit í bíl- skúrnum og væru hættir að tálga boomerang. Bill Onus var einn af frumherjum í réttindabaráttu Kúría, en hann hafði lífsviðurværi sitt af hefðbundnu handverki þótt hann hefði tekið tæknina í þjónustu sína. Boomerang er talsvert vinsælt leik- tæki og fólk keppir í boomerang- kasti. Fyrir nokkrum dögum horfði ég á Kúría einn kenna hvernig þeyta skyldi boomerang í langan sveig og grípa hann svo aftur með því að klappa saman lófunum. Jafnframt útskýrði hann hvernig boomerang fyrir örvhenta væri frábrugðinn boomerang fyrir rétthenta. Eftir flókna Nú til dags er foreldrum ráðlagt að bera ungabörn í bak- eða maga- pokum til þess að þau séu jafnan í snertingu við foreldrana og finni fyrir öryggi. Þetta hafa frumbyggja- listamenn sem byggja á fornri hefð. Álitið var að frumbyggjar Ástralíu myndu deyja út. Þeir misstu land sitt og fæðugjafa og fjölskyldum var sundrað. Þeir voru niðurlægðir og réttlausir og þeim var bannað að tala sína tungu. Þótt mörg samfélög frumbyggja glími við erfið félagsleg vandamál hafa listiðnir víða skapað ákveðna kjölfestu og eru nú eftirsótt verslunarvara. Handiðja hefur á þennan hátt gefið umkomulausu fólki sjálfstraust og sjálfsvirðingu og skapað því fótfestu í breyttu þjóðfé- lagi, án þess að það tapi uppruna sínum og eigin sjálfi. Dilly-bagji'á Gunbalanya. Spjótfrá Uluru. Hálsfesti, netpoki og klappsteng- Burðarkarfa. Ljósm. Steve Rastrick. Ljósm. Steve Rastrick. ur. Ljósm. Steve Rastrick. Teiknari Vicky McCalman. og nákvæma lýsingu á kúrfum og snúningi bætti hann við, glettinn í bragði, að líka mætti þekkja þá í sundur á því að aftan á sumum stæði „left handed" og öðrum „right handed". Kúríi þessi hafði smíðað gripina og bauð þá til sölu á góðu verði. Þetta var í Healesville Sanctu- ary, sem áður var Coranderrk, verndarsvæði frumbyggja. Mamma boomerang-smiðsins fæddist í Cor- anderrk og amma hans líka og nú hafði hann sjálfur, eins og þær, sitt lífsviðurværi af hefðbundnu hand- verki. Coranderrk verndarsvæðið gaf góða raun. Karlar ræktuðu humal en konur hnýttu körfur og mottur sem fólk úr Melbourne sóttist eftir að kaupa. Með handiðju lögðu konurn- ar sitt af mörkum til þess að samfé- lag Kúríanna í Coranderrk gæti staðið á eigin fótum. konurnar gert í mörg þúsund ár, eins og burðarkarfan ber með sér. Þær hafa sjálfsagt fengið hugmynd- ina frá kengúrum og öðrum poka- dýrum Ástralíu. Konumar gátu sinnt sínum daglegu störfum við fæðuöfl- un með barnið sitt í körfu um öxl. Kúríar gerðu sér slár úr skinnum af pokarottum (possum). Þær eru nú safngripir og aðeins örfáar eftir. Slárnar voru úr allt að 80 feldum, götuðum með kengúruklóm og saumuðum með kengúrusinum. Inn- hverfan var skreytt með kennimerkj- um eigandans, ættflokksins og land- svæðisins. Sömuleiðis eru haglega skreytt vopn, álagildrur, fiskinet og barkarbátar eingöngu safngripir. Sár á gömlum trjám gefa til kynna að þar hafi eitt sinn verið tekinn börkur í bát. Þrátt fyrir stórfellda fólksfækk- un og menningarhrun í Suðaustur- Ástralíu eiga Kúríar marga góða Prentaðar heimildir: Aboriginal Australia (1986). Sydney, Austral- ian Gallery Directors Council. Broome, Richard (1994). Aboriginal Austral- ians. Black Reponses to White Dominance. St. Leonards, N.S.W., Allen & Unwin. Presland, Gary (1994). Aboriginal Melbourne. The Lost Land of the Kulin People. Ringwood, Vic., McPhee Gribble. Söfn: Ian Potter Centre, Federation Square, Mel- bourne. Koorie Heritage Trust, 295 King Street, Melbourne. Melbourne Museum, Bunjilaka, Carlton Gardens, Melbourne. Vefsíður: www.aboriginalart.com.au/didger- idoo/what_is.html www.emabellaarts.com.au/ www.maningrida.com/mac/a_p.php www.tiwiart.com/Munupi/centre/ muncentre.htm www.wsws.org/articles/2001/aug2001/ tula-a24.shtml HUGUROG HÖND2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.