Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 40
Drottningardúkurinn
Monika Magnúsdóttir
í febrúar 1936 bárust þær fréttir frá
Danmörku að Kristján X. konungur
og Alexandrine drottning hans ráð-
gerðu heimsókn til íslands og Fær-
eyja það sama sumar. Þann 18. júní
kom konungsskipið Dannebrog
ásamt fylgdarskipunum Ingolf og
Hvidbjörnen til Reykjavíkur. Tíu til
fimmtán þúsund manns fögnuðu
Kristjáni X. og Alexandrine drottn-
ingu, ásamt Knúti prins og Caroline
Mathilde konu hans og öðru fylgd-
arliði, þegar þau stigu á land í
Reykjavík. Mikið var um dýrðir,
tuttugu og sjö fallbyssuskotum var
skotið frá Ingolf og Hvidbjörnen,
þjóðsöngurinn leikinn, ávörp flutt
og upp landganginn að Faxagarði
var lagður „dúkrenningur". Með-
fram dreglinum stóðu sjötíu „smá-
meyjar" í léttum sumarkjólum og
allar með lítinn sóleyjavönd.
Næstu daga voru ýmsir atburðir
skipulagðir í höfuðstaðnum og
einnig á Suðurlandi. Konungur fór
m.a. á ríkisráðsfund og íþróttamót
var haldið á íþróttavellinum á Mel-
unum. Mikið ferðalag var farið til
þess að sjá Geysi gjósa en þrátt fyrir
mikla og góða skipulagningu neitaði
Geysir að sýna hvers hann var
megnugur.
Þann 24. júní lét Dannebrog úr
höfn og nú var haldið upp á Akra-
nes, þar sem konungshjónin og
fylgdarlið stigu í bíla og héldu ak-
andi norður í land, gist var á
Blönduósi og daginn eftir haldið út
á Sauðárkrók og stansað á Arnar-
stapa í blíðskaparveðri þar sem út-
sýnið var dásamað. Að Víðivöllum
var snæddur hádegisverður sem að-
allega var gamall íslenskur sveita-
matur. Tjaldað hafði verið miklu
Ljósm. Helgi Bragason.
tjaldi, „Skagfirðingabúð", vegna há-
degisverðarins og þegar honum var
lokið var einn veggur tjaldsins felld-
ur niður og „... Skagafjarðarhérað,
frá Mælifellshnúk að Tindastól,
blasti við boðsgestum í allri sinni
dýrð." Dannebrog hélt síðan með
fríðu föruneyti frá Sauðárkróki til
Akureyrar, en bílarnir héldu áfram
yfir Öxnadalsheiði.
Á Akureyri var að vonum mikið
um dýrðir og eitt til tvö þúsund
manns tóku þar á móti konungi og
fylgdarliði með níföldu húrrahrópi.
Síðan var haldið yfir Vaðlaheiði að
Goðafossi, þar sem karlakórinn
Geysir söng fyrir gesti og enn var
haft uppi nífalt húrrahróp. Mývatns-
sveit var næsti áfangastaður og fór
móttakan fram í Höfða þar sem 200
manns biðu konungs og fylgdarliðs.
Veðrið var einmuna gott og útsýni
yfir sveitina fagurt. Albert Eng-
ström, sem viðstaddur var móttök-
una „... kvaðst lofa drottin fyrir, að
honum skyldi hafa auðnast að fá að
vita, að svona fagur staður skyldi
vera til á yfirborði jarðar." Síðan var
haldið aftur til Akureyrar með við-
komu á Laugum í Reykjadal. Haldið
var af landi brott eftir konungs-
veislu um borð í Dannebrog.
I skrifum danskra blaða eftir
heimkomu konungs og fylgdarliðs
40 HUGUROG HÖND2006