Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 38
Trefill unninn eftir íleppum nr. 16 og 30 (fyrirmynd fyrir enda) og nr. 12 (fyrirmyndfyrir miðstykki).
íleppa með fallegu munstri. Rósa-
munstur (íleppar nr. 15 til 22 og nr.
30) voru algeng á þessum leppum
enda eru þeir oft nefndir rósaleppar
og aðferðin við að búa þá til nefnd
rósaleppaprjón. Til voru bæði fjög-
urrablaðarósir (íleppar nr. 15) og
áttablaðarósir. Áttablaðarósir má
greina í stigarósir (íleppar nr. 17 og
18), hamarrósir (íleppar nr. 19 og 20)
og vindrósir (íleppar nr. 21 og 22).
Um fleiri munstur en rósamunstur
var að ræða, svo sem tígla (íleppar
nr. 6 og 8), stundaglas (íleppar nr. 26
og 27), jurtapott (íleppar nr. 23 til 25)
og högnakylfu (íleppar 13 og 14). Til
voru enn önnur rósaleppamunstur
enda tíðkaðist að gera breytingar á
viðteknum munstrum eða jafnvel
finna upp ný (íleppar nr. 28 og 29).
Flest prjónamunstur á íleppum,
hugsanlega þó að undanskilinni
högnakylfu, eiga sér einhverja sam-
svörun í öðrum löndum en um þetta
ræði ég nánar í áðurgreindri bók
minni. Það er þó ekki þar með sagt
að munstrin séu eftirlíkingar eða
eigi sér alltaf beinar erlendar fyrir-
myndir. Þannig getur notkun
munsturs verið einstök með tilliti til
þess efnis sem notað er, áferðar efn-
is, lita og litasamsetningar.
Fjölbreyttir litir eru það einkenni
íslensku íleppanna sem fyrst fangaði
athygli mína sem fyrr segir. Notaðir
voru sauðalitir, en einnig íslenskir
jurtalitir og tilbúnir innfluttir litir
eða litað garn þegar kom fram á 19.
öld. Hugsanlega fyndist einhverjum
þeir leppar sem prjónaðir voru úr
garni lituðu með íslenskum jurtalit-
um eða í sauðalitunum vera „ís-
lenskari en aðrir". Um það hvað er
íslenskara en annað í þessum efnum
verður þó ekkert fullyrt.
Þegar verið var að lita band í
heimahúsum var afgangur af litnum
oft notaður til að lita tog sem notað
var í íleppa. í stuttu máli má segja að
á tímum íleppanna hafi ekkert mis-
litt garn mátt glatast og hentuðu því
ýmsir afgangar, jafnvel stuttir endar,
til að prjóna íleppa. Af þessum sök-
um virðast engar fastar reglur hafa
mótast um litasamsetningu íleppa,
það sem var til og smekkur hvers og
eins fékk að ráða. Þessi margbreytni í
litum og litasamsetningu gaf sömu
munstrum fjölbreyttan blæ.
Sú tækni sem notuð var við gerð ís-
lensku íleppanna gerir íleppa-
munstrin um margt sérstök, en hið
svokallaða rósaleppaprjón er í raun
myndprjón með garðaprjóni. í
myndprjóni er bandi í nýjum lit
brugðið yfir það band sem áður var
prjónað með. Þetta verður að gera
þegar skipt er um lit til að koma í
veg fyrir göt. Fyrir hvern litaflöt þarf
sérstaka hönk eða hnykil. Prjóna
verður fram og aftur því annars
myndi garnið sem nota á vera röngu
megin við þann litaflöt sem prjóna á
við. Aðferðin er út af fyrir sig ein-
föld, en getur reynst erfið þegar not-
aðir eru mjög margir litir og hankir
verða margar og illviðráðanlegar.
Þannig geta verið allt að 15 hankir í
umferð fyrir einn lepp ef marka má
suma þá íleppa sem ég hef skoðað.
Það er sérkennandi fyrir það
myndprjón sem notað var við gerð
38 HUGUROG HÖND 2006