Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 43

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 43
Nærmynd afhandlínu, Þjms. A 2581. mmm :;Kai :-$m\ Púðaborð. Saumaö í ullarjava með áströlsku ullargarni frá Gumnut, Gemstones (litir AZ24 blátt, 01 fölgrænt, 05 grænt) og Blossom (176, bleikrautt). Elsu E. Guðjónsson um handlínu Hólmfríðar Pálsdóttur í Hug og hönd 1986 en þar gerir Elsa nákvæma grein fyrir sérstakri útsaumsgerð sem aðeins er að finna á þessum eina grip hér á landi. Handlínurnar á Þjóðminjasafninu eiga það sameiginlegt að á þeim er dýrindis útsaumur en mynstrin eru fjölbreytileg og útsaumsgerðirnar einnig. Þar koma fyrir a.m.k. 4 gerð- ir af krosssaumi, raksprang og rið- sprang, flatsaumur, holbeinssaumur o.fl. Oftast er útsaumaður bekkur umhverfis og útsaumaðir ferningar í hornunum og stundum einnig í miðjunni, eins og handlína Hólm- fríðar er gott dæmi um. Þær eru ým- ist saumaðar með silki, hör eða ull, sumar eru einlitar hvítar en sumar marglitar. Stærð þeirra er mismun- andi, allt frá rétt rúmlega 50 sm og upp í rúmlega 80 sm á kant. Handlínan með safnnúmerinu A 2581 kom á safnið 14. desember 1884 og er í safnskrá sögð vera úr eigu dóttur séra Páls Ingimundarsonar í Gaulverjabæ (d. 1879) sem telur handlínuna vera a.m.k. 250 ára eða frá fyrri hluta 17. aldar. Handlínan er úr hvítu lérefti, u.þ.b. 80 sm á kant og með útsaumuðum bekk um- hverfis en í hverju horni er útsaum- aður ferhyrningur, tæplega 12 sm á kant. Handlínan er saumuð með bleiku, bláu, grænu og hvítu silki í örfínan hör og er hún svo listilega saman sett, bæði mynstur, litir og saumaskapur að þeir sem eru svo lánsamir að fá að sjá hana grípa and- ann á lofti. Hér hefur sannkallaður meistari um vélað. I handlínunni eru dálítil tilbrigði í því hvernig lit- unum er raðað saman í ferhyrning- unum og mynstrið er ekki nákvæm- lega eins í þeim öllum, þó að svo virðist við fyrstu sýn. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að meistarinn virðist hafa saumað af fingrum fram þannig að engir tveir ferhyrningar eru nákvæmlega eins. Mynstrið Mynstrið í púðaborðinu er teiknað eftir ljósmyndum af einu horni HUGUROG HÖND2006 43

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.